Ekki farið að öllum verklagsreglum í kynferðisbrotamáli fatlaðrar konu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. febrúar 2019 19:00 Ekki var farið að öllum verklagsreglum þegar skýrsla var tekin af ungri fatlaðri konu eftir að grunur vaknaði um að hún hefði verið beitt kynferðisofbeldi af starfsmanni á skammtímaheimili á vegum Reykjavíkurborgar. Sviðsstjóri Velferðarsviðs borgarinnar harmar málið sem sé litið mjög alvarlegum augum. Á dögunum greindum við frá því að starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fötluð börn og ungt fólk á vegum Reykjavíkurborgar væri til rannsóknar hjá lögreglu, grunaður um kynferðisbrot gegn ungri konur sem dvaldi á heimilinu. Meint atvik á að hafa gerst þegar starfsmaðurinn baðaði konuna en hún er flogaveik og með þroskaskerðingu. Móðir konunnar sagði í fréttum okkar í gær að hún væri ósátt við vinnubrögð borgarinnar í málinu. Dóttir hennar hafi verið boðuð í skýrslutöku hjá borginni sem hafi verið staðið ófagmannalega að og ekki tekið tillit til fötlunarinnar. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, harmar það og segir að ákveðnum ferlum sé fylgt í málum þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið gegn fötluðu fólki. „Nú í þessu máli þá er farið eftir verklagsreglum nema, og mér þykir það mjög miður, að réttagæslumaður var ekki kallaður til.“ „En ég er hugsi eftir að þetta mál kom upp hvort að við þurfum ekki að fá ákveðna lagabreytingu og setja upp starfsemi sem er svipuð og barnahús varðandi fatlaða einstaklinga,“ segir Regína en í barnaverndarmálum eru kynferðisbrot strax tilkynnt til lögreglu. Hún sé sammála móðurinni um að það sé öruggari leið að lögregla taki fyrsta viðtalið til að fá réttustu myndina af atburðarásinni. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Móðir fatlaðrar konu ósátt við vinnubrögð vegna meints kynferðisofbeldis Móðir konunnar segir að það hafi verið staðið ófagmannlega að skýrslutöku og ekki tekið tillit til fötlunar dóttur sinnar. 27. febrúar 2019 19:00 Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. 26. febrúar 2019 18:30 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Sjá meira
Ekki var farið að öllum verklagsreglum þegar skýrsla var tekin af ungri fatlaðri konu eftir að grunur vaknaði um að hún hefði verið beitt kynferðisofbeldi af starfsmanni á skammtímaheimili á vegum Reykjavíkurborgar. Sviðsstjóri Velferðarsviðs borgarinnar harmar málið sem sé litið mjög alvarlegum augum. Á dögunum greindum við frá því að starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fötluð börn og ungt fólk á vegum Reykjavíkurborgar væri til rannsóknar hjá lögreglu, grunaður um kynferðisbrot gegn ungri konur sem dvaldi á heimilinu. Meint atvik á að hafa gerst þegar starfsmaðurinn baðaði konuna en hún er flogaveik og með þroskaskerðingu. Móðir konunnar sagði í fréttum okkar í gær að hún væri ósátt við vinnubrögð borgarinnar í málinu. Dóttir hennar hafi verið boðuð í skýrslutöku hjá borginni sem hafi verið staðið ófagmannalega að og ekki tekið tillit til fötlunarinnar. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, harmar það og segir að ákveðnum ferlum sé fylgt í málum þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið gegn fötluðu fólki. „Nú í þessu máli þá er farið eftir verklagsreglum nema, og mér þykir það mjög miður, að réttagæslumaður var ekki kallaður til.“ „En ég er hugsi eftir að þetta mál kom upp hvort að við þurfum ekki að fá ákveðna lagabreytingu og setja upp starfsemi sem er svipuð og barnahús varðandi fatlaða einstaklinga,“ segir Regína en í barnaverndarmálum eru kynferðisbrot strax tilkynnt til lögreglu. Hún sé sammála móðurinni um að það sé öruggari leið að lögregla taki fyrsta viðtalið til að fá réttustu myndina af atburðarásinni.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Móðir fatlaðrar konu ósátt við vinnubrögð vegna meints kynferðisofbeldis Móðir konunnar segir að það hafi verið staðið ófagmannlega að skýrslutöku og ekki tekið tillit til fötlunar dóttur sinnar. 27. febrúar 2019 19:00 Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. 26. febrúar 2019 18:30 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Sjá meira
Móðir fatlaðrar konu ósátt við vinnubrögð vegna meints kynferðisofbeldis Móðir konunnar segir að það hafi verið staðið ófagmannlega að skýrslutöku og ekki tekið tillit til fötlunar dóttur sinnar. 27. febrúar 2019 19:00
Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. 26. febrúar 2019 18:30