Fær ekki lengur áfall við komu í heimabankann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. febrúar 2019 21:00 Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar veit líklega meira um íbúa eyjunnar en þeir vita um sjálfa sig. Reksturinn hefur verið erfiður undanfarin ár en bjartari tímar eru framundan að sögn verslunarstjórans.Hríseyjarbúðin hefur verið starfrækt í núverandi mynd frá árinu 2015 þegar eyjarskeggjar fengu nóg af því að engin verslun væri í eyjunni. Verslun var opnuð og skömmu síðar var Claudia Werdecker ráðinn sem verslunarstjóri. Claudia er frá Þýskalandi og er málfræðingur og því ef til vill ekki alveg augljóst hvernig hún endaði í Hrísey.„Mig langaði að prófa eitthvað allt annað og ég sá þessa stöðu auglýsta hérna og ég hugsaði, ég ætla bara að slá til. Ég ætla bara að gera það og þannig endaði ég í Hrísey,“ segir Claudia.Verslun í einhverri mynd hefur verið starfrækt í húsinu um árabil.Vísir/TryggviBara þrír Hríseyingar sem kaupa léttmjólk Claudia sækir sjálf vörurnar sem koma með ferjunni, raðar í hillur, sér um bókhaldið og afgreiðir auk þess sem hún er blaðberinn í eyjunni. Og líklega eru fáir sem þekkja Hríseyinga betur en verslunarstjórinn sjálfur. „Það er orðið þannig að þegar einhver kemur inn í búðina þá veit ég að hann mun sennilega kaupa þessa og þessa vöru og þegar hann vill borga með peningum þá vill hann ekki afrit en endilega fá aftrit þegar hann borgar með korti þannig að maður veit ýmislegt um fólkið hérna,“ segir Claudia. Helsta áskorunin er að mati Claudiu að stýra hvað sé selt í versluninni, enda er eftirspurnin mismunandi eftir árstíðum. „Birgðastjórnun er dálítið erfið hérna. Ég þarf eiginlega vita, okei, það er sumar, þá kemur fólk frá Reykjavík hingað. Það kaupir léttmjólk annars eru bara þrír aðilar í Hrísey sem kaupa léttmjólk þannig að yfir veturinn er lítil sala á léttmjólk en yfir sumarið er mun meiri sala á henni,“ segir Claudia.Sjá einnig:Grét þegar hún frétti að verslunin fengi milljóna styrk Og þjónustan er persónuleg. Viðskiptavinir geta lagt fram ýmsar beiðnir sem ekki eru í boði þegar verslað er við stórverslanir. „Já, ég sker gúrkur í tvennt. Ég sel einn fjórða haus af hvítkál. Þetta er allt hægt hérna. Þetta er kannski það sem þessi búð, þetta er þjónustan sem við viljum bjóða upp á. Það er hægt að kaupa ákveðnar vörur í litlum einingum,“ segir Claudia sem engu að síður mokar út rúsínum úr Costco í stórum pakkningum enda Hríseyingar vinir smáfuglanna.Hríseyingar líta gjarnan við í búðinni til þess að kaupa vörur, og spjalla.Vísir/TryggviErfitt en allt að koma Engu að síður er reksturinn erfiður en allt er þó á uppleið, tveggja milljóna króna styrkur á ári næstu þrjú árin frá hinu opinbera hjálpar þar mikið til. „Þetta hefur frá upphafi verið mjög erfiður rekstur. Þetta hefur undanfarið árið gengur betur myndi ég segja. Kannski ekkert hrikalega vel en ég fæ ekki lengur í hjartaáfall þegar ég lít inn í heimabanka en þetta er engu að síður gríðarlega erfiður rekstur og við höfum verið að leita allra leiða til þess að snúa þessum taprekstri við sem var alveg frá byrjun en þess vegna er líka kærkomið að fá þennan styrk,“ segir Claudia. Hrísey Neytendur Tengdar fréttir Grét þegar hún frétti að verslunin fengi milljóna styrk Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar grét af gleði er hún frétti af því að verslunin fengi tveggja milljón króna styrk á ári frá ríkinu til ársins 2021 til þess að renna styrkari stoðum undir reksturinn. 15. desember 2018 14:00 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Sjá meira
Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar veit líklega meira um íbúa eyjunnar en þeir vita um sjálfa sig. Reksturinn hefur verið erfiður undanfarin ár en bjartari tímar eru framundan að sögn verslunarstjórans.Hríseyjarbúðin hefur verið starfrækt í núverandi mynd frá árinu 2015 þegar eyjarskeggjar fengu nóg af því að engin verslun væri í eyjunni. Verslun var opnuð og skömmu síðar var Claudia Werdecker ráðinn sem verslunarstjóri. Claudia er frá Þýskalandi og er málfræðingur og því ef til vill ekki alveg augljóst hvernig hún endaði í Hrísey.„Mig langaði að prófa eitthvað allt annað og ég sá þessa stöðu auglýsta hérna og ég hugsaði, ég ætla bara að slá til. Ég ætla bara að gera það og þannig endaði ég í Hrísey,“ segir Claudia.Verslun í einhverri mynd hefur verið starfrækt í húsinu um árabil.Vísir/TryggviBara þrír Hríseyingar sem kaupa léttmjólk Claudia sækir sjálf vörurnar sem koma með ferjunni, raðar í hillur, sér um bókhaldið og afgreiðir auk þess sem hún er blaðberinn í eyjunni. Og líklega eru fáir sem þekkja Hríseyinga betur en verslunarstjórinn sjálfur. „Það er orðið þannig að þegar einhver kemur inn í búðina þá veit ég að hann mun sennilega kaupa þessa og þessa vöru og þegar hann vill borga með peningum þá vill hann ekki afrit en endilega fá aftrit þegar hann borgar með korti þannig að maður veit ýmislegt um fólkið hérna,“ segir Claudia. Helsta áskorunin er að mati Claudiu að stýra hvað sé selt í versluninni, enda er eftirspurnin mismunandi eftir árstíðum. „Birgðastjórnun er dálítið erfið hérna. Ég þarf eiginlega vita, okei, það er sumar, þá kemur fólk frá Reykjavík hingað. Það kaupir léttmjólk annars eru bara þrír aðilar í Hrísey sem kaupa léttmjólk þannig að yfir veturinn er lítil sala á léttmjólk en yfir sumarið er mun meiri sala á henni,“ segir Claudia.Sjá einnig:Grét þegar hún frétti að verslunin fengi milljóna styrk Og þjónustan er persónuleg. Viðskiptavinir geta lagt fram ýmsar beiðnir sem ekki eru í boði þegar verslað er við stórverslanir. „Já, ég sker gúrkur í tvennt. Ég sel einn fjórða haus af hvítkál. Þetta er allt hægt hérna. Þetta er kannski það sem þessi búð, þetta er þjónustan sem við viljum bjóða upp á. Það er hægt að kaupa ákveðnar vörur í litlum einingum,“ segir Claudia sem engu að síður mokar út rúsínum úr Costco í stórum pakkningum enda Hríseyingar vinir smáfuglanna.Hríseyingar líta gjarnan við í búðinni til þess að kaupa vörur, og spjalla.Vísir/TryggviErfitt en allt að koma Engu að síður er reksturinn erfiður en allt er þó á uppleið, tveggja milljóna króna styrkur á ári næstu þrjú árin frá hinu opinbera hjálpar þar mikið til. „Þetta hefur frá upphafi verið mjög erfiður rekstur. Þetta hefur undanfarið árið gengur betur myndi ég segja. Kannski ekkert hrikalega vel en ég fæ ekki lengur í hjartaáfall þegar ég lít inn í heimabanka en þetta er engu að síður gríðarlega erfiður rekstur og við höfum verið að leita allra leiða til þess að snúa þessum taprekstri við sem var alveg frá byrjun en þess vegna er líka kærkomið að fá þennan styrk,“ segir Claudia.
Hrísey Neytendur Tengdar fréttir Grét þegar hún frétti að verslunin fengi milljóna styrk Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar grét af gleði er hún frétti af því að verslunin fengi tveggja milljón króna styrk á ári frá ríkinu til ársins 2021 til þess að renna styrkari stoðum undir reksturinn. 15. desember 2018 14:00 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Sjá meira
Grét þegar hún frétti að verslunin fengi milljóna styrk Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar grét af gleði er hún frétti af því að verslunin fengi tveggja milljón króna styrk á ári frá ríkinu til ársins 2021 til þess að renna styrkari stoðum undir reksturinn. 15. desember 2018 14:00