Einar: Þetta er engin ríkisstjórn Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 21:46 Einar er alltaf hress. vísir/vilhelm „Það er óhætt að segja það að frammistaðan var alls ekki góð,“ sagði Einar Jónsson, þjáfari Gróttu, eftir tap Gróttu gegn Fram á heimavelli í kvöld. „Við byrjuðum mjög illa, vorum staðir sóknarlega og varnarlega vorum við ekki sjálfum okkur líkir. Við vorum að tapa stöðum sem við erum ekki vanir að tapa og vorum á eftir þeim í öllum aðgerðum.“ sagði Einar Vörn og markvarsla hefur oftar en ekki hjálpað Gróttu á tímabilinu en hvorki vörnin né markvarslan datt inn í dag hjá þeim. Einar vildi ekki skella skuldinni á markverði liðsins en segir það hafa verið ansi óheppilegt að velja þennan leik „Vörnin var nátturlega bara léleg í fyrri hálfleik og þar af leiðandi var markvarslan ekki góð heldur. Auðvitað hefði ég alveg viljað sjá betri markvörslu en anskotinn hafi það Hreiðar er búinn að vera frábær í vetur og dettur svo inná einn slakan leik. Óheppilegt að það skuli akkúrat vera þessi leikur en ég ætla ekki að skella skuldinni á hann.“ Bjartur Guðmundsson, leikmaður Gróttu, fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik eftir að hafa slegið Þorgrím Smára Ólafsson í andlitið. Það var lítið við þeim dómi að segja en Einar og hans menn voru ósáttir á bekknum þegar Þorsteinn Gauti braut á Magnúsi Öder skömmu síðar. Einar sagðist hafa viljað sjá rautt á meðan leik stóð en eftir á að hyggja hafi það líklega ekki verið réttur dómur. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað sjá rautt spjald en ég er ekki viss um að það hefði verið réttur dómur. Toni (Anton Gylfi Pálsson) útskýrði það ágætlega fyrir mér hvað gerðist, ég treysti honum fullkomlega fyrir því.“ Það er enn ein pásan framundan segir Einar en nú eru rúmar tvær vikur í næsta leik. Einar hefur þá góðan tíma til að undirbúa liðið fyrir aðra hörku viðureign er þeir mæta Akureyri í næstu umferð. „Við þurfum að vera betri en við vorum í dag, þessi frammistaða dugar ekki til þess að vinna neitt lið í deildinni.“ En getur Grótta haldið sér uppi í deildinni? „Að sjálfsögðu, það eru fimm leikir eftir af mótinu held ég. Við getum unnið öll þessi lið sem við eigum eftir að keppa á móti en til þess þurfum við að spila miklu betur en í dag. Ég ætla ekki að fara að fella liðið í beinni útsendingu, þetta er engin ríkisstjórn, við bara höldum áfram og sjáum svo hvað setur,“ segir Einar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Fram 18-24 │Fram skildi Gróttu eftir á botninum Fram hafði betur í fallbaráttuslagnum með 6 mörkum, 18-24. 28. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Sjá meira
„Það er óhætt að segja það að frammistaðan var alls ekki góð,“ sagði Einar Jónsson, þjáfari Gróttu, eftir tap Gróttu gegn Fram á heimavelli í kvöld. „Við byrjuðum mjög illa, vorum staðir sóknarlega og varnarlega vorum við ekki sjálfum okkur líkir. Við vorum að tapa stöðum sem við erum ekki vanir að tapa og vorum á eftir þeim í öllum aðgerðum.“ sagði Einar Vörn og markvarsla hefur oftar en ekki hjálpað Gróttu á tímabilinu en hvorki vörnin né markvarslan datt inn í dag hjá þeim. Einar vildi ekki skella skuldinni á markverði liðsins en segir það hafa verið ansi óheppilegt að velja þennan leik „Vörnin var nátturlega bara léleg í fyrri hálfleik og þar af leiðandi var markvarslan ekki góð heldur. Auðvitað hefði ég alveg viljað sjá betri markvörslu en anskotinn hafi það Hreiðar er búinn að vera frábær í vetur og dettur svo inná einn slakan leik. Óheppilegt að það skuli akkúrat vera þessi leikur en ég ætla ekki að skella skuldinni á hann.“ Bjartur Guðmundsson, leikmaður Gróttu, fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik eftir að hafa slegið Þorgrím Smára Ólafsson í andlitið. Það var lítið við þeim dómi að segja en Einar og hans menn voru ósáttir á bekknum þegar Þorsteinn Gauti braut á Magnúsi Öder skömmu síðar. Einar sagðist hafa viljað sjá rautt á meðan leik stóð en eftir á að hyggja hafi það líklega ekki verið réttur dómur. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað sjá rautt spjald en ég er ekki viss um að það hefði verið réttur dómur. Toni (Anton Gylfi Pálsson) útskýrði það ágætlega fyrir mér hvað gerðist, ég treysti honum fullkomlega fyrir því.“ Það er enn ein pásan framundan segir Einar en nú eru rúmar tvær vikur í næsta leik. Einar hefur þá góðan tíma til að undirbúa liðið fyrir aðra hörku viðureign er þeir mæta Akureyri í næstu umferð. „Við þurfum að vera betri en við vorum í dag, þessi frammistaða dugar ekki til þess að vinna neitt lið í deildinni.“ En getur Grótta haldið sér uppi í deildinni? „Að sjálfsögðu, það eru fimm leikir eftir af mótinu held ég. Við getum unnið öll þessi lið sem við eigum eftir að keppa á móti en til þess þurfum við að spila miklu betur en í dag. Ég ætla ekki að fara að fella liðið í beinni útsendingu, þetta er engin ríkisstjórn, við bara höldum áfram og sjáum svo hvað setur,“ segir Einar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Fram 18-24 │Fram skildi Gróttu eftir á botninum Fram hafði betur í fallbaráttuslagnum með 6 mörkum, 18-24. 28. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Fram 18-24 │Fram skildi Gróttu eftir á botninum Fram hafði betur í fallbaráttuslagnum með 6 mörkum, 18-24. 28. febrúar 2019 22:15