Brýnast að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 14:58 Skýrslan fjallar um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016. vísir/vilhelm Brýnast er að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra en nærri fjögur af hverjum tíu börnum undir lágtekjumörkum eru börn einstæðra foreldra. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016 en Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur, hjá EDDU öndvegissetri vann skýrsluna sem kom út í dag. Í skýrslunni kemur fram að þó að lífskjör barna á Íslandi séu á heildina litið góð þá séu engu að síður vandamál til staðar sem séu óleyst. Þar sé brýnast að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra, eins og áður segir, en einnig þarf að huga að börnum öryrkja. Þá hafi staðan á húsnæðismarkaði veruleg áhrif á lífskjör barna og þá sérstaklega börn einstæðra foreldra og öryrkja. „Allur þorri einstæðra foreldra er í neðri helmingi tekjudreifingarinnar. Þá hefur húsnæðiskostnaður meiri áhrif á fátækt barna einstæðra foreldra en barna sem búa á annarskonar heimilum. Vandi einstæðra foreldra er tvíþættur. Þeir eru eina fyrirvinna heimilis síns og bera aukna umönnunarbyrði sem hamlar þeim frá að afla aukatekna,“ segir meðal annars í skýrslunni.Þróun barnabóta jók á vandann eftir hrun Tímabilið sem skýrslan tekur til er tólf ár en inn í það kemur hrunið 2008. Samkvæmt skýrslunni versnuðu lífskjör barna hlutfallslega meira en lífskjör eftirlaunaþega og öryrkja í kjölfar hrunsins. Þá áttu börn lengra í land árið 2016 en aðrir hópar með að ná aftur þeim lífskjörum sem þau höfðu árið 2008. „Versnandi lífskjör barna á Íslandi í kreppunni skýrast að mestu af því að atvinnutekjur heimila þeirra lækkuðu. Félagslegar greiðslur á borð við barnabætur, fæðingarorlofsgreiðslur og húsaleigubætur gerðu lítið til að draga úr áfallinu og raunar jók þróun barnabóta á vandann, ef eitthvað er. Batnandi lífskjör barna eftir að kreppunni lauk skýrast einnig að stærstu leyti af vaxandi atvinnutekjum heimila þeirra eftir að uppsveiflan hófst á ný. Aftur á móti vann þróun félagslegra greiðslna á borð við barnabætur, fæðingarorlofsgreiðslur og húsaleigubætur á móti batanum,“ segir í frétt á vef stjórnarráðsins um skýrsluna. Í lok skýrslunnar setur höfundur hennar fram fjórar tillögur til úrbóta: að brúa umönnunarbilið, að auka tilfærslur til einstæðra foreldra, ókeypis skólamáltíðir fyrir börn sem búa við fjárhagsþrengingar og að niðurgreiðslur til tómstundastarfs barna sem búa við fjárhagsþrengingar verði auknar.Skýrsluna má nálgast hér. Félagsmál Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Brýnast er að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra en nærri fjögur af hverjum tíu börnum undir lágtekjumörkum eru börn einstæðra foreldra. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um lífskjör og fátækt barna á Íslandi á árunum 2004 til 2016 en Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur, hjá EDDU öndvegissetri vann skýrsluna sem kom út í dag. Í skýrslunni kemur fram að þó að lífskjör barna á Íslandi séu á heildina litið góð þá séu engu að síður vandamál til staðar sem séu óleyst. Þar sé brýnast að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra, eins og áður segir, en einnig þarf að huga að börnum öryrkja. Þá hafi staðan á húsnæðismarkaði veruleg áhrif á lífskjör barna og þá sérstaklega börn einstæðra foreldra og öryrkja. „Allur þorri einstæðra foreldra er í neðri helmingi tekjudreifingarinnar. Þá hefur húsnæðiskostnaður meiri áhrif á fátækt barna einstæðra foreldra en barna sem búa á annarskonar heimilum. Vandi einstæðra foreldra er tvíþættur. Þeir eru eina fyrirvinna heimilis síns og bera aukna umönnunarbyrði sem hamlar þeim frá að afla aukatekna,“ segir meðal annars í skýrslunni.Þróun barnabóta jók á vandann eftir hrun Tímabilið sem skýrslan tekur til er tólf ár en inn í það kemur hrunið 2008. Samkvæmt skýrslunni versnuðu lífskjör barna hlutfallslega meira en lífskjör eftirlaunaþega og öryrkja í kjölfar hrunsins. Þá áttu börn lengra í land árið 2016 en aðrir hópar með að ná aftur þeim lífskjörum sem þau höfðu árið 2008. „Versnandi lífskjör barna á Íslandi í kreppunni skýrast að mestu af því að atvinnutekjur heimila þeirra lækkuðu. Félagslegar greiðslur á borð við barnabætur, fæðingarorlofsgreiðslur og húsaleigubætur gerðu lítið til að draga úr áfallinu og raunar jók þróun barnabóta á vandann, ef eitthvað er. Batnandi lífskjör barna eftir að kreppunni lauk skýrast einnig að stærstu leyti af vaxandi atvinnutekjum heimila þeirra eftir að uppsveiflan hófst á ný. Aftur á móti vann þróun félagslegra greiðslna á borð við barnabætur, fæðingarorlofsgreiðslur og húsaleigubætur á móti batanum,“ segir í frétt á vef stjórnarráðsins um skýrsluna. Í lok skýrslunnar setur höfundur hennar fram fjórar tillögur til úrbóta: að brúa umönnunarbilið, að auka tilfærslur til einstæðra foreldra, ókeypis skólamáltíðir fyrir börn sem búa við fjárhagsþrengingar og að niðurgreiðslur til tómstundastarfs barna sem búa við fjárhagsþrengingar verði auknar.Skýrsluna má nálgast hér.
Félagsmál Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira