Brúum bilið Björg Valgeirsdóttir skrifar 13. febrúar 2019 14:39 Elsku drengurinn minn er búinn að ná eftirlitslausa aldrinum, heilum 9 mánuðum! Núna getur hann verið einn heima á meðan við foreldrarnir erum í vinnunni. Húrra fyrir honum! Eða hvað? Núna þegar við foreldrar hans höfum ráðstafað orlofsréttindum, til skertra tekna úr fæðingarorlofssjóði í jafn langan tíma og hann hefur lifað, erum við bæði á vinnumarkaði, en enga daggæslu að fá. Drengurinn minn er fæddur 30. apríl 2018 og svörin sem við höfum fengið frá Reykjavíkurborg eru þau að aðeins börn fædd í janúar og febrúar sama ár fái pláss á leikskóla í haust. Okkur hefur verið ráðlagt að sækja um á einkareknum leikskólum og hjá dagforeldrum. Við framangreint eru nokkrar athugasemdir gerðar: 1) Við erum búin að sækja um hjá öllum einkareknu leikskólunum í borginni, með og án ungbarnadeilda, og þar er hann á biðlista. Öllum stjórnendum þar ber saman um að hann komist ekki að fyrr en í fyrsta lagi í haust. 2) Við erum búin að sækja um hjá öllum þeim dagforeldrum í borginni sem okkur hefur tekist að fá meðmæli um og eða getum hugsað okkur að láta hann dvelja hjá í 8 klukkustundir á dag. Alls staðar er hann á biðlista og allir hafa svarað okkur þannig að hann komist ekki að fyrr en í fyrsta lagi í haust nema eitthvað óvænt komi upp á. 3) Við erum NÚNA byrjuð að vinna. Svör um komandi haust gera því ekkert fyrir okkur Í DAG. Hið sama gildir um fyrirheit til fjarlægrar framtíðar. 4) Takk mamma, þú ert best. Takk skilningsríku vinnuveitendur mínir, fyrir að láta mig vita að það verði fundið út úr því hvað við gerum dagana sem mamma getur ekki passað, það veitir mér hugarró. 5) Það er ekkert sanngjarnt við það að mamma sé bundin heima yfir mínu ungviði, á vinnutíma, velflesta virka daga. Eldri kona sem hefur skilað sinni pligt til samfélagsins á að fá að njóta þess að vera ekki í vinnu. Það er heldur ekki sanngjarnt að við foreldrar hans séum sakbitin yfir því alla virka daga að mamma sé orðin þreytt eða hún sé of bundin heima á okkar vinnutíma, þó við vitum hve mikið hún dýrkar barnið. 6) Við borgum okkar skatta og gjöld eins og allir aðrir löghlýðnir borgarar. 7) Við fáum engin gagnleg svör frá Reykjavík, sem ekkert hefur gert til að bæta stöðuna undanfarin kjörtímabil. Staðan hefur raunar versnað umtalsvert eins og málin horfa við okkur, sem vorum einnig með aprílbarn fyrir tæpum 5 árum, þá komið í daggæslu á sama árstíma. 8) Ríkið kemur ekki til móts við okkur með frekari greiðslum úr fæðingarorlofssjóði vegna stöðunnar. 9) Reykjavík lofar engu fyrir barnið mitt fyrr en það verður 18 mánaða hið minnsta. Hvað eigum við að gera á meðan? Það eru 9 mánuðir sem við þurfum að brúa hér. 10) Ef fer sem horfir kemst hann raunar ekki á leikskóla fyrr en hann verður 28 mánaða, haustið 2020, rétt eins og systir hans haustið 2015. 11) Ég sé ekki eftir örðu af fjármunum sem ég ýmist hef horft á eftir vegna tekjuskerðingar í fæðingarorlofum, hef greitt eða mun greiða fyrir elskulegu börnin mín sem ég unni svo heitt. Hins vegar spyr ég mig hvort það sé sanngjarnt, ef fer sem horfir, að við foreldrar Fróða greiðum í 10 mánuði lengur, mun hærri gjöld vegna daggæslu hjá dagforeldri, en barn sem fæddist í febrúar 2018 og kemst að í leikskóla í haust. Í því felst mismunun. Á hverju ári verður veturinn að vori og það er jafnvíst að þessi umræða foreldra ungra barna án dagvistunar verður hávær á sama tíma. Þeir sem taka þátt í henni eru foreldrar sem horfa fram á vandann eða eru í vanda og þeir sem ættu að grípa hana á lofti spá þá aðeins fyrir um framtíðina. Umræðan fellur því jafnóðum eins og lauf að hausti, án þess að nokkuð breytist, enda er þessi þrýstihópur síbreytilegur. Þeir sem ættu þá að ráðast í lausnir virðast hins vegar njóta þess hve þögnin er þeim ljúf. Alveg fram á næsta vor. Að endingu bið ég um áheyrn og spyr hvað sé til ráða. Hvað megi gera NÚNA til að bregðast við úrræðaleysi fyrir börn á aldrinum 9-18 mánaða í Reykjavíkurborg sem eru NÚNA ekki með daggæslu en foreldra sem eru eða vilja geta verið á vinnumarkaði?#brúumbilið Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Elsku drengurinn minn er búinn að ná eftirlitslausa aldrinum, heilum 9 mánuðum! Núna getur hann verið einn heima á meðan við foreldrarnir erum í vinnunni. Húrra fyrir honum! Eða hvað? Núna þegar við foreldrar hans höfum ráðstafað orlofsréttindum, til skertra tekna úr fæðingarorlofssjóði í jafn langan tíma og hann hefur lifað, erum við bæði á vinnumarkaði, en enga daggæslu að fá. Drengurinn minn er fæddur 30. apríl 2018 og svörin sem við höfum fengið frá Reykjavíkurborg eru þau að aðeins börn fædd í janúar og febrúar sama ár fái pláss á leikskóla í haust. Okkur hefur verið ráðlagt að sækja um á einkareknum leikskólum og hjá dagforeldrum. Við framangreint eru nokkrar athugasemdir gerðar: 1) Við erum búin að sækja um hjá öllum einkareknu leikskólunum í borginni, með og án ungbarnadeilda, og þar er hann á biðlista. Öllum stjórnendum þar ber saman um að hann komist ekki að fyrr en í fyrsta lagi í haust. 2) Við erum búin að sækja um hjá öllum þeim dagforeldrum í borginni sem okkur hefur tekist að fá meðmæli um og eða getum hugsað okkur að láta hann dvelja hjá í 8 klukkustundir á dag. Alls staðar er hann á biðlista og allir hafa svarað okkur þannig að hann komist ekki að fyrr en í fyrsta lagi í haust nema eitthvað óvænt komi upp á. 3) Við erum NÚNA byrjuð að vinna. Svör um komandi haust gera því ekkert fyrir okkur Í DAG. Hið sama gildir um fyrirheit til fjarlægrar framtíðar. 4) Takk mamma, þú ert best. Takk skilningsríku vinnuveitendur mínir, fyrir að láta mig vita að það verði fundið út úr því hvað við gerum dagana sem mamma getur ekki passað, það veitir mér hugarró. 5) Það er ekkert sanngjarnt við það að mamma sé bundin heima yfir mínu ungviði, á vinnutíma, velflesta virka daga. Eldri kona sem hefur skilað sinni pligt til samfélagsins á að fá að njóta þess að vera ekki í vinnu. Það er heldur ekki sanngjarnt að við foreldrar hans séum sakbitin yfir því alla virka daga að mamma sé orðin þreytt eða hún sé of bundin heima á okkar vinnutíma, þó við vitum hve mikið hún dýrkar barnið. 6) Við borgum okkar skatta og gjöld eins og allir aðrir löghlýðnir borgarar. 7) Við fáum engin gagnleg svör frá Reykjavík, sem ekkert hefur gert til að bæta stöðuna undanfarin kjörtímabil. Staðan hefur raunar versnað umtalsvert eins og málin horfa við okkur, sem vorum einnig með aprílbarn fyrir tæpum 5 árum, þá komið í daggæslu á sama árstíma. 8) Ríkið kemur ekki til móts við okkur með frekari greiðslum úr fæðingarorlofssjóði vegna stöðunnar. 9) Reykjavík lofar engu fyrir barnið mitt fyrr en það verður 18 mánaða hið minnsta. Hvað eigum við að gera á meðan? Það eru 9 mánuðir sem við þurfum að brúa hér. 10) Ef fer sem horfir kemst hann raunar ekki á leikskóla fyrr en hann verður 28 mánaða, haustið 2020, rétt eins og systir hans haustið 2015. 11) Ég sé ekki eftir örðu af fjármunum sem ég ýmist hef horft á eftir vegna tekjuskerðingar í fæðingarorlofum, hef greitt eða mun greiða fyrir elskulegu börnin mín sem ég unni svo heitt. Hins vegar spyr ég mig hvort það sé sanngjarnt, ef fer sem horfir, að við foreldrar Fróða greiðum í 10 mánuði lengur, mun hærri gjöld vegna daggæslu hjá dagforeldri, en barn sem fæddist í febrúar 2018 og kemst að í leikskóla í haust. Í því felst mismunun. Á hverju ári verður veturinn að vori og það er jafnvíst að þessi umræða foreldra ungra barna án dagvistunar verður hávær á sama tíma. Þeir sem taka þátt í henni eru foreldrar sem horfa fram á vandann eða eru í vanda og þeir sem ættu að grípa hana á lofti spá þá aðeins fyrir um framtíðina. Umræðan fellur því jafnóðum eins og lauf að hausti, án þess að nokkuð breytist, enda er þessi þrýstihópur síbreytilegur. Þeir sem ættu þá að ráðast í lausnir virðast hins vegar njóta þess hve þögnin er þeim ljúf. Alveg fram á næsta vor. Að endingu bið ég um áheyrn og spyr hvað sé til ráða. Hvað megi gera NÚNA til að bregðast við úrræðaleysi fyrir börn á aldrinum 9-18 mánaða í Reykjavíkurborg sem eru NÚNA ekki með daggæslu en foreldra sem eru eða vilja geta verið á vinnumarkaði?#brúumbilið
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun