TikTok slær í gegn en er notað til eineltis Ari Brynjólfsson skrifar 25. febrúar 2019 07:00 Smáforritið TikTok hefur slegið í gegn víða um heim. Vísir/Getty Nýtt smáforrit hefur gert vart við sig í grunnskólum landsins og dæmi eru um að það sé notað til að leggja börn í einelti. Forritið er kínverskt og heitir TikTok. Það gengur út á að búa til nokkurra sekúndna tónlistarmyndbönd þar sem notandinn tekur saman myndbandsklippur, syngur með og bætir við tæknibrellum. TikTok er ný útgáfa af smáforritinu Musical.ly sem naut fádæma vinsælda um allan heim fyrir nokkrum árum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir smáforritið ekki einskorðast við íslenska skóla og rætt hafi verið sérstaklega um TikTok á samevrópskum vettvangi Insafe nú í vetur. „Þetta app hefur verið mjög vinsælt í einhvern tíma. Fyrst sem Musical.ly, nú sem TikTok. Þetta eru örstutt myndbönd, svo er hægt að senda skilaboð. Um leið og það er hægt að nota smáforrit til að hafa samskipti þá er alltaf hætta á að þau séu líka notuð til leiðinlegra samskipta,“ segir Hrefna. „Ef það er eitthvað misgott í gangi í hópum þá er þetta ein leið til að halda áfram að vera með neikvæð samskipti.“Hér má sjá TikTok í notkun.Kári Sigurðsson, aðstoðarforstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Hólmasels, hefur unnið að því síðustu fimm ár að fræða ungmenni um virðingu á samfélagsmiðlum. Hann hefur orðið var við umræðu meðal barna og unglinga um TikTok. Er það upplifun hans að yngri aldurshópar, þá ungmenni á aldrinum 10 til 13 ára, noti smáforrit á borð við TikTok til að leggja aðra í einelti. Unglingar noti hins vegar Snapchat og Instagram, þar sem þau forrit eru hvað vinsælust. „Þetta er voðalega krúttlegt forrit þegar maður skoðar það fyrst, það er síðan hægt að stilla það á ýmsa vegu,“ segir Kári um TikTok. Hann segir flest ungmenni haga sér vel í samskiptum, en vandinn sé sá að einelti í dag er mun meira falið en það var. „Það er ekki lengur jafn áþreifanlegt, það fer nú að miklu leyti fram í gegnum samfélagsmiðlana. Oft inni í lokuðum hópum þar sem ýmiss konar viðbjóður grasserar.“ Hrefna segir mikilvægt að kenna börnum gagnrýna hugsun og að setja sig í spor annarra. „Það er mikilvægt fyrir foreldra að vita hvaða öpp eru í gangi og hvað er hægt að gera með þeim. Besta leiðin til þess er að prófa sjálfur. Appið er ekki vandamálið, það er hegðunin. Það kemur alltaf nýtt app og því farsælast að reyna að komast fyrir rót vandans.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Nýtt smáforrit hefur gert vart við sig í grunnskólum landsins og dæmi eru um að það sé notað til að leggja börn í einelti. Forritið er kínverskt og heitir TikTok. Það gengur út á að búa til nokkurra sekúndna tónlistarmyndbönd þar sem notandinn tekur saman myndbandsklippur, syngur með og bætir við tæknibrellum. TikTok er ný útgáfa af smáforritinu Musical.ly sem naut fádæma vinsælda um allan heim fyrir nokkrum árum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir smáforritið ekki einskorðast við íslenska skóla og rætt hafi verið sérstaklega um TikTok á samevrópskum vettvangi Insafe nú í vetur. „Þetta app hefur verið mjög vinsælt í einhvern tíma. Fyrst sem Musical.ly, nú sem TikTok. Þetta eru örstutt myndbönd, svo er hægt að senda skilaboð. Um leið og það er hægt að nota smáforrit til að hafa samskipti þá er alltaf hætta á að þau séu líka notuð til leiðinlegra samskipta,“ segir Hrefna. „Ef það er eitthvað misgott í gangi í hópum þá er þetta ein leið til að halda áfram að vera með neikvæð samskipti.“Hér má sjá TikTok í notkun.Kári Sigurðsson, aðstoðarforstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Hólmasels, hefur unnið að því síðustu fimm ár að fræða ungmenni um virðingu á samfélagsmiðlum. Hann hefur orðið var við umræðu meðal barna og unglinga um TikTok. Er það upplifun hans að yngri aldurshópar, þá ungmenni á aldrinum 10 til 13 ára, noti smáforrit á borð við TikTok til að leggja aðra í einelti. Unglingar noti hins vegar Snapchat og Instagram, þar sem þau forrit eru hvað vinsælust. „Þetta er voðalega krúttlegt forrit þegar maður skoðar það fyrst, það er síðan hægt að stilla það á ýmsa vegu,“ segir Kári um TikTok. Hann segir flest ungmenni haga sér vel í samskiptum, en vandinn sé sá að einelti í dag er mun meira falið en það var. „Það er ekki lengur jafn áþreifanlegt, það fer nú að miklu leyti fram í gegnum samfélagsmiðlana. Oft inni í lokuðum hópum þar sem ýmiss konar viðbjóður grasserar.“ Hrefna segir mikilvægt að kenna börnum gagnrýna hugsun og að setja sig í spor annarra. „Það er mikilvægt fyrir foreldra að vita hvaða öpp eru í gangi og hvað er hægt að gera með þeim. Besta leiðin til þess er að prófa sjálfur. Appið er ekki vandamálið, það er hegðunin. Það kemur alltaf nýtt app og því farsælast að reyna að komast fyrir rót vandans.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent