Geislandi Meghan í Marokkó Elín Albertsdóttir skrifar 1. mars 2019 11:45 Sportklæðnaðurinn var tekinn fram þegar þau heimsóttu hestabúgarð en þar fer fram stuðningur við börn með sérþarfir. Hertogahjónin af Sussex, Harry prins og Meghan Markle, hafa undanfarna daga verið á ferðalagi um Marokkó. Meghan, sem á von á sínu fyrsta barni í lok apríl, blómstrar á meðgöngunni. Meghan var í fallegum kjól frá Dior, skreyttum steinum þegar hún heimsótti sendiherra Bretlands í Marokkó.Meghan Markle sem er 37 ára er sannarlega glæsileg og vekur hvarvetna athygli þar sem hún kemur ásamt eiginmanni sínum, Harry. Konungleg heimsókn hjónanna til Marokkó hófst á laugardag en það var krónprinsinn Moulay Hassan, 15 ára, sem tók á móti þeim. Svartur kjóll frá Loyd/Ford og hvítur jakki yfir. Meghan þykir alltaf einstaklega smekklega klædd og lætur óléttuna ekkert breyta því. Þarna eru þau hjón á leiðinni í heimsókn í Andalusian-garðinn í Marokkó.Harry og Meghan sátu glæsilegar veislur þar sem hún skartaði dýrindis hönnunarkjólum, meðal annars hjá konunginum, Mohammed VI. Einnig lá leið þeirra í barnaskóla þar sem þau heilsuðu upp á börnin og kennara þeirra. Þá heimsóttu þau þarlenda jafnréttisstofu sem berst fyrir jöfnum rétti kynjanna til náms.Hjónin voru bæði bláklædd þegar þau fóru í konunglega veislu hjá konungi Marokkó, Mohammed VI. Meghan var í kjól frá Carolina Herrera. Takið eftir bláu skónum hans sem eru í stíl við kjólinn hennar.Íbúar fögnuðu hjónunum hvar sem þau komu og veifuðu fánum. Þau virtust afslöppuð og hamingjusöm. Sautján ára gömul stúlka, Samira, gaf Meghan henna-tattú á hægri hönd til að fagna því að hún væri barnshafandi en það er siður í Marokkó. Tattúið á að færa barninu hamingju. Sumir hafa spurt hvort það sé í lagi fyrir konu komna þetta langt á leið að vera á slíku ferðalagi. Talsmaður hallarinnar segir að það sé í lagi að ferðast flugleiðis allt að 36. viku meðgöngu. Þetta er ekki fyrsta ferð Meghan á meðgöngunni því þau hjónin fóru í 16 daga konunglega ferð til Ástralíu, Nýja-Sjálands, Tonga og Fídjí í október. Þá fór Meghan til New York í síðustu viku til að hitta vinkonur sínar. Það má því með sanni segja að þetta séu annasamir dagar hjá hertogaynjunni. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kóngafólk Marokkó Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Hertogahjónin af Sussex, Harry prins og Meghan Markle, hafa undanfarna daga verið á ferðalagi um Marokkó. Meghan, sem á von á sínu fyrsta barni í lok apríl, blómstrar á meðgöngunni. Meghan var í fallegum kjól frá Dior, skreyttum steinum þegar hún heimsótti sendiherra Bretlands í Marokkó.Meghan Markle sem er 37 ára er sannarlega glæsileg og vekur hvarvetna athygli þar sem hún kemur ásamt eiginmanni sínum, Harry. Konungleg heimsókn hjónanna til Marokkó hófst á laugardag en það var krónprinsinn Moulay Hassan, 15 ára, sem tók á móti þeim. Svartur kjóll frá Loyd/Ford og hvítur jakki yfir. Meghan þykir alltaf einstaklega smekklega klædd og lætur óléttuna ekkert breyta því. Þarna eru þau hjón á leiðinni í heimsókn í Andalusian-garðinn í Marokkó.Harry og Meghan sátu glæsilegar veislur þar sem hún skartaði dýrindis hönnunarkjólum, meðal annars hjá konunginum, Mohammed VI. Einnig lá leið þeirra í barnaskóla þar sem þau heilsuðu upp á börnin og kennara þeirra. Þá heimsóttu þau þarlenda jafnréttisstofu sem berst fyrir jöfnum rétti kynjanna til náms.Hjónin voru bæði bláklædd þegar þau fóru í konunglega veislu hjá konungi Marokkó, Mohammed VI. Meghan var í kjól frá Carolina Herrera. Takið eftir bláu skónum hans sem eru í stíl við kjólinn hennar.Íbúar fögnuðu hjónunum hvar sem þau komu og veifuðu fánum. Þau virtust afslöppuð og hamingjusöm. Sautján ára gömul stúlka, Samira, gaf Meghan henna-tattú á hægri hönd til að fagna því að hún væri barnshafandi en það er siður í Marokkó. Tattúið á að færa barninu hamingju. Sumir hafa spurt hvort það sé í lagi fyrir konu komna þetta langt á leið að vera á slíku ferðalagi. Talsmaður hallarinnar segir að það sé í lagi að ferðast flugleiðis allt að 36. viku meðgöngu. Þetta er ekki fyrsta ferð Meghan á meðgöngunni því þau hjónin fóru í 16 daga konunglega ferð til Ástralíu, Nýja-Sjálands, Tonga og Fídjí í október. Þá fór Meghan til New York í síðustu viku til að hitta vinkonur sínar. Það má því með sanni segja að þetta séu annasamir dagar hjá hertogaynjunni.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kóngafólk Marokkó Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira