Var rekinn í nóvember vegna ofbeldis en er kominn í nýtt lið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2019 12:00 Kareem Hunt eftir leik með Kansas City Chiefs á síðasta tímabili. Getty/Nick Cammett NFL-liðið Cleveland Browns samdi í gær við hlauparann Kareem Hunt til eins árs. Hunt var rekinn frá Kansas City Chiefs í nóvember eftir að myndbandsupptaka kom fram þar sem hann sást beita konu ofbeldi. Atvikið átti sér stað á hóteli í Cleveland í upphafi árs. Hunt var yfirheyrður af lögreglu en ekki handtekinn og var því ekki refsað af NFL-deildinni vegna málsins. Það var ekki fyrr en myndbandið kom fram að Hunt missti starfið sitt. Raunar er það svo að NFL-deildin á eftir að klára rannsókn sína á málinu og refsa Hunt. Líklegt er að hann fái sex leikja refsingu vegna málsins. Þá er Hunt einnig til skoðunar innan deildarinnar vegna tveggja anna atvika sem eiga bæði að tengjast ofbeldismálum utan vallarins. Þrátt fyrir það ákvað Cleveland að semja við Hunt, sem hefur verið einn allra besti hlaupari NFL-deildarinnar síðustu ár. „Ég hef þekkt Karrem síðan hann var í háskóla árið 2016. Það var mikilvægur þáttur í þessari ákvarðanatöku,“ sagði framkvæmdastjórinn John Dorsey hjá Cleveland Browns. Dorsey var framkvæmdastjóri Chiefs þegar liðið valdi Hunt í nýliðavali deildarinnar. Dorsey segir að félagið hafi sinnt sinni rannsóknarvinnu áður en félagið tók þessa ákvörðun. Niðurstaðan hafi verið sú að Hunt væri betri maður í dag. „Það voru tvær mikilvægar ástæður fyrir þessu. Annars vegar að Kareem tók fulla ábyrgð á gjörðum sínum og sýndi iðrun. Hins vegar að Kareem hefur verið að leita sér hjálpar viðeigandi fagaðila og hann hefur skýra áætlun um framhaldið hjá sér og framtíð,“ sagði Dorsey enn fremur. Hunt er fæddur og uppalinn í Cleveland og hann fær nú eitt ár í heimabæ sínum til að sanna sig upp á nýtt. Mál Hunt þykir minna á mál Ray Rice, hlaupara hjá Baltimore Ravens, sem var rekinn frá liðinu árið 2014 eftir að myndband komst í dreifingu en á því sást hann beita þáverandi kærustu sína ofbeldi í lyftu á hóteli. Rice spilaði aldrei aftur í NFL-deildinni. NFL Tengdar fréttir Einn besti hlaupari NFL hjá einu besta liðinu rekinn fyrir ofbeldi gegn konu Einn allra besti hlauparinn í NFL-deildinni, Kareem Hunt hefur verið leystur undan samningi hjá einu besta liði deildarinnar, Kansas City Chiefs fyrir að lemja og sparka í konu. 1. desember 2018 13:00 Ekkert félag vill fá manninn sem rotaði konuna sína Ray Rice er tilbúinn að snúa aftur í NFL-deildina og það með stuðningi yfirmanna deildarinnar. 19. október 2015 23:15 Ruðningskappi sést rota unnustu sína á myndbandi Myndband náðist af Ray Rice ruðningskappa, þar sem hann rotar kærustu sína með hnefahöggi. 8. september 2014 16:45 Rice rekinn frá Ravens og kominn í ótímabundið bann Það hefur gjörsamlega allt verið brjálað í Bandaríkjunum í dag eftir að myndband af ruðningskappanum Ray Rice var lekið en á myndbandinu rotar hann unnustu sína í lyftu. 8. september 2014 23:15 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Albert skoraði á móti gömlu félögunum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Sjá meira
