Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2019 21:20 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokar á föstudaginn vegna fjárskorts. Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóna framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. Formaður stjórnar SÁÁ segir Sjúkratrygginar Íslands vilja „eitthvað annað“.Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar, vakti athygli á hinni fyrirhuguðu lokun áFacebook í kvöldþar sem hún sagðist vera svekkt, sár og reið yfir ákvörðun SÁÁ.„Þetta er gert þrátt fyrir að meirihluti fjárlaganefndar og heilbrigðisráðherra hafi tryggt fjármuni til reksturs deildarinnar, Akureyrarbær hafi lýst yfir vilja til áframhaldandi stuðnings við göngudeildina og að samningaviðræður hafi verið í gangi milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og SÁÁ,“ skrifar Hilda Jana.Ákveðið var í janúar á síðasta ári að hefja undirbúning að lokun deildarinnar sökum þröngrar rekstrastöðu SÁÁ sem hefur í gegnum tíðina ekki fengið framlag frá ríkinu til reksturs slíkra deilda. Eftir mikla umræðu og þrýsting frá bæjarfulltrúum og hagsmunaðilum á Akureyri lagði meirihluti fjárlaganefndar til að SÁÁ fengi 150 milljónir tímabundið framlag. Var Sjúkratryggingum Íslands falið að ganga til samninga um göngudeildarþjónustu á vegum SÁÁ.„Það bólar ekkert á þeim,“ segir Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, aðspurður um milljónirnar 150 og hvort þær hafi borist SÁÁ svo tryggja megi áframhaldandi rekstur göngudeildarinnar á Akureyri, en SÁÁ starfrækir einnig göngudeild í Reykjavík. Fundahöld SÁÁ og SÍ vegna málsins hafa ekki borið árangur.Ekki liggi ljóst fyrir hvað „eitthvað annað“ sé Segir Arnþór að skýrt hafi komið fram á þeim fundum að SÍ vilji að fjármagnið fylgi samningi um ákveðna þjónustu.Arnþór Jónsson er formaður stjórnar SÁÁ.„Það hefur komið skýrt fram á fundum að það er ekki þjónustan sem við erum að veita núna. Það á að vera eitthvað annað,“ segir Arnþór sem segir ekki alveg liggja ljóst fyrir hvað þetta „annað“ sé. Á meðan ekki liggi fyrir samningur geti SÁÁ ekki gert annað en að loka göngudeildinni á Akureyri enda verði félagið að sníða sér stakk eftir vexti. „Við erum með ákveðinn ramma sem við þurfum að starfa innan og við verðum að passa okkur því að ef við förum fram úr okkar eigin heimildum förum við bara á hausinn,“ segir Arnþór. „Okkar rekstur verður að taka mið af þeim fjármunum sem við höfum, við getum ekki miðað við einhverja fjármuni sem eru upp í einhverju skýi.“Það sé þó þungbært að þurfa að loka deildinni á Akureyri.„Þetta er ofsalega fín eining og okkur þykir mjög vænt um hana,“ segir Arnþór. Það sé leiðinlegt að þurfa að stíga þetta skref eftir að útlit var fyrir að búið væri að tryggja fjármagn í reksturinn.„Þetta er agalegt af því að allt síðasta ár vorum við búin að tilkynna um að það stefndi í þetta. Síðan kemur allt í einu peningur og þá voru ægileg fagnaðarlæti og við sáum fyrir okkur að hægt væri að auka þjónustu og gera miklu meira þannig að þetta er eiginlega helmingi verra en þetta var fyrir ári“ Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Enginn vilji virðist til að halda rekstri SÁÁ á Akureyri áfram SÁÁ mun ekki reka göngudeildarþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins að óbreyttu eftir áramót. 5. september 2018 08:00 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóna framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. Formaður stjórnar SÁÁ segir Sjúkratrygginar Íslands vilja „eitthvað annað“.Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar, vakti athygli á hinni fyrirhuguðu lokun áFacebook í kvöldþar sem hún sagðist vera svekkt, sár og reið yfir ákvörðun SÁÁ.„Þetta er gert þrátt fyrir að meirihluti fjárlaganefndar og heilbrigðisráðherra hafi tryggt fjármuni til reksturs deildarinnar, Akureyrarbær hafi lýst yfir vilja til áframhaldandi stuðnings við göngudeildina og að samningaviðræður hafi verið í gangi milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og SÁÁ,“ skrifar Hilda Jana.Ákveðið var í janúar á síðasta ári að hefja undirbúning að lokun deildarinnar sökum þröngrar rekstrastöðu SÁÁ sem hefur í gegnum tíðina ekki fengið framlag frá ríkinu til reksturs slíkra deilda. Eftir mikla umræðu og þrýsting frá bæjarfulltrúum og hagsmunaðilum á Akureyri lagði meirihluti fjárlaganefndar til að SÁÁ fengi 150 milljónir tímabundið framlag. Var Sjúkratryggingum Íslands falið að ganga til samninga um göngudeildarþjónustu á vegum SÁÁ.„Það bólar ekkert á þeim,“ segir Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, aðspurður um milljónirnar 150 og hvort þær hafi borist SÁÁ svo tryggja megi áframhaldandi rekstur göngudeildarinnar á Akureyri, en SÁÁ starfrækir einnig göngudeild í Reykjavík. Fundahöld SÁÁ og SÍ vegna málsins hafa ekki borið árangur.Ekki liggi ljóst fyrir hvað „eitthvað annað“ sé Segir Arnþór að skýrt hafi komið fram á þeim fundum að SÍ vilji að fjármagnið fylgi samningi um ákveðna þjónustu.Arnþór Jónsson er formaður stjórnar SÁÁ.„Það hefur komið skýrt fram á fundum að það er ekki þjónustan sem við erum að veita núna. Það á að vera eitthvað annað,“ segir Arnþór sem segir ekki alveg liggja ljóst fyrir hvað þetta „annað“ sé. Á meðan ekki liggi fyrir samningur geti SÁÁ ekki gert annað en að loka göngudeildinni á Akureyri enda verði félagið að sníða sér stakk eftir vexti. „Við erum með ákveðinn ramma sem við þurfum að starfa innan og við verðum að passa okkur því að ef við förum fram úr okkar eigin heimildum förum við bara á hausinn,“ segir Arnþór. „Okkar rekstur verður að taka mið af þeim fjármunum sem við höfum, við getum ekki miðað við einhverja fjármuni sem eru upp í einhverju skýi.“Það sé þó þungbært að þurfa að loka deildinni á Akureyri.„Þetta er ofsalega fín eining og okkur þykir mjög vænt um hana,“ segir Arnþór. Það sé leiðinlegt að þurfa að stíga þetta skref eftir að útlit var fyrir að búið væri að tryggja fjármagn í reksturinn.„Þetta er agalegt af því að allt síðasta ár vorum við búin að tilkynna um að það stefndi í þetta. Síðan kemur allt í einu peningur og þá voru ægileg fagnaðarlæti og við sáum fyrir okkur að hægt væri að auka þjónustu og gera miklu meira þannig að þetta er eiginlega helmingi verra en þetta var fyrir ári“
Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Enginn vilji virðist til að halda rekstri SÁÁ á Akureyri áfram SÁÁ mun ekki reka göngudeildarþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins að óbreyttu eftir áramót. 5. september 2018 08:00 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Enginn vilji virðist til að halda rekstri SÁÁ á Akureyri áfram SÁÁ mun ekki reka göngudeildarþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins að óbreyttu eftir áramót. 5. september 2018 08:00
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15