Körfubolti

NBA-stjarna segist vera heppin að vera enn á lífi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karl-Anthony Towns spilar stórt hlutverk hjá liði Minnesota Timberwolves.
Karl-Anthony Towns spilar stórt hlutverk hjá liði Minnesota Timberwolves. Getty/Jonathan Bachman
Karl-Anthony Towns missti af sínum fyrsta leik á NBA-ferli sínum á dögunum og það ekki að ástæðulausu.

Towns er besti leikmaður síns liðs og var á dögunum valinn í sinn fyrsta stjörnuleik en hann er á sínu fjórða tímabili í NBA-deildinni í körfubolta. 

Towns hitti blaðamenn eftir að hafa misst af tveimur leikjum í röð hjá Minnesota Timberwolves liðinu og sagði frá lífsreynslu sinni.





Karl-Anthony Towns lenti í bílslysinu síðasta fimmtudag og segist hafa verið heppinn að vera enn á lífi.

„Þetta slys hefði getað endað mun verr enda voru svona fimm prósent líkur á að ég myndi lifa það af,“ sagði Karl-Anthony Towns.

„Ég náði inn í þennan fimm prósent hóp. Það voru auk þess svona fjögur prósent líkur að ég myndi slasast illa en eitt prósent líka á því að meiðslin væru minniháttar. Ég náði inn í þetta eina prósent,“ sagði Towns.





Towns fékk slæmt höfuðhögg og heilahristing og mátti ekki spila tvo síðustu leiki vegna hans. Þetta voru fyrstu tveir leikirnir sem hann missir af á NBA-ferlinum sem telur nú orðið 304 leiki.

„Þetta hefði getað endað mun verr og ef ég segi alveg eins og er þá er ég heppinn að vera enn á lífi,“ endurtók Towns.

Karl-Anthony Towns var í fínu lagi í fyrsta leik sínum með Minnesota Timberwolves eftir slysið. Hann skoraði 34 stig, tók 21 frákst og gaf 5 stoðsendingar í sigri á Sacramento Kings.  







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×