Réttarhöldin sögð vera farsi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. febrúar 2019 07:30 Quim Torra forseti Katalóníuhéraðs. vísir/getty Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. Áratuga fangelsisvistar er krafist fyrir meinta uppreisn og uppreisnaráróður. Verjendur fóru með opnunarorð sín og ræddu einna helst um tvennt. Annars vegar sökuðu þeir spænsk stjórnvöld um mannréttindabrot. Hins vegar kvörtuðu þeir yfir meintri hlutdrægni dómstólsins, sögðu réttarhöldin pólitísk og fóru fram á frestun þar sem verjendur hafa enn ekki fengið öll gögn í hendur. Quim Torra, forseti Katalóníu, sagði á blaðamannafundi að hann færi fram á að alþjóðlegum samtökum yrði heimilað að stunda eftirlit með hinum „farsakenndu réttarhöldum“. Þeirri beiðni hefur hæstiréttur áður hafnað og sagt nóg að þeim sé sjónvarpað. „Nú er fyrsta degi réttarhalda, sem aldrei hefðu átt að fara fram, lokið. Það að við séum að horfa upp á kjörna fulltrúa fyrir dómi er árás á lýðræðið,“ sagði Torra. Torra krafðist þess einnig að Pedro Sanchez forsætisráðherra mætti til alvöru viðræðna til þess að ræða um nýja atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Ellegar gætu katalónskir flokkar ekki stutt fjárlagafrumvarp hans í atkvæðagreiðslu á þinginu í dag. Fái hann ekki þann stuðning er talið að frumvarpið verði fellt og að stjórn sósíalista boði til nýrra kosninga. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. Áratuga fangelsisvistar er krafist fyrir meinta uppreisn og uppreisnaráróður. Verjendur fóru með opnunarorð sín og ræddu einna helst um tvennt. Annars vegar sökuðu þeir spænsk stjórnvöld um mannréttindabrot. Hins vegar kvörtuðu þeir yfir meintri hlutdrægni dómstólsins, sögðu réttarhöldin pólitísk og fóru fram á frestun þar sem verjendur hafa enn ekki fengið öll gögn í hendur. Quim Torra, forseti Katalóníu, sagði á blaðamannafundi að hann færi fram á að alþjóðlegum samtökum yrði heimilað að stunda eftirlit með hinum „farsakenndu réttarhöldum“. Þeirri beiðni hefur hæstiréttur áður hafnað og sagt nóg að þeim sé sjónvarpað. „Nú er fyrsta degi réttarhalda, sem aldrei hefðu átt að fara fram, lokið. Það að við séum að horfa upp á kjörna fulltrúa fyrir dómi er árás á lýðræðið,“ sagði Torra. Torra krafðist þess einnig að Pedro Sanchez forsætisráðherra mætti til alvöru viðræðna til þess að ræða um nýja atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Ellegar gætu katalónskir flokkar ekki stutt fjárlagafrumvarp hans í atkvæðagreiðslu á þinginu í dag. Fái hann ekki þann stuðning er talið að frumvarpið verði fellt og að stjórn sósíalista boði til nýrra kosninga.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira