Heildarlaun bankastjóra Arion banka hækka um 4,9 prósent milli ára Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 19:27 Heildarlaun bankastjóra Arion banka hækkuðu í fyrra um 4,9 prósent en hann er launahæsti bankastjóri þriggja stærstu viðskiptabankanna. Launahækkun bankastjóra Landsbankans, sem er í ríkiseigu, hefur verið harðlega gagnrýnd og krefst fjármálaráðherra svara frá bankaráði og stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu um laun æðstu stjórnenda. Laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, hækkuðu um 17% á milli áranna 2018 en mánaðarlaun hennar eru nú um 3,8 milljónir á mánuði. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka tók á sig ríflega 14% launalækkun undir lok síðasta árs en hún er engu að síður með um 4,2 milljónir á mánuði. Ársreikningur Arion banka fyrir árið 2018 verður ekki birtur fyrr en á morgun en samkvæmt upplýsingum frá bankanum hækkuðu heildarlaun Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka um 4,9% milli ára og voru 6,2 milljónir á mánuði árið 2018. Föst laun hans hækkuðu aftur á móti um 8,8%. Til samanburðar hækkaði launavísitala á almennum vinnumarkaði um 6,5%. Rétt er að halda til haga að Arion banki er fyrirtæki í einkaeigu og skráð félag á markaði á meðan ríkið fer með eignarhald í hinum bönkunum tveimur. „Við ákvörðun launa horfði stjórn bankans til launa forstjóra stórra hlutafélaga hér á landi, t.a.m. félaga sem skráð eru í kauphöll enda er Arion banki eitt af stærstu félögunum sem skráð eru í kauphöll hér á landi, en bankinn er skráður á markað bæði á Íslandi og í Svíþjóð,“ segir í skriflegu svari frá Haraldi Guðna Eiðssyni, upplýsingafulltrúa Arion banka, við fyrirspurn fréttastofu. Launahækkanir bankastjóra Landsbankans hafa verið harðlega gagnrýndar undanfarna daga en sé litið til síðustu tveggja ára hafa laun bankastjóra hækkað um 82%. Í dag óskaði Bankasýsla ríkisins eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. Þá hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sent stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu bréf þar sem óskað er eftir því að þær greini ráðuneytinu frá því hvernig stjórnarmenn hafa brugðist við tilmælum ráðuneytisins um að gæta varkárni við launaákvarðanir. Hann óskar svara innan viku. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27 Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59 Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
Heildarlaun bankastjóra Arion banka hækkuðu í fyrra um 4,9 prósent en hann er launahæsti bankastjóri þriggja stærstu viðskiptabankanna. Launahækkun bankastjóra Landsbankans, sem er í ríkiseigu, hefur verið harðlega gagnrýnd og krefst fjármálaráðherra svara frá bankaráði og stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu um laun æðstu stjórnenda. Laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, hækkuðu um 17% á milli áranna 2018 en mánaðarlaun hennar eru nú um 3,8 milljónir á mánuði. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka tók á sig ríflega 14% launalækkun undir lok síðasta árs en hún er engu að síður með um 4,2 milljónir á mánuði. Ársreikningur Arion banka fyrir árið 2018 verður ekki birtur fyrr en á morgun en samkvæmt upplýsingum frá bankanum hækkuðu heildarlaun Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka um 4,9% milli ára og voru 6,2 milljónir á mánuði árið 2018. Föst laun hans hækkuðu aftur á móti um 8,8%. Til samanburðar hækkaði launavísitala á almennum vinnumarkaði um 6,5%. Rétt er að halda til haga að Arion banki er fyrirtæki í einkaeigu og skráð félag á markaði á meðan ríkið fer með eignarhald í hinum bönkunum tveimur. „Við ákvörðun launa horfði stjórn bankans til launa forstjóra stórra hlutafélaga hér á landi, t.a.m. félaga sem skráð eru í kauphöll enda er Arion banki eitt af stærstu félögunum sem skráð eru í kauphöll hér á landi, en bankinn er skráður á markað bæði á Íslandi og í Svíþjóð,“ segir í skriflegu svari frá Haraldi Guðna Eiðssyni, upplýsingafulltrúa Arion banka, við fyrirspurn fréttastofu. Launahækkanir bankastjóra Landsbankans hafa verið harðlega gagnrýndar undanfarna daga en sé litið til síðustu tveggja ára hafa laun bankastjóra hækkað um 82%. Í dag óskaði Bankasýsla ríkisins eftir ítarlegum greinargerðum frá Landsbanka og Íslandsbanka um launamál bankastjóra. Þá hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sent stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu bréf þar sem óskað er eftir því að þær greini ráðuneytinu frá því hvernig stjórnarmenn hafa brugðist við tilmælum ráðuneytisins um að gæta varkárni við launaákvarðanir. Hann óskar svara innan viku.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27 Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59 Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28
Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27
Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59
Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15