Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 06:52 Vel fór á með þeim Kim Jong-un og Donald Trump í gær. Fundur þeirra í dag varð hins vegar ekki jafn árangursríkur og vonir höfðu staðið til. Getty/Saul Loeb Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. Fundinum er lokið og ekkert varð af fyrirhuguðum sameiginlegum blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum. Trump hefur boðað til blaðamannafundar vegna hinna óvæntu vendinga en sem stendur er ekki vitað hvers vegna fundi leiðtoganna lauk svo snögglega. Trump fór rakleiðis af fundinum ásamt fylgdarliði sínu og sama gerði Kim Jong-Un um klukkan tvö að staðartíma, sjö að íslenskum. Fundinum átti samkvæmt dagskrá að ljúka um klukkan fjögur, eða tveimur tímum síðar. Þá hafði verið búist við því að leiðtogarnir næðu einhvers konar samkomulagi um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu og að mögulega yrði samningur þess efnis einnig undirritaður en ekkert verður af því.Kim Jong Un leaves the Metropole without a joint signing ceremony pic.twitter.com/TefzCfab8J — Oliver Hotham (@OliverHotham) February 28, 2019 Í yfirlýsingu sem Hvíta-húsið sendi frá sér á sjöunda tímanum segir að þrátt fyrir að Trump og Kim hafi átt „góðar og uppbyggilegar samræður í Hanoi“ hafi þeir ekki komist að samkomulagi. Leiðtogarnir hafi til að mynda rætt kjarnorkuafvopnun og efnahagsmál. Þessum samræðum sé hins vegar ekki lokið og að sendinefndir ríkjanna hlakki til að eiga fleri fundi í framtíðinni. Hlutabréfamarkaðir í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum tóku hinum óvæntu fundarslitum illa. Suður-Kóreska vísitalan hefur fallið um rúmt prósent og gert er ráð fyrir að eitthvað svipað verði upp á teningnum þegar markaðir opna vestanhafs. Hér að neðan verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá blaðamannafundi Trump, sem gert er ráð fyrir að hefjist innan skamms. Fréttin verður uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Fundur Trump og Kim hafinn Leiðtogarnir hittust nú fyrir skömmu þar sem þeir fögnuðu hvorum öðrum og héldu svo til kvöldverðar. 27. febrúar 2019 12:00 Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10 Sannfærður um árangur í Hanoi Vel fór á með þeim Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á fyrsta degi leiðtogafundar þeirra í víetnömsku borginni Hanoi í gær. 28. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. Fundinum er lokið og ekkert varð af fyrirhuguðum sameiginlegum blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum. Trump hefur boðað til blaðamannafundar vegna hinna óvæntu vendinga en sem stendur er ekki vitað hvers vegna fundi leiðtoganna lauk svo snögglega. Trump fór rakleiðis af fundinum ásamt fylgdarliði sínu og sama gerði Kim Jong-Un um klukkan tvö að staðartíma, sjö að íslenskum. Fundinum átti samkvæmt dagskrá að ljúka um klukkan fjögur, eða tveimur tímum síðar. Þá hafði verið búist við því að leiðtogarnir næðu einhvers konar samkomulagi um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu og að mögulega yrði samningur þess efnis einnig undirritaður en ekkert verður af því.Kim Jong Un leaves the Metropole without a joint signing ceremony pic.twitter.com/TefzCfab8J — Oliver Hotham (@OliverHotham) February 28, 2019 Í yfirlýsingu sem Hvíta-húsið sendi frá sér á sjöunda tímanum segir að þrátt fyrir að Trump og Kim hafi átt „góðar og uppbyggilegar samræður í Hanoi“ hafi þeir ekki komist að samkomulagi. Leiðtogarnir hafi til að mynda rætt kjarnorkuafvopnun og efnahagsmál. Þessum samræðum sé hins vegar ekki lokið og að sendinefndir ríkjanna hlakki til að eiga fleri fundi í framtíðinni. Hlutabréfamarkaðir í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum tóku hinum óvæntu fundarslitum illa. Suður-Kóreska vísitalan hefur fallið um rúmt prósent og gert er ráð fyrir að eitthvað svipað verði upp á teningnum þegar markaðir opna vestanhafs. Hér að neðan verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá blaðamannafundi Trump, sem gert er ráð fyrir að hefjist innan skamms. Fréttin verður uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Fundur Trump og Kim hafinn Leiðtogarnir hittust nú fyrir skömmu þar sem þeir fögnuðu hvorum öðrum og héldu svo til kvöldverðar. 27. febrúar 2019 12:00 Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10 Sannfærður um árangur í Hanoi Vel fór á með þeim Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á fyrsta degi leiðtogafundar þeirra í víetnömsku borginni Hanoi í gær. 28. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Fundur Trump og Kim hafinn Leiðtogarnir hittust nú fyrir skömmu þar sem þeir fögnuðu hvorum öðrum og héldu svo til kvöldverðar. 27. febrúar 2019 12:00
Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10
Sannfærður um árangur í Hanoi Vel fór á með þeim Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á fyrsta degi leiðtogafundar þeirra í víetnömsku borginni Hanoi í gær. 28. febrúar 2019 06:00