Formaður Bændasamtakanna ráðinn svæðisstjóri Arion Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2019 15:05 Sigurgeir Sindri mun hefja störf hjá bankanum 1. apríl. Vísir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson hefur verið ráðinn svæðisstjóri Arion banka á Vesturlandi. Hann tekur við starfinu af Eyjólfi Vilberg Gunnarssyni sem hefur tekið við sem forstöðumaður bíla- og tækjafjármögnunar Arion banka. Sigurgeir Sindri mun hefja störf hjá bankanum 1. apríl. Sigurgeir Sindri hefur verið starfandi formaður Bændasamtaka Íslands frá árinu 2013 ásamt því að reka bú sitt að Bakkakoti í Borgarbyggð. Hann hefur setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum um landbúnað og matvælaframleiðslu. Má þar nefna verðlagsnefnd búvara, framkvæmdanefnd búvörusamninga, stjórn Matís ohf. og formennsku í Landssamtökum sauðfjárbænda. Einnig hefur Sigurgeir Sindri verið stjórnarformaður Hótels Sögu og í stjórn Bændahallarinnar ehf. Sigurgeir Sindri er búfræðingur að mennt, hefur stundað nám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst og m.a. starfað sem stundakennari við bændadeild Landbúnaðarháskóla Íslands.Greint var frá því á vef Bændasamtakanna fyrr í dag að hann hefði óskað eftir því að stíga til hliðar sem formaður. Við embættinu tekur varaformaður samtakanna, Guðrún Tryggvadóttir bóndi í Svartárkoti í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu. Guðrún er fyrsta konan til að gegna formennsku í heildarsamtökum bænda á Íslandi, allt frá því að þau fyrstu voru stofnuð undir nafninu „Suðuramtsins húss- og bústjórnarfélag“ árið 1837. Bændasamtök Íslands voru stofnuð í núverandi mynd árið 1995. Við þessar breytingar verður einnig breyting á stjórn Bændasamtakanna. Guðrún Lárusdóttir, bóndi í Keldudal í Hegranesi í Skagafirði, sem er fyrsti varamaður í stjórn tekur sæti í aðalstjórn frá 1. mars. Guðrún Lárusdóttir er einnig formaður Búnaðarsambands Skagfirðinga. Íslenskir bankar Landbúnaður Vistaskipti Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson hefur verið ráðinn svæðisstjóri Arion banka á Vesturlandi. Hann tekur við starfinu af Eyjólfi Vilberg Gunnarssyni sem hefur tekið við sem forstöðumaður bíla- og tækjafjármögnunar Arion banka. Sigurgeir Sindri mun hefja störf hjá bankanum 1. apríl. Sigurgeir Sindri hefur verið starfandi formaður Bændasamtaka Íslands frá árinu 2013 ásamt því að reka bú sitt að Bakkakoti í Borgarbyggð. Hann hefur setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum um landbúnað og matvælaframleiðslu. Má þar nefna verðlagsnefnd búvara, framkvæmdanefnd búvörusamninga, stjórn Matís ohf. og formennsku í Landssamtökum sauðfjárbænda. Einnig hefur Sigurgeir Sindri verið stjórnarformaður Hótels Sögu og í stjórn Bændahallarinnar ehf. Sigurgeir Sindri er búfræðingur að mennt, hefur stundað nám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst og m.a. starfað sem stundakennari við bændadeild Landbúnaðarháskóla Íslands.Greint var frá því á vef Bændasamtakanna fyrr í dag að hann hefði óskað eftir því að stíga til hliðar sem formaður. Við embættinu tekur varaformaður samtakanna, Guðrún Tryggvadóttir bóndi í Svartárkoti í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu. Guðrún er fyrsta konan til að gegna formennsku í heildarsamtökum bænda á Íslandi, allt frá því að þau fyrstu voru stofnuð undir nafninu „Suðuramtsins húss- og bústjórnarfélag“ árið 1837. Bændasamtök Íslands voru stofnuð í núverandi mynd árið 1995. Við þessar breytingar verður einnig breyting á stjórn Bændasamtakanna. Guðrún Lárusdóttir, bóndi í Keldudal í Hegranesi í Skagafirði, sem er fyrsti varamaður í stjórn tekur sæti í aðalstjórn frá 1. mars. Guðrún Lárusdóttir er einnig formaður Búnaðarsambands Skagfirðinga.
Íslenskir bankar Landbúnaður Vistaskipti Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira