Vinnufriður Eyþór Arnalds skrifar 25. febrúar 2019 07:00 Stærsti flokkurinn í borginni er í minnihluta ásamt þremur nýjum flokkum í borgarstjórn. Á fyrsta ári höfum við lagt fram tugi tillagna en jafnframt haft jákvæð áhrif til breytinga. Má nefna stöðu heimilislausra, aukna áherslu á sköpun í skólastarfi og einfaldara velferðarkerfi. Það er hlutverk okkar að benda á það sem betur má gera í borginni. Frá kosningum hefur mikill fjöldi úrskurða, dóma og álita fallið borginni í óhag. Hæstiréttur staðfesti að borgin snuðaði öryrkja um bætur. Héraðsdómur felldi dóm um störf skrifstofustjóra borgarstjórans. Umboðsmaður Alþingis benti á brot borgarinnar í húsnæðismálum Félagsbústaða. Ólögleg var ráðning borgarlögmanns að mati Jafnréttisstofu. Svört skýrsla borgarskjalasafns um skjalamál borgarinnar á síðasta ári. Niðurstaða innri endurskoðunar um óheimila framúrkeyrslu Félagsbústaða leiddi til þess að framkvæmdastjórinn sagði starfi sínu lausu. Skýrsla innri endurskoðunar um braggamálið. Og svo álit Persónuverndar um að borgin hafi brotið persónuverndarlög í aðdraganda kosninganna. Þessi samfelldi áfellisdómur er einstakur í sögu borgarinnar. Hann er ekki frá okkur kominn. Hann er einfaldlega staðreynd. Undanfarna daga hafa embættismenn beðið um vinnufrið. Um hann er þetta að segja: Við munum áfram styðja við góð mál og styðja starfsmenn í sínum störfum. Okkur ber hins vegar að skoða þau mál þar sem brotin eru lög og reglur. Það er einfaldlega okkar lögbundna hlutverk. Það kann að hafa áhrif á starfsandann að æðsti embættismaður borgarinnar sem jafnframt er borgarfulltrúi kannist ekki við ábyrgð á því sem aflaga fer. Ítrekað varpar borgarstjórinn ábyrgð sinni yfir á undirmenn með því að segjast ekkert hafa vitað, ekkert hafa sagt, ekkert skrifað og ekkert gert. Það er sannkallað ábyrgðarleysi. Ef störfin eru í lagi verður góður vinnufriður. Við erum kosin sem fulltrúar fólksins í borginni. Við berum ábyrgð á að vel sé farið með fé og farið sé að lögum. Vinur er sá er til vamms segir. Borgin okkar getur gert betur. Stöndum saman um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Eyþór Arnalds Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Stærsti flokkurinn í borginni er í minnihluta ásamt þremur nýjum flokkum í borgarstjórn. Á fyrsta ári höfum við lagt fram tugi tillagna en jafnframt haft jákvæð áhrif til breytinga. Má nefna stöðu heimilislausra, aukna áherslu á sköpun í skólastarfi og einfaldara velferðarkerfi. Það er hlutverk okkar að benda á það sem betur má gera í borginni. Frá kosningum hefur mikill fjöldi úrskurða, dóma og álita fallið borginni í óhag. Hæstiréttur staðfesti að borgin snuðaði öryrkja um bætur. Héraðsdómur felldi dóm um störf skrifstofustjóra borgarstjórans. Umboðsmaður Alþingis benti á brot borgarinnar í húsnæðismálum Félagsbústaða. Ólögleg var ráðning borgarlögmanns að mati Jafnréttisstofu. Svört skýrsla borgarskjalasafns um skjalamál borgarinnar á síðasta ári. Niðurstaða innri endurskoðunar um óheimila framúrkeyrslu Félagsbústaða leiddi til þess að framkvæmdastjórinn sagði starfi sínu lausu. Skýrsla innri endurskoðunar um braggamálið. Og svo álit Persónuverndar um að borgin hafi brotið persónuverndarlög í aðdraganda kosninganna. Þessi samfelldi áfellisdómur er einstakur í sögu borgarinnar. Hann er ekki frá okkur kominn. Hann er einfaldlega staðreynd. Undanfarna daga hafa embættismenn beðið um vinnufrið. Um hann er þetta að segja: Við munum áfram styðja við góð mál og styðja starfsmenn í sínum störfum. Okkur ber hins vegar að skoða þau mál þar sem brotin eru lög og reglur. Það er einfaldlega okkar lögbundna hlutverk. Það kann að hafa áhrif á starfsandann að æðsti embættismaður borgarinnar sem jafnframt er borgarfulltrúi kannist ekki við ábyrgð á því sem aflaga fer. Ítrekað varpar borgarstjórinn ábyrgð sinni yfir á undirmenn með því að segjast ekkert hafa vitað, ekkert hafa sagt, ekkert skrifað og ekkert gert. Það er sannkallað ábyrgðarleysi. Ef störfin eru í lagi verður góður vinnufriður. Við erum kosin sem fulltrúar fólksins í borginni. Við berum ábyrgð á að vel sé farið með fé og farið sé að lögum. Vinur er sá er til vamms segir. Borgin okkar getur gert betur. Stöndum saman um það.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar