124 þúsund króna munur á árskostnaði fyrir dagvist og mat í grunnskólum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2019 11:13 Ekki er lagt mat á gæði matar eða vistunar í könnuninni. Vísir/Vilhelm Úttekt Verðlagseftirlits ASÍ á gjöldum fyrir skóladagvistun (frístund), síðdegishressingu og skólamáltíðir sýnir að mikill munur getur verið á þeim milli sveitarfélaga. Þannig er 13.744 kr. munur á mánuði á hæstu og lægstu heildargjöldum fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og hádegismat eða 123.696 kr. munur á ári sé miðað við níu mánaða skólaár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Hæst eru gjöldin á Seltjarnarnesi, 38.440 kr. fyrir mánuðinn, 56% hærri en í Fjarðarbyggð þar sem þau eru lægst, 24.696 kr. Mestar hækkanir á heildargjöldum fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og skólamáltíðir milli ára eru á Seltjarnarnesi, 7,3% og Vestmanneyjar koma þar á eftir með 6,7% hækkun. Mestu lækkanirnar eru hjá Fjarðarbyggð, 11,3% og þá lækkuðu heildargjöldin um 2,2% hjá Sveitarfélaginu Árborg. Gjöldin standa í stað í Hafnarfirði og Mosfellsbæ milli ára.Hæstu gjöldin á Seltjarnarnesi, lægstu í Fjarðarbyggð Hæstu gjöld fyrir skóladagvistun, hressingu og hádegismat eru sem fyrr segir á Seltjarnarnesi, 38.440 kr., næst hæst eru þau í Garðabæ, 38.094 kr. og þriðju hæst á Akureyri, 36.771 kr. Lægst eru gjöldin í Fjarðarbyggð, 24.696 kr., næst lægst í Reykjanesbæ 25.338 kr. og þriðju lægst í Vestmannaeyjum, 26.009 kr. Kostnaður við heildargjöld hækka hjá 11 sveitarfélögum af 15. Lægsta verðið á hádegismat hjá Fjarðarbyggð 73% munur er á milli hæsta og lægsta verðs fyrir hádegismat þar sem Fjarðarbyggð er lægst með, 6.300 kr. á mánuði en Ísafjarðarbær hæstur með, 10.899 kr. gjald. Munurinn á hæsta og lægsta verði á hádegismat er því 4.599 kr. á mánuði eða 41.391 kr. á ári (m.v. 9 mánuði). Mestu hækkanirnar á gjöldum fyrir skólamat milli ára eru í Vestmannaeyjum, 7,9%, og á Seltjarnarnesi, 7,4% en aðrar hækkanir voru á bilinu 2,8-3,6%. Fjarðarbyggð er eina sveitarfélagið sem lækkaði verð á skólamat og nam lækkunin 33%. Hæstu systkinaafslættirnir í Reykjavík Systkinaafslættir þar sem afsláttur er af gjöldum ef fleiri en eitt barn úr sömu fjölskyldu er í vistun geta haft mikil áhrif á heildarútgjöld fjölskyldna fyrir skóladagvistun og mat. Afslátturinn er misjafn eftir sveitarfélögum og eykst yfirleitt með fjölda barna. Hæstir eru systkinaafslættirnir í Reykjavík, 75% á annað barn og 100% ef þriðja barnið bætist við í vistun. Lægstir eru þeir hjá Reykjanesbæ þar sem 25% afsláttur er gefin af gjöldum fyrir bæði annað og þriðja barn í vistun. Þess skal getið að öll sveitarfélögin bjóða upp á afslátt af gjöldum milli skólastiga og fá foreldrar með börn á mismunandi skólastigum því afslátt af gjöldum. Lægri fjöld fyrir forgangshópa á fjórum stöðum Fjögur sveitarfélög bjóða upp á lægri gjöld fyrir forgangshópa en misjafnt er hvernig þeim er háttað. Þannig er 30% afsláttur af dvalargjaldi fyrir einstæða foreldra, öryrkja og námsmenn hjá Kópavogsbæ, í Garðabæ er 40% afsláttur fyrir einstæða foreldra og námsmenn, hjá Akraneskaupsstað er 35% afsláttur fyrir einstæða foreldra og á Seltjarnarnesi 40% afsláttur fyrir námsmenn og einstæða foreldra. Samanburðurinn var gerður á 15 stærstu sveitarfélögum landsins. Til að einfalda samanburð milli sveitarfélaga miðar verðlagseftirlit ASÍ við mánaðargjald, 21 dag og vistun í þrjá tíma á dag eða 63 tíma í mánuði ásamt hressingu (x21) og hádegismat (x21). Ávaxtastund og mjólkuráskrift sem oft eru í boði eru ekki með í verðsamanburðinum. Ekki er tekið tillit til seðilgjalda eða annarra innheimtugjalda sem leggjast oft ofan á gjöldin. Einungis er um verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði þjónustunnar. Neytendur Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Úttekt Verðlagseftirlits ASÍ á gjöldum fyrir skóladagvistun (frístund), síðdegishressingu og skólamáltíðir sýnir að mikill munur getur verið á þeim milli sveitarfélaga. Þannig er 13.744 kr. munur á mánuði á hæstu og lægstu heildargjöldum fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og hádegismat eða 123.696 kr. munur á ári sé miðað við níu mánaða skólaár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Hæst eru gjöldin á Seltjarnarnesi, 38.440 kr. fyrir mánuðinn, 56% hærri en í Fjarðarbyggð þar sem þau eru lægst, 24.696 kr. Mestar hækkanir á heildargjöldum fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og skólamáltíðir milli ára eru á Seltjarnarnesi, 7,3% og Vestmanneyjar koma þar á eftir með 6,7% hækkun. Mestu lækkanirnar eru hjá Fjarðarbyggð, 11,3% og þá lækkuðu heildargjöldin um 2,2% hjá Sveitarfélaginu Árborg. Gjöldin standa í stað í Hafnarfirði og Mosfellsbæ milli ára.Hæstu gjöldin á Seltjarnarnesi, lægstu í Fjarðarbyggð Hæstu gjöld fyrir skóladagvistun, hressingu og hádegismat eru sem fyrr segir á Seltjarnarnesi, 38.440 kr., næst hæst eru þau í Garðabæ, 38.094 kr. og þriðju hæst á Akureyri, 36.771 kr. Lægst eru gjöldin í Fjarðarbyggð, 24.696 kr., næst lægst í Reykjanesbæ 25.338 kr. og þriðju lægst í Vestmannaeyjum, 26.009 kr. Kostnaður við heildargjöld hækka hjá 11 sveitarfélögum af 15. Lægsta verðið á hádegismat hjá Fjarðarbyggð 73% munur er á milli hæsta og lægsta verðs fyrir hádegismat þar sem Fjarðarbyggð er lægst með, 6.300 kr. á mánuði en Ísafjarðarbær hæstur með, 10.899 kr. gjald. Munurinn á hæsta og lægsta verði á hádegismat er því 4.599 kr. á mánuði eða 41.391 kr. á ári (m.v. 9 mánuði). Mestu hækkanirnar á gjöldum fyrir skólamat milli ára eru í Vestmannaeyjum, 7,9%, og á Seltjarnarnesi, 7,4% en aðrar hækkanir voru á bilinu 2,8-3,6%. Fjarðarbyggð er eina sveitarfélagið sem lækkaði verð á skólamat og nam lækkunin 33%. Hæstu systkinaafslættirnir í Reykjavík Systkinaafslættir þar sem afsláttur er af gjöldum ef fleiri en eitt barn úr sömu fjölskyldu er í vistun geta haft mikil áhrif á heildarútgjöld fjölskyldna fyrir skóladagvistun og mat. Afslátturinn er misjafn eftir sveitarfélögum og eykst yfirleitt með fjölda barna. Hæstir eru systkinaafslættirnir í Reykjavík, 75% á annað barn og 100% ef þriðja barnið bætist við í vistun. Lægstir eru þeir hjá Reykjanesbæ þar sem 25% afsláttur er gefin af gjöldum fyrir bæði annað og þriðja barn í vistun. Þess skal getið að öll sveitarfélögin bjóða upp á afslátt af gjöldum milli skólastiga og fá foreldrar með börn á mismunandi skólastigum því afslátt af gjöldum. Lægri fjöld fyrir forgangshópa á fjórum stöðum Fjögur sveitarfélög bjóða upp á lægri gjöld fyrir forgangshópa en misjafnt er hvernig þeim er háttað. Þannig er 30% afsláttur af dvalargjaldi fyrir einstæða foreldra, öryrkja og námsmenn hjá Kópavogsbæ, í Garðabæ er 40% afsláttur fyrir einstæða foreldra og námsmenn, hjá Akraneskaupsstað er 35% afsláttur fyrir einstæða foreldra og á Seltjarnarnesi 40% afsláttur fyrir námsmenn og einstæða foreldra. Samanburðurinn var gerður á 15 stærstu sveitarfélögum landsins. Til að einfalda samanburð milli sveitarfélaga miðar verðlagseftirlit ASÍ við mánaðargjald, 21 dag og vistun í þrjá tíma á dag eða 63 tíma í mánuði ásamt hressingu (x21) og hádegismat (x21). Ávaxtastund og mjólkuráskrift sem oft eru í boði eru ekki með í verðsamanburðinum. Ekki er tekið tillit til seðilgjalda eða annarra innheimtugjalda sem leggjast oft ofan á gjöldin. Einungis er um verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði þjónustunnar.
Neytendur Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira