Lykilbragðefni Bláa Opalsins finnst ekki Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 11:30 Rétt rúm tvö ár eru síðan að fréttastofan hafði pakka af nýjum Bláum Opal undir höndum. Þá var talið að hægt yrði að hefja framleiðslu á ný. Annað kom þó á daginn. VÍSIR/ERNIR Þrátt fyrir viðamiklar umleitanir eru aðstandendur Nóa Siríus svartsýnir á að Blár Opal fari aftur í framleiðslu hjá sælgætisfyrirtækinu. Erfiðlega hefur gengið að hafa uppi á lykilbragðefninu og því taldar litlar líkur á að Blár Opal verði fáanlegur þegar 75 ára afmæli Opals verður fagnað árið 2020. Vísir greindi frá því í lok árs 2016 að Nói Siríus hafi um það leyti verið að „þreifa fyrir sér“ í framleiðslu Blás Opals. Sælgætið var tekið af markaði árið 2005 eftir að hætt var að framleiða helsta bragðefnið. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Blár Opal var tekinn úr sölu. Það var til að mynda gert árið 1982 en sælgætið rataði þó aftur á markað tveimur árum síðar. Þá var búið að breyta innihaldinu örlítið. Eftir endurkomuna innihélt Blár Opal 1,4 prósent af aðalbragðefninu, klóróformi. Nýleg reglugerð um þetta leyti setti hámarkið við tvö prósent. Klóróform er þó ekki notað í matvælavinnslu í dag. Fregnir af yfirvofandi endurkomu Bláa Opalsins í desember 2016 vöktu að vonum athygli enda hafa margir Íslendingar kallað eftir því að hafin verði framleiðsla á Bláum Opal á ný. Nóa Siríus hafa borist ótal áskoranir í áranna rás þess efnis og þá eru jafnframt dæmi um að bláir opalpakkar séu seldir á uppboði fyrir þúsundir króna.Sent út til greiningar Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Siríus, segir að á þeim tveimur árum sem liðin eru frá fyrri fréttaflutningi hafi verið reynt til hins ítrasta að hefja framleiðsluna aftur - en án árangurs. Ásættanlegt staðkvæmdarbragðefni fyrir klóróform, sem gaf Bláa Opal sinn sérstaka keim, sé hreinlega hvergi fáanlegt. Í leit sinni hafi Nói Siríus til að mynda sett sig í samband við marga af „öflugustu bragðefnaframleiðendum í heiminum“. Þeir hafi jafnvel látið greina Bláa Opalinn, „en ekki haft erindi sem erfiði við að ná að endurgera það einstaka bragð sem var af Bláum Opal,“ segir Auðjón. Það sé ekki síst hvimleitt í ljósi þess að Opal fagnar 75 ára afmæli á næsta ári. Auðjón segir að því hafi Nóa Siríus verið í mun um að ná að hefja framleiðslu á Bláum Opal. „En það verður að segjast eins og er, að við erum svartsýn á að það takist – þótt við gefumst aldrei upp,“ segir Auðjón. Neytendur Tengdar fréttir Blár Opal og Piparpúkar aftur í framleiðslu hjá Nóa Líkur eru á að bæði Blár Opal og Piparpúkar muni sjást aftur í verslunum á næstu misserum. 1. desember 2016 14:40 Hvaða vörur vilt þú fá aftur? Eins og Vísir greindi frá á fimmtudaginn er Blár Opal og Piparpúkar á leiðinni aftur í framleiðslu hjá Nóa Síríus. 5. desember 2016 14:00 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Þrátt fyrir viðamiklar umleitanir eru aðstandendur Nóa Siríus svartsýnir á að Blár Opal fari aftur í framleiðslu hjá sælgætisfyrirtækinu. Erfiðlega hefur gengið að hafa uppi á lykilbragðefninu og því taldar litlar líkur á að Blár Opal verði fáanlegur þegar 75 ára afmæli Opals verður fagnað árið 2020. Vísir greindi frá því í lok árs 2016 að Nói Siríus hafi um það leyti verið að „þreifa fyrir sér“ í framleiðslu Blás Opals. Sælgætið var tekið af markaði árið 2005 eftir að hætt var að framleiða helsta bragðefnið. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Blár Opal var tekinn úr sölu. Það var til að mynda gert árið 1982 en sælgætið rataði þó aftur á markað tveimur árum síðar. Þá var búið að breyta innihaldinu örlítið. Eftir endurkomuna innihélt Blár Opal 1,4 prósent af aðalbragðefninu, klóróformi. Nýleg reglugerð um þetta leyti setti hámarkið við tvö prósent. Klóróform er þó ekki notað í matvælavinnslu í dag. Fregnir af yfirvofandi endurkomu Bláa Opalsins í desember 2016 vöktu að vonum athygli enda hafa margir Íslendingar kallað eftir því að hafin verði framleiðsla á Bláum Opal á ný. Nóa Siríus hafa borist ótal áskoranir í áranna rás þess efnis og þá eru jafnframt dæmi um að bláir opalpakkar séu seldir á uppboði fyrir þúsundir króna.Sent út til greiningar Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Siríus, segir að á þeim tveimur árum sem liðin eru frá fyrri fréttaflutningi hafi verið reynt til hins ítrasta að hefja framleiðsluna aftur - en án árangurs. Ásættanlegt staðkvæmdarbragðefni fyrir klóróform, sem gaf Bláa Opal sinn sérstaka keim, sé hreinlega hvergi fáanlegt. Í leit sinni hafi Nói Siríus til að mynda sett sig í samband við marga af „öflugustu bragðefnaframleiðendum í heiminum“. Þeir hafi jafnvel látið greina Bláa Opalinn, „en ekki haft erindi sem erfiði við að ná að endurgera það einstaka bragð sem var af Bláum Opal,“ segir Auðjón. Það sé ekki síst hvimleitt í ljósi þess að Opal fagnar 75 ára afmæli á næsta ári. Auðjón segir að því hafi Nóa Siríus verið í mun um að ná að hefja framleiðslu á Bláum Opal. „En það verður að segjast eins og er, að við erum svartsýn á að það takist – þótt við gefumst aldrei upp,“ segir Auðjón.
Neytendur Tengdar fréttir Blár Opal og Piparpúkar aftur í framleiðslu hjá Nóa Líkur eru á að bæði Blár Opal og Piparpúkar muni sjást aftur í verslunum á næstu misserum. 1. desember 2016 14:40 Hvaða vörur vilt þú fá aftur? Eins og Vísir greindi frá á fimmtudaginn er Blár Opal og Piparpúkar á leiðinni aftur í framleiðslu hjá Nóa Síríus. 5. desember 2016 14:00 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Blár Opal og Piparpúkar aftur í framleiðslu hjá Nóa Líkur eru á að bæði Blár Opal og Piparpúkar muni sjást aftur í verslunum á næstu misserum. 1. desember 2016 14:40
Hvaða vörur vilt þú fá aftur? Eins og Vísir greindi frá á fimmtudaginn er Blár Opal og Piparpúkar á leiðinni aftur í framleiðslu hjá Nóa Síríus. 5. desember 2016 14:00