Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að Ölfusá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. febrúar 2019 19:15 Frá aðgerðum í dag. Vísir/Jói K. Formlegri leit að Páli Mar Guðjónssyni, sem leitað hefur verið að í Ölfusá í dag og í gær, hefur verið hætt í dag. Lögreglan vill skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ánni.Páll er talinn hafa ekið bíl sínum út í ána um klukkan 22 í gærkvöldi en fjölmennt lið lögreglu og björgunarsveita, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var kallað út. Umfangsmikil leit hófst aftur í dag en um 100 björgunarsveitarmenn komu að leitinni, sem hefur ekki borið árangur. „Leit er formlega lokið í dag. Það verða sjónpóstar á ánni fram í myrkur og það er búið að skipuleggja leit aftur á morgun. Hún verður ekki jafn umfangsmikil og hún var í dag og svo dregur úr fram að helgi. Svo verður fullur þungi settur í leitina um helgina,“ sagði Garðar Már Garðarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bílar hafa áður farið í ána og hefur hún verið girt af að hluta í grennd við brúna. Engin girðing er þar sem talið er að bílnum hafi verið ekið í ána. Var Garðar Már spurður að því hvort tímabært væri að loka fyrir aðgengi að ánni í bænum. „Það er eitt af því sem við höfum rætt í dag og þarf bara að skoða. Það er ljóst að hún er hættuleg hérna brúnin og þetta er eitthvað sem þarf að vinna með bæjaryfirvöldum,“ sagði Garðar og bætti við slíkt hafi verið rætt óformlega í dag.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var ranglega sagt að nafn Páls væri Pétur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Árborg Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Nafn mannsins sem leitað er að í Ölfusá Maðurinn sem leitað hefur verið að í og við Ölfusá frá því í gærkvöldi heitir Páll Mar Guðjónsson. 26. febrúar 2019 17:14 Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. 26. febrúar 2019 14:21 Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. 26. febrúar 2019 11:51 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Formlegri leit að Páli Mar Guðjónssyni, sem leitað hefur verið að í Ölfusá í dag og í gær, hefur verið hætt í dag. Lögreglan vill skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ánni.Páll er talinn hafa ekið bíl sínum út í ána um klukkan 22 í gærkvöldi en fjölmennt lið lögreglu og björgunarsveita, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var kallað út. Umfangsmikil leit hófst aftur í dag en um 100 björgunarsveitarmenn komu að leitinni, sem hefur ekki borið árangur. „Leit er formlega lokið í dag. Það verða sjónpóstar á ánni fram í myrkur og það er búið að skipuleggja leit aftur á morgun. Hún verður ekki jafn umfangsmikil og hún var í dag og svo dregur úr fram að helgi. Svo verður fullur þungi settur í leitina um helgina,“ sagði Garðar Már Garðarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bílar hafa áður farið í ána og hefur hún verið girt af að hluta í grennd við brúna. Engin girðing er þar sem talið er að bílnum hafi verið ekið í ána. Var Garðar Már spurður að því hvort tímabært væri að loka fyrir aðgengi að ánni í bænum. „Það er eitt af því sem við höfum rætt í dag og þarf bara að skoða. Það er ljóst að hún er hættuleg hérna brúnin og þetta er eitthvað sem þarf að vinna með bæjaryfirvöldum,“ sagði Garðar og bætti við slíkt hafi verið rætt óformlega í dag.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var ranglega sagt að nafn Páls væri Pétur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Árborg Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Nafn mannsins sem leitað er að í Ölfusá Maðurinn sem leitað hefur verið að í og við Ölfusá frá því í gærkvöldi heitir Páll Mar Guðjónsson. 26. febrúar 2019 17:14 Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. 26. febrúar 2019 14:21 Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. 26. febrúar 2019 11:51 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Nafn mannsins sem leitað er að í Ölfusá Maðurinn sem leitað hefur verið að í og við Ölfusá frá því í gærkvöldi heitir Páll Mar Guðjónsson. 26. febrúar 2019 17:14
Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. 26. febrúar 2019 14:21
Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. 26. febrúar 2019 11:51