Stærstu nöfnin í rappsenunni vildu ekki koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. febrúar 2019 20:59 Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino eru allir tilnefndir til Grammy-verðlaunanna en þeir gátu ekki hugsað sér að koma fram á hátíðinni. Getty/samsett Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fer fram í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. Grammy-verðlaunin verða afhend í 61 skipti og verða í beinni útsendingu á RÚV klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Hátíðin mun standa yfir í rúmar þrjár klukkustundir og fer fram í Staples-Center höllinni í Los Angeles. Ástæðan er sú að þeim finnst akademían ekki meta rappsenuna að verðleikum því þrátt fyrir að fá fjölda tilnefningar hreppi jafnvel fremstu listamenn senunnar sjaldnast virtustu verðlaunin á hátíðinni. Ken Ehrlich, skipuleggjandi, sagði að þeim hefði öllum þremur verið boðið að koma fram á hátíðinni en að þeir hefðu hafnað tilboðinu. Grammy-verðlaunahátíðin hefur undanfarin ár verið harðlega gagnrýnd bæði fyrir skort á fjölbreytni og fyrir að gefa rapp senunni ekki nægan gaum. Aðdáendur Jay-Z voru forviða eftir hátíðina í fyrra þegar rapparinn hlaut engin verðlaun þrátt fyrir að hafa hlotið fjölda tilnefningar. Í fyrra laut rapparinn Kendrick Lamar í lægra haldi fyrir poppstjörnunni Bruno Mars í flokki Bestu plötu ársins þrátt fyrir að Kendrick Lamar hafi hlotið fyrir hin virtu Pulitzer-verðlaun fyrir plötuna sína DAMN. og hún verið valin plata ársins af mörgum helstu tónlistartímaritunum. Ariana Grande hafnaði þá einnig boði um að koma fram á hátíðinni því henni fannst skipuleggjandi hátíðarinnar hafa verið of stjórnsamur og ekki veitt henni listrænt frelsi. Cardi B, Travis Scott, Shawn Mendes, Miley Cyrus og Lady Gaga verða á meðal þeirra listamanna sem stíga á svið í kvöld en hátíðin þykir hin glæsilegasta. Alicia Keys er kynnir kvöldsins.Hér er hægt að kynna sér tilnefningarnar. Tónlist Tengdar fréttir Björk tilnefnd til Grammy verðlauna í fimmtánda sinn Björk er tilnefnd fyrir plötuna Utopia en hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað í ár. 14. desember 2018 13:00 Grammy-tilnefningar: Kendrick fyrirferðarmestur á meðan konur sækja í sig veðrið Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. 8. desember 2018 10:30 Alicia Keys verður kynnir á Grammy: Trylltist úr gleði þegar hún var spurð Forsvarsmenn Grammy-verðlaunanna hafa ákveðið hver verði kynnir aðalkvöldsins þann 10. febrúar næstkomandi og verður það söngkonan Alicia Keys. 15. janúar 2019 16:30 Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Kendrick Lamar, Drake og Childish Gambino höfnuðu boði um að koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fer fram í nótt þrátt fyrir að vera allir tilnefndir til verðlauna. Grammy-verðlaunin verða afhend í 61 skipti og verða í beinni útsendingu á RÚV klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Hátíðin mun standa yfir í rúmar þrjár klukkustundir og fer fram í Staples-Center höllinni í Los Angeles. Ástæðan er sú að þeim finnst akademían ekki meta rappsenuna að verðleikum því þrátt fyrir að fá fjölda tilnefningar hreppi jafnvel fremstu listamenn senunnar sjaldnast virtustu verðlaunin á hátíðinni. Ken Ehrlich, skipuleggjandi, sagði að þeim hefði öllum þremur verið boðið að koma fram á hátíðinni en að þeir hefðu hafnað tilboðinu. Grammy-verðlaunahátíðin hefur undanfarin ár verið harðlega gagnrýnd bæði fyrir skort á fjölbreytni og fyrir að gefa rapp senunni ekki nægan gaum. Aðdáendur Jay-Z voru forviða eftir hátíðina í fyrra þegar rapparinn hlaut engin verðlaun þrátt fyrir að hafa hlotið fjölda tilnefningar. Í fyrra laut rapparinn Kendrick Lamar í lægra haldi fyrir poppstjörnunni Bruno Mars í flokki Bestu plötu ársins þrátt fyrir að Kendrick Lamar hafi hlotið fyrir hin virtu Pulitzer-verðlaun fyrir plötuna sína DAMN. og hún verið valin plata ársins af mörgum helstu tónlistartímaritunum. Ariana Grande hafnaði þá einnig boði um að koma fram á hátíðinni því henni fannst skipuleggjandi hátíðarinnar hafa verið of stjórnsamur og ekki veitt henni listrænt frelsi. Cardi B, Travis Scott, Shawn Mendes, Miley Cyrus og Lady Gaga verða á meðal þeirra listamanna sem stíga á svið í kvöld en hátíðin þykir hin glæsilegasta. Alicia Keys er kynnir kvöldsins.Hér er hægt að kynna sér tilnefningarnar.
Tónlist Tengdar fréttir Björk tilnefnd til Grammy verðlauna í fimmtánda sinn Björk er tilnefnd fyrir plötuna Utopia en hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað í ár. 14. desember 2018 13:00 Grammy-tilnefningar: Kendrick fyrirferðarmestur á meðan konur sækja í sig veðrið Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. 8. desember 2018 10:30 Alicia Keys verður kynnir á Grammy: Trylltist úr gleði þegar hún var spurð Forsvarsmenn Grammy-verðlaunanna hafa ákveðið hver verði kynnir aðalkvöldsins þann 10. febrúar næstkomandi og verður það söngkonan Alicia Keys. 15. janúar 2019 16:30 Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Björk tilnefnd til Grammy verðlauna í fimmtánda sinn Björk er tilnefnd fyrir plötuna Utopia en hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað í ár. 14. desember 2018 13:00
Grammy-tilnefningar: Kendrick fyrirferðarmestur á meðan konur sækja í sig veðrið Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. 8. desember 2018 10:30
Alicia Keys verður kynnir á Grammy: Trylltist úr gleði þegar hún var spurð Forsvarsmenn Grammy-verðlaunanna hafa ákveðið hver verði kynnir aðalkvöldsins þann 10. febrúar næstkomandi og verður það söngkonan Alicia Keys. 15. janúar 2019 16:30
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“