NFL-liðið Cleveland Browns samdi í gær við hlauparann Kareem Hunt til eins árs. Hunt var rekinn frá Kansas City Chiefs í nóvember eftir að myndbandsupptaka kom fram þar sem hann sást beita konu ofbeldi. Atvikið átti sér stað á hóteli í Cleveland í upphafi árs. Hunt var yfirheyrður af lögreglu en ekki handtekinn og var því ekki refsað af NFL-deildinni vegna málsins. Það var ekki fyrr en myndbandið kom fram að Hunt missti starfið sitt. Raunar er það svo að NFL-deildin á eftir að klára rannsókn sína á málinu og refsa Hunt. Líklegt er að hann fái sex leikja refsingu vegna málsins. Þá er Hunt einnig til skoðunar innan deildarinnar vegna tveggja anna atvika sem eiga bæði að tengjast ofbeldismálum utan vallarins. Þrátt fyrir það ákvað Cleveland að semja við Hunt, sem hefur verið einn allra besti hlaupari NFL-deildarinnar síðustu ár. „Ég hef þekkt Karrem síðan hann var í háskóla árið 2016. Það var mikilvægur þáttur í þessari ákvarðanatöku,“ sagði framkvæmdastjórinn John Dorsey hjá Cleveland Browns. Dorsey var framkvæmdastjóri Chiefs þegar liðið valdi Hunt í nýliðavali deildarinnar. Dorsey segir að félagið hafi sinnt sinni rannsóknarvinnu áður en félagið tók þessa ákvörðun. Niðurstaðan hafi verið sú að Hunt væri betri maður í dag. „Það voru tvær mikilvægar ástæður fyrir þessu. Annars vegar að Kareem tók fulla ábyrgð á gjörðum sínum og sýndi iðrun. Hins vegar að Kareem hefur verið að leita sér hjálpar viðeigandi fagaðila og hann hefur skýra áætlun um framhaldið hjá sér og framtíð,“ sagði Dorsey enn fremur. Hunt er fæddur og uppalinn í Cleveland og hann fær nú eitt ár í heimabæ sínum til að sanna sig upp á nýtt. Mál Hunt þykir minna á mál Ray Rice, hlaupara hjá Baltimore Ravens, sem var rekinn frá liðinu árið 2014 eftir að myndband komst í dreifingu en á því sást hann beita þáverandi kærustu sína ofbeldi í lyftu á hóteli. Rice spilaði aldrei aftur í NFL-deildinni.
NFL Tengdar fréttir Einn besti hlaupari NFL hjá einu besta liðinu rekinn fyrir ofbeldi gegn konu Einn allra besti hlauparinn í NFL-deildinni, Kareem Hunt hefur verið leystur undan samningi hjá einu besta liði deildarinnar, Kansas City Chiefs fyrir að lemja og sparka í konu. 1. desember 2018 13:00 Ekkert félag vill fá manninn sem rotaði konuna sína Ray Rice er tilbúinn að snúa aftur í NFL-deildina og það með stuðningi yfirmanna deildarinnar. 19. október 2015 23:15 Ruðningskappi sést rota unnustu sína á myndbandi Myndband náðist af Ray Rice ruðningskappa, þar sem hann rotar kærustu sína með hnefahöggi. 8. september 2014 16:45 Rice rekinn frá Ravens og kominn í ótímabundið bann Það hefur gjörsamlega allt verið brjálað í Bandaríkjunum í dag eftir að myndband af ruðningskappanum Ray Rice var lekið en á myndbandinu rotar hann unnustu sína í lyftu. 8. september 2014 23:15 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Albert skoraði á móti gömlu félögunum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Sjá meira
Einn besti hlaupari NFL hjá einu besta liðinu rekinn fyrir ofbeldi gegn konu Einn allra besti hlauparinn í NFL-deildinni, Kareem Hunt hefur verið leystur undan samningi hjá einu besta liði deildarinnar, Kansas City Chiefs fyrir að lemja og sparka í konu. 1. desember 2018 13:00
Ekkert félag vill fá manninn sem rotaði konuna sína Ray Rice er tilbúinn að snúa aftur í NFL-deildina og það með stuðningi yfirmanna deildarinnar. 19. október 2015 23:15
Ruðningskappi sést rota unnustu sína á myndbandi Myndband náðist af Ray Rice ruðningskappa, þar sem hann rotar kærustu sína með hnefahöggi. 8. september 2014 16:45
Rice rekinn frá Ravens og kominn í ótímabundið bann Það hefur gjörsamlega allt verið brjálað í Bandaríkjunum í dag eftir að myndband af ruðningskappanum Ray Rice var lekið en á myndbandinu rotar hann unnustu sína í lyftu. 8. september 2014 23:15