Laumað í blaðatætarann Egill Þór Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 07:00 Þegar ráðist verður í umferðarlausnir við gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar verður það til mikilla hagsbóta fyrir borgarbúa og aðra sem eiga leið um þessi fjölförnu gatnamót dag hvern. Alla virka daga myndast þar mikil umferðarteppa á morgnana í átt að Sæbraut og vestur í bæ með tilheyrandi töfum og umhverfismengun. Seinnipartinn er sömu sögu að segja nema í hina áttina. Árið 2012 sömdu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu við ríkið um framkvæmdastopp á stórum og dýrum framkvæmdum í vegagerð vegna samdráttar eftir kreppuna. Þessi samningur átti að auka hlutdeild almenningssamgangna og var stóraukið fjármagn sett í Strætó eða um milljarður ár hvert. Því miður gekk það verkefni ekki eins vel og vonast var eftir en öllum er ljóst að aukin hlutdeild almenningssamgangna í umferðinni er öllum vegfarendum til góðs. Í minnisblaði frá árinu 2012 sem fylgdi kynningu á samningnum um framkvæmdastoppið kemur orðrétt fram að „undantekning frá þessu eru mislægu gatnamótin við Bústaðaveg sem eru ein slysamestu gatnamótin á svæðinu, en ekki hefur náðst samkomulag um útfærslu þeirra“. Árið 2017 var tillaga Sjálfstæðismanna samþykkt einróma í borgarstjórn um að taka upp viðræður við Vegagerðina um útfærslu gatnamótanna í því skyni að greiða fyrir umferð, draga úr mengun og auka umferðaröryggi. Engar fregnir hafa borist af framvindu þessa máls. Má þannig leiða líkur að því að tillögunni hafi verið laumað í blaðatætarann í Ráðhúsi Reykjavíkur, eða eytt af harða drifi borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Egill Þór Jónsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þegar ráðist verður í umferðarlausnir við gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar verður það til mikilla hagsbóta fyrir borgarbúa og aðra sem eiga leið um þessi fjölförnu gatnamót dag hvern. Alla virka daga myndast þar mikil umferðarteppa á morgnana í átt að Sæbraut og vestur í bæ með tilheyrandi töfum og umhverfismengun. Seinnipartinn er sömu sögu að segja nema í hina áttina. Árið 2012 sömdu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu við ríkið um framkvæmdastopp á stórum og dýrum framkvæmdum í vegagerð vegna samdráttar eftir kreppuna. Þessi samningur átti að auka hlutdeild almenningssamgangna og var stóraukið fjármagn sett í Strætó eða um milljarður ár hvert. Því miður gekk það verkefni ekki eins vel og vonast var eftir en öllum er ljóst að aukin hlutdeild almenningssamgangna í umferðinni er öllum vegfarendum til góðs. Í minnisblaði frá árinu 2012 sem fylgdi kynningu á samningnum um framkvæmdastoppið kemur orðrétt fram að „undantekning frá þessu eru mislægu gatnamótin við Bústaðaveg sem eru ein slysamestu gatnamótin á svæðinu, en ekki hefur náðst samkomulag um útfærslu þeirra“. Árið 2017 var tillaga Sjálfstæðismanna samþykkt einróma í borgarstjórn um að taka upp viðræður við Vegagerðina um útfærslu gatnamótanna í því skyni að greiða fyrir umferð, draga úr mengun og auka umferðaröryggi. Engar fregnir hafa borist af framvindu þessa máls. Má þannig leiða líkur að því að tillögunni hafi verið laumað í blaðatætarann í Ráðhúsi Reykjavíkur, eða eytt af harða drifi borgarinnar.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar