Hagnaður Arion dróst saman um tæpan helming á milli ára Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2019 17:56 Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Hagnaður Arion banka dróst saman um um 45,8 prósent á milli áranna 2018 og 2017. Í lok síðasta árs var hagnaður samstæðu Arion banka 7,8 milljarðar króna en 2017 var hann 14,4 milljarðar. Arðsemi 2018 var 3,7 prósent en árið 2017 var hún 6,6 prósent. Stjórn Arion leggur til að 10 milljarða króna arður verði greiddur sem samsvari fimm krónum á hlut. Í tilkynningu segir að arðgreiðslan sé liður í áframhaldandi hagræðingu á samsetningu eigin fjár bankans. Á síðasta ársfjórðungi 2018 var hagnaður Arion 1,6 milljarður króna, samanborið við 4,1 milljarðs króna hagnaðs árið 2017. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir afkomuna á fjórða ársfjórðungi og 2018 í heild hafa verið undir væntingum. „Við sjáum hins vegar jákvæða þróun í grunnstarfsemi bankans og það er ánægjulegt að sjá að vaxtamunur hækkar á fjórða ársfjórðungi í samræmi við markmið okkar. Erfiðar aðstæður á hluta- og skuldabréfamörkuðum og ekki síst hræringar í flugrekstri settu mark sitt á starfsemina, bæði á fjórðungnum og á árinu í heild,“ segir Höskuldur. „Eitt helsta verkefni þessa árs verður að auka arðsemi í rekstri bankans og hafa ýmis verkefni verðið sett í gang með það að markmiði. Það er engu síður ljóst að það er erfitt verkefni að ná viðunandi arðsemi án umtalsverðra hækkana á útlánavöxtum þegar ríkisvaldið viðheldur ofursköttum á bankakerfið og eftirlitsaðilar bæta við eiginfjárkröfum og öðrum álögum.“ Heildareignir Arion banka námu 1.164,3 milljörðum króna í árslok 2018 samanborið við 1.147,8 milljarða króna í árslok 2017. Eigið fé hluthafa bankans nam 200,9 milljörðum samanborið við 225,7 milljarða í árslok 2017. Gengi hlutabréfa í Arion banka lækkaði um 3,51 prósent í Kauphöllinni í dag og stóðu í 77 við lok dagsins. Gengi hlutabréfa í bankanum hafa farið hækkandi á þessu ári en um áramótin stóðu þau í sjötíu komma þremur á hvern hlut. Bankinn var skráður í Kauphöllina um miðjan júní á síðasta ári. Hann var skráður á 75 en dagslokagengi eftir skráningu 88,8. Íslenskir bankar Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Hagnaður Arion banka dróst saman um um 45,8 prósent á milli áranna 2018 og 2017. Í lok síðasta árs var hagnaður samstæðu Arion banka 7,8 milljarðar króna en 2017 var hann 14,4 milljarðar. Arðsemi 2018 var 3,7 prósent en árið 2017 var hún 6,6 prósent. Stjórn Arion leggur til að 10 milljarða króna arður verði greiddur sem samsvari fimm krónum á hlut. Í tilkynningu segir að arðgreiðslan sé liður í áframhaldandi hagræðingu á samsetningu eigin fjár bankans. Á síðasta ársfjórðungi 2018 var hagnaður Arion 1,6 milljarður króna, samanborið við 4,1 milljarðs króna hagnaðs árið 2017. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir afkomuna á fjórða ársfjórðungi og 2018 í heild hafa verið undir væntingum. „Við sjáum hins vegar jákvæða þróun í grunnstarfsemi bankans og það er ánægjulegt að sjá að vaxtamunur hækkar á fjórða ársfjórðungi í samræmi við markmið okkar. Erfiðar aðstæður á hluta- og skuldabréfamörkuðum og ekki síst hræringar í flugrekstri settu mark sitt á starfsemina, bæði á fjórðungnum og á árinu í heild,“ segir Höskuldur. „Eitt helsta verkefni þessa árs verður að auka arðsemi í rekstri bankans og hafa ýmis verkefni verðið sett í gang með það að markmiði. Það er engu síður ljóst að það er erfitt verkefni að ná viðunandi arðsemi án umtalsverðra hækkana á útlánavöxtum þegar ríkisvaldið viðheldur ofursköttum á bankakerfið og eftirlitsaðilar bæta við eiginfjárkröfum og öðrum álögum.“ Heildareignir Arion banka námu 1.164,3 milljörðum króna í árslok 2018 samanborið við 1.147,8 milljarða króna í árslok 2017. Eigið fé hluthafa bankans nam 200,9 milljörðum samanborið við 225,7 milljarða í árslok 2017. Gengi hlutabréfa í Arion banka lækkaði um 3,51 prósent í Kauphöllinni í dag og stóðu í 77 við lok dagsins. Gengi hlutabréfa í bankanum hafa farið hækkandi á þessu ári en um áramótin stóðu þau í sjötíu komma þremur á hvern hlut. Bankinn var skráður í Kauphöllina um miðjan júní á síðasta ári. Hann var skráður á 75 en dagslokagengi eftir skráningu 88,8.
Íslenskir bankar Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira