Trump óákveðinn um samkomulag í útgjaldadeilu Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2019 16:40 Trump notaði lokun alríkisstofnana til að reyna að knýja á um fjárveitingu til landamæramúrs en án árangurs. Spurning er nú hvort hann vilji leggja í aðra atrennu óvinsælla lokana til að ná helsta kosningaloforði sínu. Vísir/EPA Hvíta húsið segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi enn ekki gert upp hug sinn til samkomulags sem þingmenn repúblikana og demókrata hafa náð til að koma í veg fyrir að alríkisstofnunum verði lokað aftur eftir föstudaginn. Samkomulagið felur ekki í sér fjárveitingu til landamæramúrsins sem Trump lokaði stofnunum til að knýja á um. Fjárheimildir hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna renna út eftir föstudaginn 15. febrúar. Um fjórðungi ríkisstofnana var lokað í 35 daga í desember og janúar þegar Trump hótaði að beita neitunarvaldi gegn útgjaldafrumvörpum sem þingið hafði náð saman vegna kröfu hans um 5,7 milljarða dollara til framkvæmda við múr á landamærunum að Mexíkó. Samkomulagið sem flokkarnir náðu í gærkvöldi felur í sér um 1,4 milljarða framlag til nýrra girðinga og hindrana á landamærunum, fjarri þeirri upphæð sem Trump vill í múrinn. Það myndi hins vegar fjármagna rekstur ríkisstofnanna út þetta fjárlagaár sem endar 30. september.Reuters-fréttastofan hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að Trump hafi enn ekki ákveðið hvort að hann leggi blessun sína yfir samkomulagið. Mánaðarlöngu lokuninni lauk í síðasta mánuði þegar Trump lét undan og samþykkti bráðabirgðafrumvarp um fjármögnunum stofnananna til 15. febrúar. Skoðanakannanir hafa bent til þess að almenningur kenni forsetanum helst um lokunina í síðasta mánuði. Margir repúblikanar eru sagðir ólmir að forðast það að til annarrar lokunar komi vegna kröfu forsetans um landamæramúr. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Hvíta húsið segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi enn ekki gert upp hug sinn til samkomulags sem þingmenn repúblikana og demókrata hafa náð til að koma í veg fyrir að alríkisstofnunum verði lokað aftur eftir föstudaginn. Samkomulagið felur ekki í sér fjárveitingu til landamæramúrsins sem Trump lokaði stofnunum til að knýja á um. Fjárheimildir hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna renna út eftir föstudaginn 15. febrúar. Um fjórðungi ríkisstofnana var lokað í 35 daga í desember og janúar þegar Trump hótaði að beita neitunarvaldi gegn útgjaldafrumvörpum sem þingið hafði náð saman vegna kröfu hans um 5,7 milljarða dollara til framkvæmda við múr á landamærunum að Mexíkó. Samkomulagið sem flokkarnir náðu í gærkvöldi felur í sér um 1,4 milljarða framlag til nýrra girðinga og hindrana á landamærunum, fjarri þeirri upphæð sem Trump vill í múrinn. Það myndi hins vegar fjármagna rekstur ríkisstofnanna út þetta fjárlagaár sem endar 30. september.Reuters-fréttastofan hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að Trump hafi enn ekki ákveðið hvort að hann leggi blessun sína yfir samkomulagið. Mánaðarlöngu lokuninni lauk í síðasta mánuði þegar Trump lét undan og samþykkti bráðabirgðafrumvarp um fjármögnunum stofnananna til 15. febrúar. Skoðanakannanir hafa bent til þess að almenningur kenni forsetanum helst um lokunina í síðasta mánuði. Margir repúblikanar eru sagðir ólmir að forðast það að til annarrar lokunar komi vegna kröfu forsetans um landamæramúr.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01
Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“