Hoppaði yfir verðlaunaleikkonu í miðjum NBA-leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2019 09:30 Joel Embiid hoppar hér útaf vellinum til að bjarga boltanum. AP/Frank Franklin II Joel Embiid átti flottan leik í sigri Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það var þó eitt atvik í leiknum sem stal senunni í Madison Square Garden. Bæði forráðamenn Philadelphia 76ers og Madison Square Garden tóku örugglega andköf þegar þeir sáu hinn 213 sentímetra miðherja hoppa á eftir boltanum og í fangið á fína fólkinu í dýru sætunum í Madison Square Garden.Embiid almost took out Regina King pic.twitter.com/sLW47zNfZR — Bleacher Report (@BleacherReport) February 14, 2019Joel Embiid hoppaði yfir verðlaunaleikkonuna Reginu King sem vakti enn meiri athygli á atvikinu. Regina King er meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár og vann Golden Globe verðlaun fyrir sama hlutverk í myndinni If Beale Street Could Talk. Reginu King er samt líklega þekktust fyrir að leika eiginkonu Rod Tidwell í myndinni "Jerry Maguire" en hún þakkaði fyirr íþróttahæfileika Joel Embiid eftir leikinn.Yoooo. Thank you God and @JoelEmbiid for your athletic abilities. Crisis averted https://t.co/LLTtzECuV4 — Regina King (@ReginaKing) February 14, 2019„Það er gott að ég bjargaði lífi hennar en því þurfti þá einhver annar að finna fyrir því. Ég biðst afsökunar á því,“ sagði Joel Embiid. Það var tölfræðingur MSG Network, sem sat við hlið Mike Breen, sem fékk Embiid í fangið. Hann hélt samt áfram leik þrátt fyrir að hafa fengið þennan 113 kílóa risa á sig. Einhverjir gagnrýndu hann fyrir að taka svona áhættu enda var Philadelphia 76ers þarna fimmtán stigum yfir og hann hefði jafnvel getað endað hjá sér tímabilið. „Ég kann bara spila á einn hátt og það er að vera á fullu og keppa um alla bolta. Ég mun gera það í hundrað prósent tilfella,“ sagði Joel Embiid.Regina King’s life just flashed before her eyes pic.twitter.com/YPLAwjyR6E — Rob Perez (@WorldWideWob) February 14, 2019 NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ Sjá meira
Joel Embiid átti flottan leik í sigri Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það var þó eitt atvik í leiknum sem stal senunni í Madison Square Garden. Bæði forráðamenn Philadelphia 76ers og Madison Square Garden tóku örugglega andköf þegar þeir sáu hinn 213 sentímetra miðherja hoppa á eftir boltanum og í fangið á fína fólkinu í dýru sætunum í Madison Square Garden.Embiid almost took out Regina King pic.twitter.com/sLW47zNfZR — Bleacher Report (@BleacherReport) February 14, 2019Joel Embiid hoppaði yfir verðlaunaleikkonuna Reginu King sem vakti enn meiri athygli á atvikinu. Regina King er meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár og vann Golden Globe verðlaun fyrir sama hlutverk í myndinni If Beale Street Could Talk. Reginu King er samt líklega þekktust fyrir að leika eiginkonu Rod Tidwell í myndinni "Jerry Maguire" en hún þakkaði fyirr íþróttahæfileika Joel Embiid eftir leikinn.Yoooo. Thank you God and @JoelEmbiid for your athletic abilities. Crisis averted https://t.co/LLTtzECuV4 — Regina King (@ReginaKing) February 14, 2019„Það er gott að ég bjargaði lífi hennar en því þurfti þá einhver annar að finna fyrir því. Ég biðst afsökunar á því,“ sagði Joel Embiid. Það var tölfræðingur MSG Network, sem sat við hlið Mike Breen, sem fékk Embiid í fangið. Hann hélt samt áfram leik þrátt fyrir að hafa fengið þennan 113 kílóa risa á sig. Einhverjir gagnrýndu hann fyrir að taka svona áhættu enda var Philadelphia 76ers þarna fimmtán stigum yfir og hann hefði jafnvel getað endað hjá sér tímabilið. „Ég kann bara spila á einn hátt og það er að vera á fullu og keppa um alla bolta. Ég mun gera það í hundrað prósent tilfella,“ sagði Joel Embiid.Regina King’s life just flashed before her eyes pic.twitter.com/YPLAwjyR6E — Rob Perez (@WorldWideWob) February 14, 2019
NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ Sjá meira