Gæslan á langt í land með að geta sinnt skyldum sínum Sveinn Arnarsson skrifar 11. febrúar 2019 06:15 Eitt af varðskipum Gæslunnar er varðskipið Týr. fréttablaðið/vilhelm Landhelgisgæslan hefur ekki getu til að sinna lögbundnu hlutverki sínu gagnvart íslenskum lögum né uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Á þetta varpar ljósi skýrsla um greiningu á eftirlits- og viðbragðsgetu gæslunnar sem hefur verið tekin fyrir í þjóðaröryggisráði Íslands. Þjóðaröryggisráð hefur upp á síðkastið haldið fimm fundi og meðal annars rætt málefni Landhelgisgæslunnar. Skýrslan sýnir að hún er ekki á nokkurn hátt mannskap eða tækjum búin til að takast á við það erfiða verkefni að sinna ein vörnum landsins. Nefnd eru dæmi um gervitunglamyndir sem teknar voru í lok október. Þar sjást tíu óþekkt endurvörp suðaustur af landinu á myndsvæði sem er um einn fimmti af efnahagslögsögunni. Miðað við upplausn gervitunglamynda var hægt að staðfesta að tvö þeirra væru skip og miklar líkur á að hin átta endurvörpin hafi einnig verið skip. Þessi skip voru ekki sjáanleg í ferilvöktun og athafnir þeirra í íslenskri lögsögu þar af leiðandi óþekktar. Gæslan gat ekki sent TF-SIF á svæðið til frekari rannsóknar þar sem flugvélin var við verkefni erlendis. Í skýrslunni er talið upp þrennt sem þyrfti að koma til svo að gæslan gæti sinnt skuldbindingum sínum. Fyrir það fyrsta er talið að flugvélin TF-SIF þurfi að vera á landinu allt árið og að bæta þurfi á hana einni áhöfn. Hingað til hefur vélin verið leigð út hálft árið vegna fjárskorts. Einnig er talið upp að bæta þurfi tveimur þyrluáhöfnum við, svo að tvær þyrlur séu til taks hverju sinni og að uppfæra þurfi varðskipið Ægi eða hefja smíði nýs varðskips svo tryggt sé að tvö skip geti verið á sjó hverju sinni. Auk þess þurfi að bæta við áhöfnum. Þetta séu einungis lágmarksviðbætur sem þurfi til að gæslan geti unnið samkvæmt lögum og erlendum skuldbindingum. Í skýrslunni er dregin upp dökk mynd af stöðunni. „Á íslenskum hafsvæðum geta sjófarendur athafnað sig í lengri tíma án vitneskju Landhelgisgæslunnar. Þeir sem hafa áhuga á því, vita þetta,“ segir í skýrslunni. „Landhelgisgæslan hefur undanfarið fundið fyrir takmarkaðri eftirlitsgetu á íslenskum hafsvæðum. Atvik hafa reglulega átt sér stað sem hefði mátt afstýra eða í það minnsta hefðu krafist nánari skoðunar.“ Í þjóðaröryggisráði sitja forsætis-, utanríkis- og dómsmálaráðherra auk ráðuneytisstjóra ráðuneytanna, einn fulltrúi Landsbjargar, ríkislögreglustjóri, forstjóri Landhelgisgæslunnar og tveir þingmenn skipaðir af Alþingi. Birtist í Fréttablaðinu Landhelgisgæslan Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur ekki getu til að sinna lögbundnu hlutverki sínu gagnvart íslenskum lögum né uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Á þetta varpar ljósi skýrsla um greiningu á eftirlits- og viðbragðsgetu gæslunnar sem hefur verið tekin fyrir í þjóðaröryggisráði Íslands. Þjóðaröryggisráð hefur upp á síðkastið haldið fimm fundi og meðal annars rætt málefni Landhelgisgæslunnar. Skýrslan sýnir að hún er ekki á nokkurn hátt mannskap eða tækjum búin til að takast á við það erfiða verkefni að sinna ein vörnum landsins. Nefnd eru dæmi um gervitunglamyndir sem teknar voru í lok október. Þar sjást tíu óþekkt endurvörp suðaustur af landinu á myndsvæði sem er um einn fimmti af efnahagslögsögunni. Miðað við upplausn gervitunglamynda var hægt að staðfesta að tvö þeirra væru skip og miklar líkur á að hin átta endurvörpin hafi einnig verið skip. Þessi skip voru ekki sjáanleg í ferilvöktun og athafnir þeirra í íslenskri lögsögu þar af leiðandi óþekktar. Gæslan gat ekki sent TF-SIF á svæðið til frekari rannsóknar þar sem flugvélin var við verkefni erlendis. Í skýrslunni er talið upp þrennt sem þyrfti að koma til svo að gæslan gæti sinnt skuldbindingum sínum. Fyrir það fyrsta er talið að flugvélin TF-SIF þurfi að vera á landinu allt árið og að bæta þurfi á hana einni áhöfn. Hingað til hefur vélin verið leigð út hálft árið vegna fjárskorts. Einnig er talið upp að bæta þurfi tveimur þyrluáhöfnum við, svo að tvær þyrlur séu til taks hverju sinni og að uppfæra þurfi varðskipið Ægi eða hefja smíði nýs varðskips svo tryggt sé að tvö skip geti verið á sjó hverju sinni. Auk þess þurfi að bæta við áhöfnum. Þetta séu einungis lágmarksviðbætur sem þurfi til að gæslan geti unnið samkvæmt lögum og erlendum skuldbindingum. Í skýrslunni er dregin upp dökk mynd af stöðunni. „Á íslenskum hafsvæðum geta sjófarendur athafnað sig í lengri tíma án vitneskju Landhelgisgæslunnar. Þeir sem hafa áhuga á því, vita þetta,“ segir í skýrslunni. „Landhelgisgæslan hefur undanfarið fundið fyrir takmarkaðri eftirlitsgetu á íslenskum hafsvæðum. Atvik hafa reglulega átt sér stað sem hefði mátt afstýra eða í það minnsta hefðu krafist nánari skoðunar.“ Í þjóðaröryggisráði sitja forsætis-, utanríkis- og dómsmálaráðherra auk ráðuneytisstjóra ráðuneytanna, einn fulltrúi Landsbjargar, ríkislögreglustjóri, forstjóri Landhelgisgæslunnar og tveir þingmenn skipaðir af Alþingi.
Birtist í Fréttablaðinu Landhelgisgæslan Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira