Arion, Capacent og Landsbankinn hækka verðmöt sín á Marel Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 09:30 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels. Greinendur líta framtíð félagsins björtum augum. Fréttablaðið/Anton Brink Greinendur þriggja fyrirtækja hækkuðu fyrr í vikunni verðmöt sín á Marel og telja að þrátt fyrir mikla hækkun á hlutabréfaverði félagsins undanfarnar vikur eigi bréfin nokkuð inni. Greiningardeild Arion banka metur gengi hlutabréfa í Marel á 513 krónur á hlut sem er 7,6 prósenta hækkun, í krónum, frá síðasta verðmati í desember. Nýjasta verðmat greinenda Capacent hljóðar upp á 560 krónur á hlut og þá metur hagfræðideild Landsbankans gengi bréfanna á 499 krónur á hlut sem er 7,1 prósents hækkun, einnig í krónum, frá því í byrjun síðasta mánaðar. Til samanburðar stóð gengi hlutabréfa í Marels í 490 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Hafa bréfin hækkað um ríflega 21 prósent í verði undanfarinn mánuð. Verðmöt greinendanna eru þannig umtalsvert hærri en núverandi gengi bréfanna. Munurinn er hins vegar áberandi minnstur, eða aðeins um 1,8 prósent, í tilfelli Landsbankans sem ráðleggur fjárfestum að halda hlutabréfum sínum í Marel. Greiningardeild Arion banka bendir á að uppgjör Marels fyrir fjórða fjórðung síðasta árs, sem hafi verið vel umfram væntingar, skýri að mestu leyti hærra verðmat deildarinnar. Hvað varði mögulegar skýringar á hækkun hlutabréfa félagsins undanfarið nefna þeir til að mynda að hlutabréf í sambærilegum fyrirtækjum hafi hækkað, félagið hafi nýverið skilað sterku fjórðungsuppgjöri og þá hafi nýir erlendir fjárfestar jafnframt verið að kaupa bréf í félaginu.Í verðmati Arion banka er tekið fram að auðveldlega megi færa rök fyrir því að nýleg hækkun hlutabréfa í Marel eigi að hvetja innlenda stofnanafjárfesta, líkt og lífeyrissjóðina, til þess að draga aðeins úr eignarhaldi sínu í félaginu. Hins vegar eiga greinendur bankans ekki endilega von á því að sú verði raunin. Eignarhlutur umræddra fjárfesta í Marel sé ekki sérstaklega stór í samanburði við stærð Marels á íslenska hlutabréfamarkaðinum og þá sé ólíklegt að fjárfestarnir telji að vægi innlendra hlutabréfa í eignasöfnum sínum sé óþægilega hátt. Greinendur Landsbankans segjast ekki gera ráð fyrir neinum grundvallarbreytingum í starfsemi Marels á þessu ári miðað við það sem þeir gerðu ráð fyrir í síðasta verðmati í janúar. Þeir benda á að dregið hafi úr vexti nýrra pantana á síðustu fjórum ársfjórðungum og þá sé pantanabókin 10 prósentum minni en hún var í lok mars í fyrra. Hins vegar spá sérfræðingar bankans 6 prósenta söluvexti í ár sem sé í samræmi við langtímamarkmið stjórnenda félagsins. Til samanburðar jukust tekjur Marels um 15,4 prósent á síðasta ári en félagið skilaði mettekjum, 331 milljón evra, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bætir við sig í Marel fyrir um milljarð Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital bætti í liðinni viku við sig ríflega tveimur milljónum hluta í Marel, að virði um 940 milljónir króna, og fer nú með samanlagt 7,3 milljónir hluta í félaginu, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa þess. 13. febrúar 2019 07:00 Kominn með um sex milljarða hlut í Marel Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital heldur áfram að bæta verulega við sig í Marel en í síðustu viku keypti sjóðurinn tæplega fimm milljónir hluta, að virði um 2.300 milljónir króna, í félaginu. 20. febrúar 2019 06:00 Vogunarsjóður kaupir í Marel fyrir 2 milljarða Evrópski sjóðurinn Teleios Capital hefur eignast 0,77 prósenta hlut í Marel. Kom fyrst inn í hluthafahóp félagsins í byrjun síðustu viku. Fjárfestir einkum í skráðum fyrirtækjum í Norður-Evrópu með markaðsvirði undir þremur milljörðum dala. 6. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Greinendur þriggja fyrirtækja hækkuðu fyrr í vikunni verðmöt sín á Marel og telja að þrátt fyrir mikla hækkun á hlutabréfaverði félagsins undanfarnar vikur eigi bréfin nokkuð inni. Greiningardeild Arion banka metur gengi hlutabréfa í Marel á 513 krónur á hlut sem er 7,6 prósenta hækkun, í krónum, frá síðasta verðmati í desember. Nýjasta verðmat greinenda Capacent hljóðar upp á 560 krónur á hlut og þá metur hagfræðideild Landsbankans gengi bréfanna á 499 krónur á hlut sem er 7,1 prósents hækkun, einnig í krónum, frá því í byrjun síðasta mánaðar. Til samanburðar stóð gengi hlutabréfa í Marels í 490 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Hafa bréfin hækkað um ríflega 21 prósent í verði undanfarinn mánuð. Verðmöt greinendanna eru þannig umtalsvert hærri en núverandi gengi bréfanna. Munurinn er hins vegar áberandi minnstur, eða aðeins um 1,8 prósent, í tilfelli Landsbankans sem ráðleggur fjárfestum að halda hlutabréfum sínum í Marel. Greiningardeild Arion banka bendir á að uppgjör Marels fyrir fjórða fjórðung síðasta árs, sem hafi verið vel umfram væntingar, skýri að mestu leyti hærra verðmat deildarinnar. Hvað varði mögulegar skýringar á hækkun hlutabréfa félagsins undanfarið nefna þeir til að mynda að hlutabréf í sambærilegum fyrirtækjum hafi hækkað, félagið hafi nýverið skilað sterku fjórðungsuppgjöri og þá hafi nýir erlendir fjárfestar jafnframt verið að kaupa bréf í félaginu.Í verðmati Arion banka er tekið fram að auðveldlega megi færa rök fyrir því að nýleg hækkun hlutabréfa í Marel eigi að hvetja innlenda stofnanafjárfesta, líkt og lífeyrissjóðina, til þess að draga aðeins úr eignarhaldi sínu í félaginu. Hins vegar eiga greinendur bankans ekki endilega von á því að sú verði raunin. Eignarhlutur umræddra fjárfesta í Marel sé ekki sérstaklega stór í samanburði við stærð Marels á íslenska hlutabréfamarkaðinum og þá sé ólíklegt að fjárfestarnir telji að vægi innlendra hlutabréfa í eignasöfnum sínum sé óþægilega hátt. Greinendur Landsbankans segjast ekki gera ráð fyrir neinum grundvallarbreytingum í starfsemi Marels á þessu ári miðað við það sem þeir gerðu ráð fyrir í síðasta verðmati í janúar. Þeir benda á að dregið hafi úr vexti nýrra pantana á síðustu fjórum ársfjórðungum og þá sé pantanabókin 10 prósentum minni en hún var í lok mars í fyrra. Hins vegar spá sérfræðingar bankans 6 prósenta söluvexti í ár sem sé í samræmi við langtímamarkmið stjórnenda félagsins. Til samanburðar jukust tekjur Marels um 15,4 prósent á síðasta ári en félagið skilaði mettekjum, 331 milljón evra, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bætir við sig í Marel fyrir um milljarð Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital bætti í liðinni viku við sig ríflega tveimur milljónum hluta í Marel, að virði um 940 milljónir króna, og fer nú með samanlagt 7,3 milljónir hluta í félaginu, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa þess. 13. febrúar 2019 07:00 Kominn með um sex milljarða hlut í Marel Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital heldur áfram að bæta verulega við sig í Marel en í síðustu viku keypti sjóðurinn tæplega fimm milljónir hluta, að virði um 2.300 milljónir króna, í félaginu. 20. febrúar 2019 06:00 Vogunarsjóður kaupir í Marel fyrir 2 milljarða Evrópski sjóðurinn Teleios Capital hefur eignast 0,77 prósenta hlut í Marel. Kom fyrst inn í hluthafahóp félagsins í byrjun síðustu viku. Fjárfestir einkum í skráðum fyrirtækjum í Norður-Evrópu með markaðsvirði undir þremur milljörðum dala. 6. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Bætir við sig í Marel fyrir um milljarð Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital bætti í liðinni viku við sig ríflega tveimur milljónum hluta í Marel, að virði um 940 milljónir króna, og fer nú með samanlagt 7,3 milljónir hluta í félaginu, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa þess. 13. febrúar 2019 07:00
Kominn með um sex milljarða hlut í Marel Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital heldur áfram að bæta verulega við sig í Marel en í síðustu viku keypti sjóðurinn tæplega fimm milljónir hluta, að virði um 2.300 milljónir króna, í félaginu. 20. febrúar 2019 06:00
Vogunarsjóður kaupir í Marel fyrir 2 milljarða Evrópski sjóðurinn Teleios Capital hefur eignast 0,77 prósenta hlut í Marel. Kom fyrst inn í hluthafahóp félagsins í byrjun síðustu viku. Fjárfestir einkum í skráðum fyrirtækjum í Norður-Evrópu með markaðsvirði undir þremur milljörðum dala. 6. febrúar 2019 06:30