Ungmenni nota snjallforrit til að kaupa Xanax: „Þetta eru náttúrulega stórhættuleg lyf“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. febrúar 2019 19:00 Forstöðumaður á Stuðlum segir grun um að ungmenni misnoti heimapressaðar Xanax töflur í auknum mæli. Töflurnar geta verið stórhættulegar en í Bretlandi má rekja tvö hundruð dauðsföll til lyfsins á síðasta ári. Lögregla hefur að undanförnu fengið ábendingar um snjallforrit sem ungmenni nota til að kaupa lyfseðilskyld lyf. Töflurnar þrykktar á Íslandi Tilfinning starfsfólks á Stuðlum, meðferðarstöð fyrir ungmenni, er sú að notkun lyfseðilskyldra lyfja hafi verið að aukast hjá ungmennum. Nú virðist sérstaklega mikið um að xanax töflur gangi kaupum og sölum milli krakkanna. „Það virðist vera talsvert mikið af því í umferð og í raun óeðlilega mikið og við höfum fengið af því fregnir að það sé hreinlega verið að þrykkja slíkar töflur hér heima. Þar sem er verið að búa þær til og blanda þetta hér að einhverju leyti þá með efnum að utan,“ segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á StuðlumXanax töflur eru ekki á markaði hér á landi. Þær innihalda lyfið Alprazolam sem er róandi og kvíðastillandi lyf sem fæst með lyfseðli á Íslandi. Þá er öðrum efnum iðulega bætt við. Alprazolam er mjög ávanabindandi og geta fráhvarfseinkenni verið gríðarleg. Funi segir fleiri efni hafa fundist í lyfjaprófum. „Það bendir til þess að þau séu blönduð með einhverju öðru eins og amfetamíni eða einhverju slíku,“ segir Funi.Stórhættulegt lyfSamkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu hafa ábendingar borist þangað um að xanax töflur gætu verið pressaðar hér á landi. Funi segir því erfitt að vita hvaða efni heimapressaðar töflur sem seldar eru á svörtum markaði innihalda „Þau hafa enga hugmynd um það sjálf og þetta er náttúrulega stórhættulegt lyf og í of miklu magni þá geta þau sofnað og bara vaknað ekki aftur og það er það sem við höfum talsverðar áhyggjur af,“ segir Funi. Nýlegar fréttir frá Bretlandi herma að rekja megi rúmlega tvö hundruð dauðsföll til lyfsins á síðasta ári. Auðvelt að nálgast Xanax Xanax töflur virðast einnig fluttar ólöglega inn til landsins en Tollgæslan lagði hald á um 6800 töflur árið 2018. Funi segir auðvelt fyrir ungmenni að nálgast efnið. „Það virðist vera þannig og þetta er ekki dýrt og það bendir til þess að það sé talsvert framboð af þessu,“ segir Funi.Guðmundur Fylkisson, aðstoðvarvarðstjóriNota app til að nálgast lyfseðilskyld lyf Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem starfar við það að leita að týndum börnum, segist einnig hafa það á tilfinningunni að ungmenni noti lyfið xanax mikið. Hann leitaði að hundrað börnum á síðasta ári en fjórðungur þeirra hafði misnotað lyfseðilskyld lyf. Guðmundur segir að nú nálgist ungmennin lyfin á appi í símanum sem er dulkóðað og heldur samskiptum leyndum. Þar komist krakkarnir inn í lokaða hópa þar sem efnin eru til sölu. „Ég myndi hafa áhyggjur af því ef ég finndi svona app í símanum hjá 15 ára unglingnum mínum. Þú veist, af hverju ? Vissulega getur það verið eitthvert sport, en sýndu mér þá hvað er þarna? Þarna geymast einhver skipaboð. En megin markmiðið er að halda lögreglu frá og foreldrum líka,“ segir Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Forstöðumaður á Stuðlum segir grun um að ungmenni misnoti heimapressaðar Xanax töflur í auknum mæli. Töflurnar geta verið stórhættulegar en í Bretlandi má rekja tvö hundruð dauðsföll til lyfsins á síðasta ári. Lögregla hefur að undanförnu fengið ábendingar um snjallforrit sem ungmenni nota til að kaupa lyfseðilskyld lyf. Töflurnar þrykktar á Íslandi Tilfinning starfsfólks á Stuðlum, meðferðarstöð fyrir ungmenni, er sú að notkun lyfseðilskyldra lyfja hafi verið að aukast hjá ungmennum. Nú virðist sérstaklega mikið um að xanax töflur gangi kaupum og sölum milli krakkanna. „Það virðist vera talsvert mikið af því í umferð og í raun óeðlilega mikið og við höfum fengið af því fregnir að það sé hreinlega verið að þrykkja slíkar töflur hér heima. Þar sem er verið að búa þær til og blanda þetta hér að einhverju leyti þá með efnum að utan,“ segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á StuðlumXanax töflur eru ekki á markaði hér á landi. Þær innihalda lyfið Alprazolam sem er róandi og kvíðastillandi lyf sem fæst með lyfseðli á Íslandi. Þá er öðrum efnum iðulega bætt við. Alprazolam er mjög ávanabindandi og geta fráhvarfseinkenni verið gríðarleg. Funi segir fleiri efni hafa fundist í lyfjaprófum. „Það bendir til þess að þau séu blönduð með einhverju öðru eins og amfetamíni eða einhverju slíku,“ segir Funi.Stórhættulegt lyfSamkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu hafa ábendingar borist þangað um að xanax töflur gætu verið pressaðar hér á landi. Funi segir því erfitt að vita hvaða efni heimapressaðar töflur sem seldar eru á svörtum markaði innihalda „Þau hafa enga hugmynd um það sjálf og þetta er náttúrulega stórhættulegt lyf og í of miklu magni þá geta þau sofnað og bara vaknað ekki aftur og það er það sem við höfum talsverðar áhyggjur af,“ segir Funi. Nýlegar fréttir frá Bretlandi herma að rekja megi rúmlega tvö hundruð dauðsföll til lyfsins á síðasta ári. Auðvelt að nálgast Xanax Xanax töflur virðast einnig fluttar ólöglega inn til landsins en Tollgæslan lagði hald á um 6800 töflur árið 2018. Funi segir auðvelt fyrir ungmenni að nálgast efnið. „Það virðist vera þannig og þetta er ekki dýrt og það bendir til þess að það sé talsvert framboð af þessu,“ segir Funi.Guðmundur Fylkisson, aðstoðvarvarðstjóriNota app til að nálgast lyfseðilskyld lyf Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem starfar við það að leita að týndum börnum, segist einnig hafa það á tilfinningunni að ungmenni noti lyfið xanax mikið. Hann leitaði að hundrað börnum á síðasta ári en fjórðungur þeirra hafði misnotað lyfseðilskyld lyf. Guðmundur segir að nú nálgist ungmennin lyfin á appi í símanum sem er dulkóðað og heldur samskiptum leyndum. Þar komist krakkarnir inn í lokaða hópa þar sem efnin eru til sölu. „Ég myndi hafa áhyggjur af því ef ég finndi svona app í símanum hjá 15 ára unglingnum mínum. Þú veist, af hverju ? Vissulega getur það verið eitthvert sport, en sýndu mér þá hvað er þarna? Þarna geymast einhver skipaboð. En megin markmiðið er að halda lögreglu frá og foreldrum líka,“ segir Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira