Alvarleg árekstrarhætta þegar flugvél rétt náði yfir söndunarbíl í flugtaki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. febrúar 2019 08:55 Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri. Vísir/Vilhelm Litlu mátti muna að flugvél rækist á söndunarbíl á Reykjavíkurflugvelli 11.janúar á síðasta ári í flugtaki. Flugvélin tók á loft án heimildar frá flugturni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað inn lokaskýrslu vegna málsins, sem flokkað er sem alvarlegt flugatvik, en um einkaþotu af gerð Cessna 525A var að ræða. Þrír voru um borð. Flugvélin var að undirbúa sig undir flugtak á flugbraut 19 en á sama tíma var söndunarbíll að sanda flugbraut 13. Í skýrslunni kemur fram að áhöfn vélarinnar hafi ekki gert sér grein að verið væri að sanda hina flugbrautina.Eins og ef til vill má sjá á þessari óskýru mynd mátti ekki miklu muna að illa færi.Mynd/RNSAÍ skýrslunni kemur einnig fram að áhöfnin hafi ekki fengið heimild frá flugturninum til þess að hefja flugtak, áhöfnin hafi heyrt einhverjar upplýsingar frá flugturninum, en ekki skilið þær þar sem þau samskipti hafi verið á íslensku, enda ætlaðar annarri flugvél. Engu að síður hóf flugmaðurinn flugtak á sama tíma og söndunarbílinn var við það að fara yfir þar sem flugbrautirnar mætast. Bílstjóri bílsins sagðist hafa tekið eftir flugvélinni á síðustu stundu og ekki haft tíma til að bregðast við. Í skýrslunni kemur fram að alvarleg árekstrarhætta hafi skapast og að flugvélin hafi rétt sloppið yfir söndunarbílinn í flugtakinu, en talið er að minna en einum metra hafi munað á bílnum og flugvélinni þegar minnst var. Rannsóknarnefndin mælir með því að öll samskipti á milli flugturns og flugvéla fari fram á ensku, þegar áhöfn minnst einnar flugvélar í samskiptum við flugturninn, tali ensku við flugturninn. Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ bara gæsahúð“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Sjá meira
Litlu mátti muna að flugvél rækist á söndunarbíl á Reykjavíkurflugvelli 11.janúar á síðasta ári í flugtaki. Flugvélin tók á loft án heimildar frá flugturni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað inn lokaskýrslu vegna málsins, sem flokkað er sem alvarlegt flugatvik, en um einkaþotu af gerð Cessna 525A var að ræða. Þrír voru um borð. Flugvélin var að undirbúa sig undir flugtak á flugbraut 19 en á sama tíma var söndunarbíll að sanda flugbraut 13. Í skýrslunni kemur fram að áhöfn vélarinnar hafi ekki gert sér grein að verið væri að sanda hina flugbrautina.Eins og ef til vill má sjá á þessari óskýru mynd mátti ekki miklu muna að illa færi.Mynd/RNSAÍ skýrslunni kemur einnig fram að áhöfnin hafi ekki fengið heimild frá flugturninum til þess að hefja flugtak, áhöfnin hafi heyrt einhverjar upplýsingar frá flugturninum, en ekki skilið þær þar sem þau samskipti hafi verið á íslensku, enda ætlaðar annarri flugvél. Engu að síður hóf flugmaðurinn flugtak á sama tíma og söndunarbílinn var við það að fara yfir þar sem flugbrautirnar mætast. Bílstjóri bílsins sagðist hafa tekið eftir flugvélinni á síðustu stundu og ekki haft tíma til að bregðast við. Í skýrslunni kemur fram að alvarleg árekstrarhætta hafi skapast og að flugvélin hafi rétt sloppið yfir söndunarbílinn í flugtakinu, en talið er að minna en einum metra hafi munað á bílnum og flugvélinni þegar minnst var. Rannsóknarnefndin mælir með því að öll samskipti á milli flugturns og flugvéla fari fram á ensku, þegar áhöfn minnst einnar flugvélar í samskiptum við flugturninn, tali ensku við flugturninn.
Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ bara gæsahúð“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Sjá meira