Hagnaður Arion dróst saman um tæpan helming á milli ára Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2019 17:56 Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Hagnaður Arion banka dróst saman um um 45,8 prósent á milli áranna 2018 og 2017. Í lok síðasta árs var hagnaður samstæðu Arion banka 7,8 milljarðar króna en 2017 var hann 14,4 milljarðar. Arðsemi 2018 var 3,7 prósent en árið 2017 var hún 6,6 prósent. Stjórn Arion leggur til að 10 milljarða króna arður verði greiddur sem samsvari fimm krónum á hlut. Í tilkynningu segir að arðgreiðslan sé liður í áframhaldandi hagræðingu á samsetningu eigin fjár bankans. Á síðasta ársfjórðungi 2018 var hagnaður Arion 1,6 milljarður króna, samanborið við 4,1 milljarðs króna hagnaðs árið 2017. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir afkomuna á fjórða ársfjórðungi og 2018 í heild hafa verið undir væntingum. „Við sjáum hins vegar jákvæða þróun í grunnstarfsemi bankans og það er ánægjulegt að sjá að vaxtamunur hækkar á fjórða ársfjórðungi í samræmi við markmið okkar. Erfiðar aðstæður á hluta- og skuldabréfamörkuðum og ekki síst hræringar í flugrekstri settu mark sitt á starfsemina, bæði á fjórðungnum og á árinu í heild,“ segir Höskuldur. „Eitt helsta verkefni þessa árs verður að auka arðsemi í rekstri bankans og hafa ýmis verkefni verðið sett í gang með það að markmiði. Það er engu síður ljóst að það er erfitt verkefni að ná viðunandi arðsemi án umtalsverðra hækkana á útlánavöxtum þegar ríkisvaldið viðheldur ofursköttum á bankakerfið og eftirlitsaðilar bæta við eiginfjárkröfum og öðrum álögum.“ Heildareignir Arion banka námu 1.164,3 milljörðum króna í árslok 2018 samanborið við 1.147,8 milljarða króna í árslok 2017. Eigið fé hluthafa bankans nam 200,9 milljörðum samanborið við 225,7 milljarða í árslok 2017. Gengi hlutabréfa í Arion banka lækkaði um 3,51 prósent í Kauphöllinni í dag og stóðu í 77 við lok dagsins. Gengi hlutabréfa í bankanum hafa farið hækkandi á þessu ári en um áramótin stóðu þau í sjötíu komma þremur á hvern hlut. Bankinn var skráður í Kauphöllina um miðjan júní á síðasta ári. Hann var skráður á 75 en dagslokagengi eftir skráningu 88,8. Íslenskir bankar Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Hagnaður Arion banka dróst saman um um 45,8 prósent á milli áranna 2018 og 2017. Í lok síðasta árs var hagnaður samstæðu Arion banka 7,8 milljarðar króna en 2017 var hann 14,4 milljarðar. Arðsemi 2018 var 3,7 prósent en árið 2017 var hún 6,6 prósent. Stjórn Arion leggur til að 10 milljarða króna arður verði greiddur sem samsvari fimm krónum á hlut. Í tilkynningu segir að arðgreiðslan sé liður í áframhaldandi hagræðingu á samsetningu eigin fjár bankans. Á síðasta ársfjórðungi 2018 var hagnaður Arion 1,6 milljarður króna, samanborið við 4,1 milljarðs króna hagnaðs árið 2017. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir afkomuna á fjórða ársfjórðungi og 2018 í heild hafa verið undir væntingum. „Við sjáum hins vegar jákvæða þróun í grunnstarfsemi bankans og það er ánægjulegt að sjá að vaxtamunur hækkar á fjórða ársfjórðungi í samræmi við markmið okkar. Erfiðar aðstæður á hluta- og skuldabréfamörkuðum og ekki síst hræringar í flugrekstri settu mark sitt á starfsemina, bæði á fjórðungnum og á árinu í heild,“ segir Höskuldur. „Eitt helsta verkefni þessa árs verður að auka arðsemi í rekstri bankans og hafa ýmis verkefni verðið sett í gang með það að markmiði. Það er engu síður ljóst að það er erfitt verkefni að ná viðunandi arðsemi án umtalsverðra hækkana á útlánavöxtum þegar ríkisvaldið viðheldur ofursköttum á bankakerfið og eftirlitsaðilar bæta við eiginfjárkröfum og öðrum álögum.“ Heildareignir Arion banka námu 1.164,3 milljörðum króna í árslok 2018 samanborið við 1.147,8 milljarða króna í árslok 2017. Eigið fé hluthafa bankans nam 200,9 milljörðum samanborið við 225,7 milljarða í árslok 2017. Gengi hlutabréfa í Arion banka lækkaði um 3,51 prósent í Kauphöllinni í dag og stóðu í 77 við lok dagsins. Gengi hlutabréfa í bankanum hafa farið hækkandi á þessu ári en um áramótin stóðu þau í sjötíu komma þremur á hvern hlut. Bankinn var skráður í Kauphöllina um miðjan júní á síðasta ári. Hann var skráður á 75 en dagslokagengi eftir skráningu 88,8.
Íslenskir bankar Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira