Sigurvegari helgarinnar fær sæti á heimsleikunum sem fara fram í Madison í ágústmánuði á þessum ári en Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur nú þegar tryggt sér sæti á heimsleikunum.
Ragnheiður byrjaði vel því hún vann fyrstu greinina og fékk fyrir það hundrað stig en hun tók flestar endurtekningar eða 350 talsins. Næstar voru með um 330 endurtekningar.
Í grein númer tvö lenti Sara í öðru sæti og fékk fyrir það 94 stig en hún er því á toppnum eftir fyrri daginn en í öðru sætinu er Jamie Green, Ástrali, sem er einungis tuttugu stigum á eftir Söru.
Þuríður Erla Helgadóttir er í sjöunda sætinu samanlagt en hún var í þrettánda sætinu í fyrri greininni. Hún náði hins vegar að hífa sig upp töfluna fyrir grein númer tvö og endaði í fimmta sætinu í þeirri grein.
Þriðji og síðasti íslenski keppandinn er svo í 36. sæti en það er Björk Óðinsdóttir. Hún endaði í sextánda sæti í fyrri greininni en áði sér ekki á strik í annarri grein og kom í mark númer 38.
Síðari dagurinn fer fram á morgun og það verður fróðlegt að sjá hvort að Ragnheiður Sara verður önnur íslenska stelpan til þess að tryggja sér sæti á heimsleikunum.