TikTok slær í gegn en er notað til eineltis Ari Brynjólfsson skrifar 25. febrúar 2019 07:00 Smáforritið TikTok hefur slegið í gegn víða um heim. Vísir/Getty Nýtt smáforrit hefur gert vart við sig í grunnskólum landsins og dæmi eru um að það sé notað til að leggja börn í einelti. Forritið er kínverskt og heitir TikTok. Það gengur út á að búa til nokkurra sekúndna tónlistarmyndbönd þar sem notandinn tekur saman myndbandsklippur, syngur með og bætir við tæknibrellum. TikTok er ný útgáfa af smáforritinu Musical.ly sem naut fádæma vinsælda um allan heim fyrir nokkrum árum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir smáforritið ekki einskorðast við íslenska skóla og rætt hafi verið sérstaklega um TikTok á samevrópskum vettvangi Insafe nú í vetur. „Þetta app hefur verið mjög vinsælt í einhvern tíma. Fyrst sem Musical.ly, nú sem TikTok. Þetta eru örstutt myndbönd, svo er hægt að senda skilaboð. Um leið og það er hægt að nota smáforrit til að hafa samskipti þá er alltaf hætta á að þau séu líka notuð til leiðinlegra samskipta,“ segir Hrefna. „Ef það er eitthvað misgott í gangi í hópum þá er þetta ein leið til að halda áfram að vera með neikvæð samskipti.“Hér má sjá TikTok í notkun.Kári Sigurðsson, aðstoðarforstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Hólmasels, hefur unnið að því síðustu fimm ár að fræða ungmenni um virðingu á samfélagsmiðlum. Hann hefur orðið var við umræðu meðal barna og unglinga um TikTok. Er það upplifun hans að yngri aldurshópar, þá ungmenni á aldrinum 10 til 13 ára, noti smáforrit á borð við TikTok til að leggja aðra í einelti. Unglingar noti hins vegar Snapchat og Instagram, þar sem þau forrit eru hvað vinsælust. „Þetta er voðalega krúttlegt forrit þegar maður skoðar það fyrst, það er síðan hægt að stilla það á ýmsa vegu,“ segir Kári um TikTok. Hann segir flest ungmenni haga sér vel í samskiptum, en vandinn sé sá að einelti í dag er mun meira falið en það var. „Það er ekki lengur jafn áþreifanlegt, það fer nú að miklu leyti fram í gegnum samfélagsmiðlana. Oft inni í lokuðum hópum þar sem ýmiss konar viðbjóður grasserar.“ Hrefna segir mikilvægt að kenna börnum gagnrýna hugsun og að setja sig í spor annarra. „Það er mikilvægt fyrir foreldra að vita hvaða öpp eru í gangi og hvað er hægt að gera með þeim. Besta leiðin til þess er að prófa sjálfur. Appið er ekki vandamálið, það er hegðunin. Það kemur alltaf nýtt app og því farsælast að reyna að komast fyrir rót vandans.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Nýtt smáforrit hefur gert vart við sig í grunnskólum landsins og dæmi eru um að það sé notað til að leggja börn í einelti. Forritið er kínverskt og heitir TikTok. Það gengur út á að búa til nokkurra sekúndna tónlistarmyndbönd þar sem notandinn tekur saman myndbandsklippur, syngur með og bætir við tæknibrellum. TikTok er ný útgáfa af smáforritinu Musical.ly sem naut fádæma vinsælda um allan heim fyrir nokkrum árum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir smáforritið ekki einskorðast við íslenska skóla og rætt hafi verið sérstaklega um TikTok á samevrópskum vettvangi Insafe nú í vetur. „Þetta app hefur verið mjög vinsælt í einhvern tíma. Fyrst sem Musical.ly, nú sem TikTok. Þetta eru örstutt myndbönd, svo er hægt að senda skilaboð. Um leið og það er hægt að nota smáforrit til að hafa samskipti þá er alltaf hætta á að þau séu líka notuð til leiðinlegra samskipta,“ segir Hrefna. „Ef það er eitthvað misgott í gangi í hópum þá er þetta ein leið til að halda áfram að vera með neikvæð samskipti.“Hér má sjá TikTok í notkun.Kári Sigurðsson, aðstoðarforstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Hólmasels, hefur unnið að því síðustu fimm ár að fræða ungmenni um virðingu á samfélagsmiðlum. Hann hefur orðið var við umræðu meðal barna og unglinga um TikTok. Er það upplifun hans að yngri aldurshópar, þá ungmenni á aldrinum 10 til 13 ára, noti smáforrit á borð við TikTok til að leggja aðra í einelti. Unglingar noti hins vegar Snapchat og Instagram, þar sem þau forrit eru hvað vinsælust. „Þetta er voðalega krúttlegt forrit þegar maður skoðar það fyrst, það er síðan hægt að stilla það á ýmsa vegu,“ segir Kári um TikTok. Hann segir flest ungmenni haga sér vel í samskiptum, en vandinn sé sá að einelti í dag er mun meira falið en það var. „Það er ekki lengur jafn áþreifanlegt, það fer nú að miklu leyti fram í gegnum samfélagsmiðlana. Oft inni í lokuðum hópum þar sem ýmiss konar viðbjóður grasserar.“ Hrefna segir mikilvægt að kenna börnum gagnrýna hugsun og að setja sig í spor annarra. „Það er mikilvægt fyrir foreldra að vita hvaða öpp eru í gangi og hvað er hægt að gera með þeim. Besta leiðin til þess er að prófa sjálfur. Appið er ekki vandamálið, það er hegðunin. Það kemur alltaf nýtt app og því farsælast að reyna að komast fyrir rót vandans.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira