Persónuvernd úrskurðaði á dögunum að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Vigdís telur þetta tvímælalaust ígildi þess að kosningarnar séu þar með ómarktækar.

„Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórnar, nr. 5/1998, er kærufrestur 7 dagar að afliðnum kosningum. Eðli máls samkvæmt er sá frestur löngu liðinn, en nú hefur Persónuvernd gert alvarlegar athugasemdir við framkvæmd og aðdraganda kosninganna sbr. úrskurður sem birtur var á vef Reykjavíkurborgar hinn 7. febrúar s.a. og lítur kærandi svo á að nýr kærufrestur hafi byrjað að líða þann dag.“
Þá segir ennfremur:
„Í XIV. kafla sveitarstjórnarlaga segir í 93 gr. um kosningakærur: „Sá sem vill kæra sveitarstjórnarkosningarnar skal afhenda kæru sína hlutaðeigandi sýslumanni innan sjög daga frá því að lýst var úrslitum kosninga. Í ljósi framangreinds afhendi ég Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu kæru til efnismeðferðar og úrskurðar.“
Vigdís ræddi um kæruna við útvarpsmenn Reykjavík síðdegis, sem hlusta má á hér neðar.