Foreldrarnir hæstánægðir með heimakennslu Heiðu Dísar Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2019 10:30 Rut og Helgi völdu að hafa Heiðu í heimakennslu. Skólaganga Heiðu Dísar Helgadóttur hófst í haust, eins og hjá öðrum jafnöldrum hennar, en það sem sker Heiðu Dís úr, er að henni er kennt heima og er hún líklega eina barnið á Íslandi sem er í heimakennslu. Þau Helgi og Rut foreldrar Heiðu eru bæði kennaramenntuð en það er Helgi sem sér um kennsluna. Ísland í dag kíkti í heimsókn til fjölskyldunnar og kynntist Heiðu og fjölskyldu hennar á Stöð 2 í gær. Það er samdóma álit fjölskyldunnar að fyrirkomulagið gangi eins og í sögu. „Þetta varð til fyrir nokkrum árum þegar ég kynntist bandarískum manni og á íslenska konu. Þau eiga börn saman og eru hluta úr árinu alltaf erlendis og skiptast á að vera í Bandaríkjunum og hér á landi og ég spyr hvernig þetta er með skólann hjá krökkunum og hann segir mér að þau séu að heimakenna börnunum sínum,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, faðir Heiðu. Hann segir á stöðluðum prófum koma börn í heimakennslu allt að þrjátíu prósent betur út. En hvað með félagslega þáttinn? „Það sem kom mér skemmtilega á óvart er að þessi börn eru miklu líklegri til að vilja taka þátt í æskulýðs- og líkamsræktarstarfsemi heldur en börn sem koma úr hefðbundnu skólakerfi. Þau eru mjög líkleg til að vera með góða leiðtogahæfileika og eiga marga góða vini og eiga mjög auðvelt með það að eignast góða vini líka,“ segir Helgi og bætir því við að Heiða sé mikil félagsvera og að hús þeirra hjóna sé alltaf fullt af krökkum. Heiða Dís æfir Taekwondo, dans og er í hestamennsku.Heiða Dís byrjaði í fyrsta bekk í heimakennslu.„Mér finnst skemmtilegast að læra hvernig fólkið verður til og hvernig beinin líta út,“ segir Heiða. „Þetta gengur bara frábærlega vel og búið að vera ótrúlega skemmtilegt,“ segir Rut Sigurðardóttir, móðir Heiður Dísar. „Ég þekki hvernig það er að kenna hópi af fólki. Þá fer orkan og einbeitingin ósjálfrátt til ákveðinna aðila og ekkert endilega til þeirra aðila sem ættu mest að fá hana. Þó svo að maður reynir, þá er ekki hægt að láta alla fá sömu athygli. Það finnst mér pínu ósanngjarnt, því oft þeir sem vilja vera í skólanum og þeir sem vilja vera í náminu fá minni athygli heldur en þeir sem vilja ekki vera þarna. Það er óþægilegt fyrir nemandann sem vill vera þarna og líka fyrir nemandann sem vill ekki vera þarna,“ segir Helgi og bætir við að rannsóknir bendi til að heimakennsla gefi góðan árangur. „Það sem við viljum gefa barninu okkar er þennan möguleika á þessu tækifæri.“En hvernig bregst fólk við þegar það fréttir að Heiða Dís sé í heimakennslu? „Það er rosalega misjafnt. Þeir sem eru kennaramenntaðir eru yfirleitt mjög spenntir og áhugasamir. Svo eru aðrir sem finnst þetta mjög óþægilegt og vilja hafa okkur í boxinu. Maður er ansi oft að taka þessa umræðu,“ segir Rut en foreldrar þurfa að vera með kennaramenntun til að fá leyfi fyrir heimakennslu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Skóla - og menntamál Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Skólaganga Heiðu Dísar Helgadóttur hófst í haust, eins og hjá öðrum jafnöldrum hennar, en það sem sker Heiðu Dís úr, er að henni er kennt heima og er hún líklega eina barnið á Íslandi sem er í heimakennslu. Þau Helgi og Rut foreldrar Heiðu eru bæði kennaramenntuð en það er Helgi sem sér um kennsluna. Ísland í dag kíkti í heimsókn til fjölskyldunnar og kynntist Heiðu og fjölskyldu hennar á Stöð 2 í gær. Það er samdóma álit fjölskyldunnar að fyrirkomulagið gangi eins og í sögu. „Þetta varð til fyrir nokkrum árum þegar ég kynntist bandarískum manni og á íslenska konu. Þau eiga börn saman og eru hluta úr árinu alltaf erlendis og skiptast á að vera í Bandaríkjunum og hér á landi og ég spyr hvernig þetta er með skólann hjá krökkunum og hann segir mér að þau séu að heimakenna börnunum sínum,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, faðir Heiðu. Hann segir á stöðluðum prófum koma börn í heimakennslu allt að þrjátíu prósent betur út. En hvað með félagslega þáttinn? „Það sem kom mér skemmtilega á óvart er að þessi börn eru miklu líklegri til að vilja taka þátt í æskulýðs- og líkamsræktarstarfsemi heldur en börn sem koma úr hefðbundnu skólakerfi. Þau eru mjög líkleg til að vera með góða leiðtogahæfileika og eiga marga góða vini og eiga mjög auðvelt með það að eignast góða vini líka,“ segir Helgi og bætir því við að Heiða sé mikil félagsvera og að hús þeirra hjóna sé alltaf fullt af krökkum. Heiða Dís æfir Taekwondo, dans og er í hestamennsku.Heiða Dís byrjaði í fyrsta bekk í heimakennslu.„Mér finnst skemmtilegast að læra hvernig fólkið verður til og hvernig beinin líta út,“ segir Heiða. „Þetta gengur bara frábærlega vel og búið að vera ótrúlega skemmtilegt,“ segir Rut Sigurðardóttir, móðir Heiður Dísar. „Ég þekki hvernig það er að kenna hópi af fólki. Þá fer orkan og einbeitingin ósjálfrátt til ákveðinna aðila og ekkert endilega til þeirra aðila sem ættu mest að fá hana. Þó svo að maður reynir, þá er ekki hægt að láta alla fá sömu athygli. Það finnst mér pínu ósanngjarnt, því oft þeir sem vilja vera í skólanum og þeir sem vilja vera í náminu fá minni athygli heldur en þeir sem vilja ekki vera þarna. Það er óþægilegt fyrir nemandann sem vill vera þarna og líka fyrir nemandann sem vill ekki vera þarna,“ segir Helgi og bætir við að rannsóknir bendi til að heimakennsla gefi góðan árangur. „Það sem við viljum gefa barninu okkar er þennan möguleika á þessu tækifæri.“En hvernig bregst fólk við þegar það fréttir að Heiða Dís sé í heimakennslu? „Það er rosalega misjafnt. Þeir sem eru kennaramenntaðir eru yfirleitt mjög spenntir og áhugasamir. Svo eru aðrir sem finnst þetta mjög óþægilegt og vilja hafa okkur í boxinu. Maður er ansi oft að taka þessa umræðu,“ segir Rut en foreldrar þurfa að vera með kennaramenntun til að fá leyfi fyrir heimakennslu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Skóla - og menntamál Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp