Einar: Þetta er engin ríkisstjórn Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 21:46 Einar er alltaf hress. vísir/vilhelm „Það er óhætt að segja það að frammistaðan var alls ekki góð,“ sagði Einar Jónsson, þjáfari Gróttu, eftir tap Gróttu gegn Fram á heimavelli í kvöld. „Við byrjuðum mjög illa, vorum staðir sóknarlega og varnarlega vorum við ekki sjálfum okkur líkir. Við vorum að tapa stöðum sem við erum ekki vanir að tapa og vorum á eftir þeim í öllum aðgerðum.“ sagði Einar Vörn og markvarsla hefur oftar en ekki hjálpað Gróttu á tímabilinu en hvorki vörnin né markvarslan datt inn í dag hjá þeim. Einar vildi ekki skella skuldinni á markverði liðsins en segir það hafa verið ansi óheppilegt að velja þennan leik „Vörnin var nátturlega bara léleg í fyrri hálfleik og þar af leiðandi var markvarslan ekki góð heldur. Auðvitað hefði ég alveg viljað sjá betri markvörslu en anskotinn hafi það Hreiðar er búinn að vera frábær í vetur og dettur svo inná einn slakan leik. Óheppilegt að það skuli akkúrat vera þessi leikur en ég ætla ekki að skella skuldinni á hann.“ Bjartur Guðmundsson, leikmaður Gróttu, fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik eftir að hafa slegið Þorgrím Smára Ólafsson í andlitið. Það var lítið við þeim dómi að segja en Einar og hans menn voru ósáttir á bekknum þegar Þorsteinn Gauti braut á Magnúsi Öder skömmu síðar. Einar sagðist hafa viljað sjá rautt á meðan leik stóð en eftir á að hyggja hafi það líklega ekki verið réttur dómur. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað sjá rautt spjald en ég er ekki viss um að það hefði verið réttur dómur. Toni (Anton Gylfi Pálsson) útskýrði það ágætlega fyrir mér hvað gerðist, ég treysti honum fullkomlega fyrir því.“ Það er enn ein pásan framundan segir Einar en nú eru rúmar tvær vikur í næsta leik. Einar hefur þá góðan tíma til að undirbúa liðið fyrir aðra hörku viðureign er þeir mæta Akureyri í næstu umferð. „Við þurfum að vera betri en við vorum í dag, þessi frammistaða dugar ekki til þess að vinna neitt lið í deildinni.“ En getur Grótta haldið sér uppi í deildinni? „Að sjálfsögðu, það eru fimm leikir eftir af mótinu held ég. Við getum unnið öll þessi lið sem við eigum eftir að keppa á móti en til þess þurfum við að spila miklu betur en í dag. Ég ætla ekki að fara að fella liðið í beinni útsendingu, þetta er engin ríkisstjórn, við bara höldum áfram og sjáum svo hvað setur,“ segir Einar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Fram 18-24 │Fram skildi Gróttu eftir á botninum Fram hafði betur í fallbaráttuslagnum með 6 mörkum, 18-24. 28. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Körfubolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
„Það er óhætt að segja það að frammistaðan var alls ekki góð,“ sagði Einar Jónsson, þjáfari Gróttu, eftir tap Gróttu gegn Fram á heimavelli í kvöld. „Við byrjuðum mjög illa, vorum staðir sóknarlega og varnarlega vorum við ekki sjálfum okkur líkir. Við vorum að tapa stöðum sem við erum ekki vanir að tapa og vorum á eftir þeim í öllum aðgerðum.“ sagði Einar Vörn og markvarsla hefur oftar en ekki hjálpað Gróttu á tímabilinu en hvorki vörnin né markvarslan datt inn í dag hjá þeim. Einar vildi ekki skella skuldinni á markverði liðsins en segir það hafa verið ansi óheppilegt að velja þennan leik „Vörnin var nátturlega bara léleg í fyrri hálfleik og þar af leiðandi var markvarslan ekki góð heldur. Auðvitað hefði ég alveg viljað sjá betri markvörslu en anskotinn hafi það Hreiðar er búinn að vera frábær í vetur og dettur svo inná einn slakan leik. Óheppilegt að það skuli akkúrat vera þessi leikur en ég ætla ekki að skella skuldinni á hann.“ Bjartur Guðmundsson, leikmaður Gróttu, fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik eftir að hafa slegið Þorgrím Smára Ólafsson í andlitið. Það var lítið við þeim dómi að segja en Einar og hans menn voru ósáttir á bekknum þegar Þorsteinn Gauti braut á Magnúsi Öder skömmu síðar. Einar sagðist hafa viljað sjá rautt á meðan leik stóð en eftir á að hyggja hafi það líklega ekki verið réttur dómur. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað sjá rautt spjald en ég er ekki viss um að það hefði verið réttur dómur. Toni (Anton Gylfi Pálsson) útskýrði það ágætlega fyrir mér hvað gerðist, ég treysti honum fullkomlega fyrir því.“ Það er enn ein pásan framundan segir Einar en nú eru rúmar tvær vikur í næsta leik. Einar hefur þá góðan tíma til að undirbúa liðið fyrir aðra hörku viðureign er þeir mæta Akureyri í næstu umferð. „Við þurfum að vera betri en við vorum í dag, þessi frammistaða dugar ekki til þess að vinna neitt lið í deildinni.“ En getur Grótta haldið sér uppi í deildinni? „Að sjálfsögðu, það eru fimm leikir eftir af mótinu held ég. Við getum unnið öll þessi lið sem við eigum eftir að keppa á móti en til þess þurfum við að spila miklu betur en í dag. Ég ætla ekki að fara að fella liðið í beinni útsendingu, þetta er engin ríkisstjórn, við bara höldum áfram og sjáum svo hvað setur,“ segir Einar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Fram 18-24 │Fram skildi Gróttu eftir á botninum Fram hafði betur í fallbaráttuslagnum með 6 mörkum, 18-24. 28. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Körfubolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Fram 18-24 │Fram skildi Gróttu eftir á botninum Fram hafði betur í fallbaráttuslagnum með 6 mörkum, 18-24. 28. febrúar 2019 22:15