Stjórn Vitrolife hefur lagt til að Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, verði kjörinn stjórnarformaður sænska líftæknifyrirtækisins á aðalfundi fyrirtækisins sem verður haldinn í byrjun maí næstkomandi. Jón hefur setið í stjórn þess frá árinu 2015.
Fram kemur í tilkynningu frá félaginu, sem er skráð á hlutabréfamarkað í Stokkhólmi, að Carsten Browall, stjórnarformaður þess til sex ára, muni stíga til hliðar á aðalfundinum.
Stærsti hluthafi Vitrolife, sem þróar og selur ýmsar heilbrigðisvörur, er danska fjárfestingafélagið William Demant með 22 prósenta hlut en félagið er jafnframt stærsti hluthafi Össurar með 51 prósents hlut. Markaðsvirði félagsins er um 20 milljarðar sænskra króna. – kij
Jón stjórnarformaður Vitrolife
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga
Viðskipti innlent


Kauphallir rétta úr kútnum
Viðskipti erlent

Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman
Viðskipti innlent

Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun
Viðskipti innlent

Spá aukinni verðbólgu
Viðskipti innlent


Árni Oddur tekur við formennsku
Viðskipti innlent

Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur
Viðskipti erlent

Kauphöllin réttir við sér
Viðskipti innlent