Ríkið endurgreiði sektir Kristinn Ingi Jónsson skrifar 26. febrúar 2019 06:00 Sektarákvarðanir bankans verði endurskoðaðar. Fréttablaðið/AntonBrink Seðlabankinn telur eðlilegt að endurskoða strax allar sektarákvarðanir og sættir vegna brota á fjármagnshöftum í gildistíð tiltekinna eldri reglna um gjaldeyrismál, þar til reglurnar voru lögfestar síðla árs 2011, og fara þess á leit að ríkissjóður endurgreiði sektir vegna brota á reglunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í gær. Sem kunnugt er birti umboðsmaður Alþingis í lok janúar álit vegna kvörtunar Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, þar sem meðal annars var komist að þeirri niðurstöðu að við meðferð máls Þorsteins Más hjá Seðlabankanum hefði bankinn ekki tekið afstöðu til röksemda sem lutu að afstöðu ríkissaksóknara til gildis laga og reglna um gjaldeyrismál sem refsiheimilda. Seðlabankinn lagði 1,3 milljóna króna stjórnvaldssekt á Þorstein Má en hann var meðal annars sakaður um að hafa ekki skilað innan tilskilinna tímamarka erlendum gjaldeyri sem hann fékk greiddan á árinu 2010 vegna endurgreiðslu láns til fjármálafyrirtækis. Þorsteinn Már hélt því hins vegar fram að bankann hefði skort heimildir til að gera honum að greiða stjórnvaldssekt vegna brota á reglunum og að auki hefði ekki verið um neitt brot að ræða. Vegna álits umboðsmanns Alþingis ritaði Seðlabankinn ríkissaksóknara bréf þar sem þess var óskað að ríkissaksóknari skýrði frekar þau ummæli um gildi reglna um gjaldeyrismál sem refsiheimilda sem fram komu í fyrri ákvörðunum hans, að því er rakið var í tilkynningu Seðlabankans. „Í svarbréfi ríkissaksóknara sem barst Seðlabankanum undir lok síðustu viku segir að mat hans sé að reglur um gjaldeyrismál gátu ekki talist gild refsiheimild fyrr en þær voru lögfestar með lögum nr. 127/2011.“ Með bréfinu er þar með tekinn af allur vafi um að mat ríkissaksóknara, sem æðsta handhafa ákæruvalds, sé að reglusetningarheimild í bráðabirgðaákvæði laga um gjaldeyrismál hafi ekki uppfyllt áðurnefnd skilyrði um framsal lagasetningarvalds og skýrleika refsiheimilda. Þar með gætu reglur um gjaldeyrismál, sem settar voru á grundvelli bráðabirgðaákvæðisins, ekki talist gildar sem refsiheimild,“ segir í tilkynningunni. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15 Telur að svar Seðlabankans til Samherja hafi ekki verið í samræmi við lög Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög. 25. janúar 2019 16:47 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Seðlabankinn telur eðlilegt að endurskoða strax allar sektarákvarðanir og sættir vegna brota á fjármagnshöftum í gildistíð tiltekinna eldri reglna um gjaldeyrismál, þar til reglurnar voru lögfestar síðla árs 2011, og fara þess á leit að ríkissjóður endurgreiði sektir vegna brota á reglunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í gær. Sem kunnugt er birti umboðsmaður Alþingis í lok janúar álit vegna kvörtunar Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, þar sem meðal annars var komist að þeirri niðurstöðu að við meðferð máls Þorsteins Más hjá Seðlabankanum hefði bankinn ekki tekið afstöðu til röksemda sem lutu að afstöðu ríkissaksóknara til gildis laga og reglna um gjaldeyrismál sem refsiheimilda. Seðlabankinn lagði 1,3 milljóna króna stjórnvaldssekt á Þorstein Má en hann var meðal annars sakaður um að hafa ekki skilað innan tilskilinna tímamarka erlendum gjaldeyri sem hann fékk greiddan á árinu 2010 vegna endurgreiðslu láns til fjármálafyrirtækis. Þorsteinn Már hélt því hins vegar fram að bankann hefði skort heimildir til að gera honum að greiða stjórnvaldssekt vegna brota á reglunum og að auki hefði ekki verið um neitt brot að ræða. Vegna álits umboðsmanns Alþingis ritaði Seðlabankinn ríkissaksóknara bréf þar sem þess var óskað að ríkissaksóknari skýrði frekar þau ummæli um gildi reglna um gjaldeyrismál sem refsiheimilda sem fram komu í fyrri ákvörðunum hans, að því er rakið var í tilkynningu Seðlabankans. „Í svarbréfi ríkissaksóknara sem barst Seðlabankanum undir lok síðustu viku segir að mat hans sé að reglur um gjaldeyrismál gátu ekki talist gild refsiheimild fyrr en þær voru lögfestar með lögum nr. 127/2011.“ Með bréfinu er þar með tekinn af allur vafi um að mat ríkissaksóknara, sem æðsta handhafa ákæruvalds, sé að reglusetningarheimild í bráðabirgðaákvæði laga um gjaldeyrismál hafi ekki uppfyllt áðurnefnd skilyrði um framsal lagasetningarvalds og skýrleika refsiheimilda. Þar með gætu reglur um gjaldeyrismál, sem settar voru á grundvelli bráðabirgðaákvæðisins, ekki talist gildar sem refsiheimild,“ segir í tilkynningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15 Telur að svar Seðlabankans til Samherja hafi ekki verið í samræmi við lög Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög. 25. janúar 2019 16:47 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Vill að Seðlabankinn rétti hlut þeirra sem sættu sektum Seðlabanki Íslands ætti að hafa frumkvæði að því að rétta hlut þeirra sem sættu sektum af hálfu bankans eða gerðu sátt við bankann undir þvingun í tilvikum þar sem gildar viðurlagaheimildir voru ekki til staðar. 13. febrúar 2019 07:15
Telur að svar Seðlabankans til Samherja hafi ekki verið í samræmi við lög Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög. 25. janúar 2019 16:47