Hætt kominn á hálum ís við selfie-töku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2019 14:18 Aldan kom aftan að ferðamanninum. Mynd/Kristján E.K. Hann var hætt kominn ferðamaðurinn sem klöngrast hafði upp á ísjaka á Demantaströndinni svokölluðu við Jökulsárlón í gær. Alda skall fyrirvarlaust á jakann þegar ferðamaðurinn var taka mynd af sjálfum sér. Það var leiðsögumaðurinn Kristján E. Karlsson sem náði myndunum sem fylgja þessari frétt og líkt og sjá má ekki miklu muna að illa hafi farið. „Hann var með myndavél þarna og var að taka selfie. Það gengur allt út á það,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Jakinn ruggaðist fram og til baka í flæðarmálinu á meðan ferðamaðurinn, af asísku bergi brotinn, stóð upp á honum. Að sögn Kristjáns komst hann hvorki lönd né strönd í nokkrar mínútur og þurfti hann að bíða eftir því að sjórinn flæddi út á nýjan leik til þess að komast aftur niður og upp á ströndina.Líkt og sjá má þurfti ferðamaðurinn að reyna sitt ítrasta til þess að halda jafnvægi.Mynd/Kristján E.K.„Hættan sem sést ekki þarna er að þessir klakar eru á hreyfingu,“ segir Kristján sem telur að ferðamaðurinn hafi í þessu tilviki ekki áttað sig á hættunni sem fylgt hafi því að klifra upp á jakann. „Þetta var ofurhugi, ungur maður, sem var fífldjarfur,“ segir Kristján og bætir við að ferðamanninum hafi verið brugðið þegar hann komst niður af jakanum.Að lokum gat hann hlaupið í burtu.Mynd/Kristján E.K.„Hann var skelfdur, aldan skellur á honum og jakinn hreyfist. Það er hættuspilið, öldurnar eru að hreyfa jakann og ef þú dettur þarna og þá skellur jaki á þér þá ertu bara kraminn eins og fluga. Þetta er tonn sem hann stendur á.“ Leiðsögumaðurinn Kristján segir það algenga sjón að sjá ferðamenn fara út á ystu nöf. „Umgengi við íslenska náttúru, það er bara eitthvað sem er ekki öllum gefið.“ Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Þjóðgarðar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Hann var hætt kominn ferðamaðurinn sem klöngrast hafði upp á ísjaka á Demantaströndinni svokölluðu við Jökulsárlón í gær. Alda skall fyrirvarlaust á jakann þegar ferðamaðurinn var taka mynd af sjálfum sér. Það var leiðsögumaðurinn Kristján E. Karlsson sem náði myndunum sem fylgja þessari frétt og líkt og sjá má ekki miklu muna að illa hafi farið. „Hann var með myndavél þarna og var að taka selfie. Það gengur allt út á það,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Jakinn ruggaðist fram og til baka í flæðarmálinu á meðan ferðamaðurinn, af asísku bergi brotinn, stóð upp á honum. Að sögn Kristjáns komst hann hvorki lönd né strönd í nokkrar mínútur og þurfti hann að bíða eftir því að sjórinn flæddi út á nýjan leik til þess að komast aftur niður og upp á ströndina.Líkt og sjá má þurfti ferðamaðurinn að reyna sitt ítrasta til þess að halda jafnvægi.Mynd/Kristján E.K.„Hættan sem sést ekki þarna er að þessir klakar eru á hreyfingu,“ segir Kristján sem telur að ferðamaðurinn hafi í þessu tilviki ekki áttað sig á hættunni sem fylgt hafi því að klifra upp á jakann. „Þetta var ofurhugi, ungur maður, sem var fífldjarfur,“ segir Kristján og bætir við að ferðamanninum hafi verið brugðið þegar hann komst niður af jakanum.Að lokum gat hann hlaupið í burtu.Mynd/Kristján E.K.„Hann var skelfdur, aldan skellur á honum og jakinn hreyfist. Það er hættuspilið, öldurnar eru að hreyfa jakann og ef þú dettur þarna og þá skellur jaki á þér þá ertu bara kraminn eins og fluga. Þetta er tonn sem hann stendur á.“ Leiðsögumaðurinn Kristján segir það algenga sjón að sjá ferðamenn fara út á ystu nöf. „Umgengi við íslenska náttúru, það er bara eitthvað sem er ekki öllum gefið.“
Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Þjóðgarðar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira