„Bless London, halló Madison“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 11:30 Sara Sigmundsdóttir. Mynd/iInstagram/sarasigmunds Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stóð efst á palli í ExCel sýninga- og ráðstefnuhöllinni í London í gær eftir glæsilega frammistöðu sína um helgina. Ragnheiður Sara fagnaði ekki aðeins sigri á „Strength in Depth“ CrossFit mótinu og varð 3500 dollurum ríkari, heldur tryggði hún sér einnig farseðilinn á heimsleikana í Madison í ágúst. Skilaboðin frá Söru inn á Instagram síðu hennar voru líka í einfaldari kantinum í mótslok. „Bless London, halló Madison,“ skrifaði Sara og birti mynd af sér að fagna í keppninni. Hún átti frábæra helgi og vann mjög sannfærandi sigur. Sara vann fjórar greinar og varð síðan í öðru sæti í hinum þremur. Það er vissulega að mörgu að taka þegar kemur að afrekum Söru í þessum sjö greinum. Vefsíðan morningchalkup.com fer aðeins yfir þau. „Tölurnar tala sínu máli. Fjórir sigrar í sjö greinum og aldrei neðar en í öðru sæti. Jafnaði persónulegt met í snörun sem var þriðja grein dagsins auk þess að ná útkomu í 19.1 æfingunni í „Open“ sem engin kona í heiminum hefur náð þegar þessi grein er skrifuð.,“ segir í greininni um sigur Söru. „Klaufalegu mistökin sem hafa háð Sigmundsdóttur í gegnum árin, voru hvergi sjáanleg á sunnudaginn. Hún var nánast fullkomin í fyrstu tveimur greinunum og það þurfti hetjulega endurkomu hjá löndu hennar Þuríði Helgadóttur í lokagreininni til að koma í veg fyrir að Sara tæki allar greinar lokadagsins,“ segir í greininni. Þuríður Erla Helgadóttir náði fjórða sætinu á mótinu með því að vinna lokagreinina og minnti líka aðeins á sig með flottri frammistöðu. Vonandi tekst henni að komast líka á heimsleikana en tvær íslenskar konur eru nú með tryggt sæti eða þær Sara og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sara Sigmundsdóttir hefur nú komist á pall í þremur CrossFit mótum sem gáfu sæti á heimsleikunum en eftir tvö brons í Dúbaí og Miami þá kláraði hún gullið með glæsibrag um helgina. Sætið á heimsleikunum þýðir að Sara er að fara að keppa á fimmtu heimsleikunum í röð en hennar besti árangur er þriðja sætið á leikunum 2015 og 2016. Þessi glæsilega helgi skipti Söru líka miklu máli enda ætti hún að fá mikið sjálfstraust með þessum sannfærandi sigri. Með greininni á morningchalkup.com má líka sjá dramatíska mynd af Söru fagna með fjölskyldu sinni eftir keppnina. Sú mynd segir meira en mörg orð um mikilvægi sigursins. View this post on InstagramGoodbye London, hello Madison @niketraining #niketraining #justdoit @FitAID #teamFitAID #FitAID #Ryourogue #roguefitness @compexusa #compexusa #musclestim @fatgripz #fatgripz @waterofchampions #waterofchampions #icelandpurespringwater #supernaturalrecovery @foodspring_athletics #foodspring_athletics @lysi.life @lysi_us #lysi @philmansfield_msi @baklandmgmt #cfsudurnes #simmagym @rxdphotography @baraoe A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 24, 2019 at 3:25pm PST View this post on InstagramBack with a vengeance @sarasigmunds took @strengthindepthuk by storm. ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ She wins the Elite female competition and an invitation to the 2019 Reebok @crossfitgame with four 1st place finishes and three second place finishes (each ahead of Jamie Greene, Dani Speegle and Thuri Helgadottir). ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ The final standings for the Elite women are: ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ 1st Sara Sigmundsdottir (682 pts) 2nd Jamie Greene (638 pts) 3rd Dani Speegle (602 pts) ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ @frozenintimefr @crossfitgames @noccouk @eleiko_uk @eleikosport @wheyduk @rxbar #uk @WIT.fitness @geometriktarget @reebokuk #CFSiD #crossfitgames #fittestonearth #sanctionals A post shared by Strength In Depth (@strengthindepthuk) on Feb 24, 2019 at 9:54am PST CrossFit Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira
Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stóð efst á palli í ExCel sýninga- og ráðstefnuhöllinni í London í gær eftir glæsilega frammistöðu sína um helgina. Ragnheiður Sara fagnaði ekki aðeins sigri á „Strength in Depth“ CrossFit mótinu og varð 3500 dollurum ríkari, heldur tryggði hún sér einnig farseðilinn á heimsleikana í Madison í ágúst. Skilaboðin frá Söru inn á Instagram síðu hennar voru líka í einfaldari kantinum í mótslok. „Bless London, halló Madison,“ skrifaði Sara og birti mynd af sér að fagna í keppninni. Hún átti frábæra helgi og vann mjög sannfærandi sigur. Sara vann fjórar greinar og varð síðan í öðru sæti í hinum þremur. Það er vissulega að mörgu að taka þegar kemur að afrekum Söru í þessum sjö greinum. Vefsíðan morningchalkup.com fer aðeins yfir þau. „Tölurnar tala sínu máli. Fjórir sigrar í sjö greinum og aldrei neðar en í öðru sæti. Jafnaði persónulegt met í snörun sem var þriðja grein dagsins auk þess að ná útkomu í 19.1 æfingunni í „Open“ sem engin kona í heiminum hefur náð þegar þessi grein er skrifuð.,“ segir í greininni um sigur Söru. „Klaufalegu mistökin sem hafa háð Sigmundsdóttur í gegnum árin, voru hvergi sjáanleg á sunnudaginn. Hún var nánast fullkomin í fyrstu tveimur greinunum og það þurfti hetjulega endurkomu hjá löndu hennar Þuríði Helgadóttur í lokagreininni til að koma í veg fyrir að Sara tæki allar greinar lokadagsins,“ segir í greininni. Þuríður Erla Helgadóttir náði fjórða sætinu á mótinu með því að vinna lokagreinina og minnti líka aðeins á sig með flottri frammistöðu. Vonandi tekst henni að komast líka á heimsleikana en tvær íslenskar konur eru nú með tryggt sæti eða þær Sara og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sara Sigmundsdóttir hefur nú komist á pall í þremur CrossFit mótum sem gáfu sæti á heimsleikunum en eftir tvö brons í Dúbaí og Miami þá kláraði hún gullið með glæsibrag um helgina. Sætið á heimsleikunum þýðir að Sara er að fara að keppa á fimmtu heimsleikunum í röð en hennar besti árangur er þriðja sætið á leikunum 2015 og 2016. Þessi glæsilega helgi skipti Söru líka miklu máli enda ætti hún að fá mikið sjálfstraust með þessum sannfærandi sigri. Með greininni á morningchalkup.com má líka sjá dramatíska mynd af Söru fagna með fjölskyldu sinni eftir keppnina. Sú mynd segir meira en mörg orð um mikilvægi sigursins. View this post on InstagramGoodbye London, hello Madison @niketraining #niketraining #justdoit @FitAID #teamFitAID #FitAID #Ryourogue #roguefitness @compexusa #compexusa #musclestim @fatgripz #fatgripz @waterofchampions #waterofchampions #icelandpurespringwater #supernaturalrecovery @foodspring_athletics #foodspring_athletics @lysi.life @lysi_us #lysi @philmansfield_msi @baklandmgmt #cfsudurnes #simmagym @rxdphotography @baraoe A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 24, 2019 at 3:25pm PST View this post on InstagramBack with a vengeance @sarasigmunds took @strengthindepthuk by storm. ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ She wins the Elite female competition and an invitation to the 2019 Reebok @crossfitgame with four 1st place finishes and three second place finishes (each ahead of Jamie Greene, Dani Speegle and Thuri Helgadottir). ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ The final standings for the Elite women are: ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ 1st Sara Sigmundsdottir (682 pts) 2nd Jamie Greene (638 pts) 3rd Dani Speegle (602 pts) ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ @frozenintimefr @crossfitgames @noccouk @eleiko_uk @eleikosport @wheyduk @rxbar #uk @WIT.fitness @geometriktarget @reebokuk #CFSiD #crossfitgames #fittestonearth #sanctionals A post shared by Strength In Depth (@strengthindepthuk) on Feb 24, 2019 at 9:54am PST
CrossFit Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira