Trump frestar tollahækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 08:07 Donald Trump fundaði með varaforseta Kína, Liu He, í Hvíta húsinu á föstudag. Vísir/AFP Hlutabréfaverð á Asíumörkuðum hækkaði í morgun eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því að hann ætli að bíða með að hækka tolla á vörur frá Kína. Hækkunin átti að taka gildi 1. mars, föstudaginn næstkomandi. Samsetta vísitalan í Sjanghæ hækkaði um fimm prósent við opnun markaða og hefur ekki verið hærri í hálft ár. Ástæða frestunar Trumps er sögð vera sú að samningaviðræður Kínverja og Bandaríkjamanna í tolladeilu þeirra hafa gengið vel um helgina. Því hafi hann ákveðið að fresta hækkunum á vörur frá Kína upp á 200 milljarða dala. Fréttir kínverskra og bandarískra miðla renna stoðum undir fullyrðingar forsetans. Þannig sagði í frétt kínversku ríkisfréttastofunnar Xinhua að „mikill árangur“ hefði náðst í viðræðum um einstaka en þó veigamikla þætti, eins og á sviði hugverkaréttinda og landbúnaðar. Greint var frá því fyrir helgi að Kínverjar hefðu skuldbundið sig til að kaupa vörur frá Bandaríkjunum fyrir 1,2 billjónir (e. trillion) dala, 142 billjónir íslenskra króna. Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að bjóða kínverka starfsbróður sínum, Xi Jinping, til fundar á Flórída ef þeim tekst að ná frekari árangri í samningaviðræðunum. Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. 13. desember 2018 08:00 Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Hlutabréfaverð á Asíumörkuðum hækkaði í morgun eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því að hann ætli að bíða með að hækka tolla á vörur frá Kína. Hækkunin átti að taka gildi 1. mars, föstudaginn næstkomandi. Samsetta vísitalan í Sjanghæ hækkaði um fimm prósent við opnun markaða og hefur ekki verið hærri í hálft ár. Ástæða frestunar Trumps er sögð vera sú að samningaviðræður Kínverja og Bandaríkjamanna í tolladeilu þeirra hafa gengið vel um helgina. Því hafi hann ákveðið að fresta hækkunum á vörur frá Kína upp á 200 milljarða dala. Fréttir kínverskra og bandarískra miðla renna stoðum undir fullyrðingar forsetans. Þannig sagði í frétt kínversku ríkisfréttastofunnar Xinhua að „mikill árangur“ hefði náðst í viðræðum um einstaka en þó veigamikla þætti, eins og á sviði hugverkaréttinda og landbúnaðar. Greint var frá því fyrir helgi að Kínverjar hefðu skuldbundið sig til að kaupa vörur frá Bandaríkjunum fyrir 1,2 billjónir (e. trillion) dala, 142 billjónir íslenskra króna. Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að bjóða kínverka starfsbróður sínum, Xi Jinping, til fundar á Flórída ef þeim tekst að ná frekari árangri í samningaviðræðunum.
Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. 13. desember 2018 08:00 Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. 13. desember 2018 08:00
Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44