Fundur Trump og Kim hafinn Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2019 12:00 Trump og Kim í Hanoi. AP/Evan Vucci Fundur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Hanoi í Víetnam er hafinn. Leiðtogarnir hittust nú fyrir skömmu þar sem þeir fögnuðu hvorum öðrum og héldu svo til kvöldverðar. Trump sagðist vonast til þess að þessi fundur þeirra myndi skila meiri árangri en fundur þeirra í Singapúr í fyrra. Forsetinn sagðist telja þann fund hafa gengið gífurlega vel og að þessu sinni myndi frábært samband þeirra ráða úrslitum. Áður hefur Trump haldið því fram að þeir hafi „orðið ástfangnir“ í Singapúr. Trump sagði einnig, eins og hann hefur gert áður, að Norður-Kórea gæti orðið efnahagslegt stórveldi og hann vildi hjálpa til við það. „Kim Jong Un og ég munum reyna að komast að samkomulagi varðandi afkjarnavopnun og svo reyna að gera Norður-Kóreu að efnahagslegu stórveldi,“ sagði Trump. Er um að ræða mikla breytingu frá því að Trump kallaði Kim meðal annars „stuttan og feitan“ og Kim sagði Trump vera geðveikan. Aðspurður hvort hann myndi lýsa yfir formlegum enda Kóreustríðsins, eins og yfirvöld Norður-Kóreu hafa óskað eftir, sagði Trump: „Við sjáum til.“North Korea has "tremendous" economic potential, says Donald Trump, who tells Kim Jong Un it's an "honor" to be with him https://t.co/3xhsJRD1eWpic.twitter.com/t5Rc7N6yyt — Bloomberg (@business) February 27, 2019 Formlegar viðræður Trump og Kim mun hefjast á morgun. Sérfræðingar segja einstaklega ólíklegt að Kim muni nokkurn tíma samþykkja að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Kim lítur á kjarnorkuvopn sem tryggingu gegn því að honum eða afkomendum hans verði velt úr sessi með valdi. Í aðdraganda fundarins hefur Trump og Hvíta húsið reynt að draga úr væntingum fyrir fundinn og þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar Trump eftir fund þeirra í Singapúr í fyrra, þar sem þeir skrifuðu undir óljóst samkomulag um afkjarnavopnun, hefur lítið sem ekkert gengið síðan þá. Samninganefndir Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa ekki einu sinni komist að samkomulagi um hvað afkjarnavopnun þýði í rauninni. Undanfarna daga hefur Trump sagt að hann yrði ánægður svo lengi sem Kim samþykki að láta af tilraunum með kjarnorkuvopn og eldflaugar.Other US officials at the dinner table include @SecPompeo and @MickMulvaneyOMB. Seated next to Pres Trump is US interpreter Dr. Yun-hyang Lee. pic.twitter.com/32Muauhp4q— Mark Knoller (@markknoller) February 27, 2019 Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Hárskeri í borginni býður upp á ókeypis Trump og Kim hárgreiðslur. 20. febrúar 2019 20:00 Kim heldur til fundar við Trump Leiðtoginn ferðast með lest til Hanoi. 23. febrúar 2019 22:58 Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30 Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10 Bandaríkjamenn báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels í haust. Þetta gerði hann eftir að bandaríska ríkisstjórnin sendi beiðni um tilnefningu. 18. febrúar 2019 08:30 „Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín“ "Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagður hafa sagt við embættismenn innan njósnakerfis Bandaríkjanna. 18. febrúar 2019 09:19 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Fundur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Hanoi í Víetnam er hafinn. Leiðtogarnir hittust nú fyrir skömmu þar sem þeir fögnuðu hvorum öðrum og héldu svo til kvöldverðar. Trump sagðist vonast til þess að þessi fundur þeirra myndi skila meiri árangri en fundur þeirra í Singapúr í fyrra. Forsetinn sagðist telja þann fund hafa gengið gífurlega vel og að þessu sinni myndi frábært samband þeirra ráða úrslitum. Áður hefur Trump haldið því fram að þeir hafi „orðið ástfangnir“ í Singapúr. Trump sagði einnig, eins og hann hefur gert áður, að Norður-Kórea gæti orðið efnahagslegt stórveldi og hann vildi hjálpa til við það. „Kim Jong Un og ég munum reyna að komast að samkomulagi varðandi afkjarnavopnun og svo reyna að gera Norður-Kóreu að efnahagslegu stórveldi,“ sagði Trump. Er um að ræða mikla breytingu frá því að Trump kallaði Kim meðal annars „stuttan og feitan“ og Kim sagði Trump vera geðveikan. Aðspurður hvort hann myndi lýsa yfir formlegum enda Kóreustríðsins, eins og yfirvöld Norður-Kóreu hafa óskað eftir, sagði Trump: „Við sjáum til.“North Korea has "tremendous" economic potential, says Donald Trump, who tells Kim Jong Un it's an "honor" to be with him https://t.co/3xhsJRD1eWpic.twitter.com/t5Rc7N6yyt — Bloomberg (@business) February 27, 2019 Formlegar viðræður Trump og Kim mun hefjast á morgun. Sérfræðingar segja einstaklega ólíklegt að Kim muni nokkurn tíma samþykkja að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Kim lítur á kjarnorkuvopn sem tryggingu gegn því að honum eða afkomendum hans verði velt úr sessi með valdi. Í aðdraganda fundarins hefur Trump og Hvíta húsið reynt að draga úr væntingum fyrir fundinn og þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar Trump eftir fund þeirra í Singapúr í fyrra, þar sem þeir skrifuðu undir óljóst samkomulag um afkjarnavopnun, hefur lítið sem ekkert gengið síðan þá. Samninganefndir Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa ekki einu sinni komist að samkomulagi um hvað afkjarnavopnun þýði í rauninni. Undanfarna daga hefur Trump sagt að hann yrði ánægður svo lengi sem Kim samþykki að láta af tilraunum með kjarnorkuvopn og eldflaugar.Other US officials at the dinner table include @SecPompeo and @MickMulvaneyOMB. Seated next to Pres Trump is US interpreter Dr. Yun-hyang Lee. pic.twitter.com/32Muauhp4q— Mark Knoller (@markknoller) February 27, 2019
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Hárskeri í borginni býður upp á ókeypis Trump og Kim hárgreiðslur. 20. febrúar 2019 20:00 Kim heldur til fundar við Trump Leiðtoginn ferðast með lest til Hanoi. 23. febrúar 2019 22:58 Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30 Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10 Bandaríkjamenn báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels í haust. Þetta gerði hann eftir að bandaríska ríkisstjórnin sendi beiðni um tilnefningu. 18. febrúar 2019 08:30 „Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín“ "Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagður hafa sagt við embættismenn innan njósnakerfis Bandaríkjanna. 18. febrúar 2019 09:19 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Hárskeri í borginni býður upp á ókeypis Trump og Kim hárgreiðslur. 20. febrúar 2019 20:00
Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30
Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10
Bandaríkjamenn báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels í haust. Þetta gerði hann eftir að bandaríska ríkisstjórnin sendi beiðni um tilnefningu. 18. febrúar 2019 08:30
„Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín“ "Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagður hafa sagt við embættismenn innan njósnakerfis Bandaríkjanna. 18. febrúar 2019 09:19