Fjörkippur kominn í íbúðamarkaðinn með auknu framboði Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2019 20:00 Mikil fjölgun var á íbúðum til sölu á síðasta ári frá árinu á undan og sölutími íbúða á landsbyggðinni hefur styst mikið. Um sjö þúsund íbúðir eru nú í byggingu á landinu en um níu milljarðar hafa farið úr ríkissjóði til byggingar ódýrra leiguíbúða á undanförnum þremur árum. Mikill samdráttur var í byggingu íbúðarhúsnæðis á árunum eftir hrun. Sem varð til þess að skapa mikla umframeftirspurn eftir húsnæði á undanförnum árum. Margt bendir til að íbúðamarkaðurinn sé að ná jafnvægi um þessar mundir.Una Jónsdóttir deildarstjóri hjá Íbúðalánasjóði segir að þannig hafi tuttugu og fjögur þúsund íbúðir settar í sölu á landinu í fyrra sem væri 47 prósenta fjölgun íbúða í sölu frá árinu á undan. „Sérstaklega var mjög mikið af íbúðum í fjölbýli sem komu inn á markað. Ég held að það sé mjög ánægjulegt. Það er mjög jákvætt að sjá þessa breytingu verða. Við höfum verið að glíma við mikinn íbúðaskort,“ segir Una. Margt bendi til jákvæðra breytinga, einnig á landsbyggðinni þar sem sölutími íbúða hefur styst mjög mikið. „Árið 2015 tók sirka 270 daga að selja íbúð í fjölbýli utan höfuðborgarsvæðisins að meðaltali. En sá sölutími var kominn niður í 100 daga árið 2018. Breytist lítið á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Una.En græna línan í meðfylgjandi mynd sýnir þessa þróun á landsbyggðinni skýrt. Þá hefur nýjum íbúðum verið að fjölga undanfarin misseri. Í dag er verið að byggja um sjö þúsund íbúðir samkvæmt mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. „Það er búið að vera þörf í dágóðan tíma og núna standa vonir til að við mætum að einhverju leyti þessari uppsöfnuðu þörf sem hefur ríkt,“ segir Una. Ríkissjóður hefur úthlutað stofnframlögum sex sinnum frá árinu 2016 til byggingar leiguíbúða fyrir tekju- og eignaminni leigjendur eða um 9 milljörðum króna. „Það eru sirka sautján hundruð íbúðir sem hafa verið fjármagnaðar með þessum hætti. Þetta eru þá leiguíbúðir sérstaklega fyrir tekju- og eignaminni leigjendur sem geta búið við varanlegt húsnæðisöryggi á leigumarkaði,“ segir Una. En íbúðum sem þessum á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga eigi eftir að fjölga enn frekar. Húsnæðismál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Mikil fjölgun var á íbúðum til sölu á síðasta ári frá árinu á undan og sölutími íbúða á landsbyggðinni hefur styst mikið. Um sjö þúsund íbúðir eru nú í byggingu á landinu en um níu milljarðar hafa farið úr ríkissjóði til byggingar ódýrra leiguíbúða á undanförnum þremur árum. Mikill samdráttur var í byggingu íbúðarhúsnæðis á árunum eftir hrun. Sem varð til þess að skapa mikla umframeftirspurn eftir húsnæði á undanförnum árum. Margt bendir til að íbúðamarkaðurinn sé að ná jafnvægi um þessar mundir.Una Jónsdóttir deildarstjóri hjá Íbúðalánasjóði segir að þannig hafi tuttugu og fjögur þúsund íbúðir settar í sölu á landinu í fyrra sem væri 47 prósenta fjölgun íbúða í sölu frá árinu á undan. „Sérstaklega var mjög mikið af íbúðum í fjölbýli sem komu inn á markað. Ég held að það sé mjög ánægjulegt. Það er mjög jákvætt að sjá þessa breytingu verða. Við höfum verið að glíma við mikinn íbúðaskort,“ segir Una. Margt bendi til jákvæðra breytinga, einnig á landsbyggðinni þar sem sölutími íbúða hefur styst mjög mikið. „Árið 2015 tók sirka 270 daga að selja íbúð í fjölbýli utan höfuðborgarsvæðisins að meðaltali. En sá sölutími var kominn niður í 100 daga árið 2018. Breytist lítið á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Una.En græna línan í meðfylgjandi mynd sýnir þessa þróun á landsbyggðinni skýrt. Þá hefur nýjum íbúðum verið að fjölga undanfarin misseri. Í dag er verið að byggja um sjö þúsund íbúðir samkvæmt mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. „Það er búið að vera þörf í dágóðan tíma og núna standa vonir til að við mætum að einhverju leyti þessari uppsöfnuðu þörf sem hefur ríkt,“ segir Una. Ríkissjóður hefur úthlutað stofnframlögum sex sinnum frá árinu 2016 til byggingar leiguíbúða fyrir tekju- og eignaminni leigjendur eða um 9 milljörðum króna. „Það eru sirka sautján hundruð íbúðir sem hafa verið fjármagnaðar með þessum hætti. Þetta eru þá leiguíbúðir sérstaklega fyrir tekju- og eignaminni leigjendur sem geta búið við varanlegt húsnæðisöryggi á leigumarkaði,“ segir Una. En íbúðum sem þessum á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga eigi eftir að fjölga enn frekar.
Húsnæðismál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira