Syrgir Salvador hinn ljúfa og krefst svara Ari Brynjólfsson skrifar 15. febrúar 2019 06:15 Kattavinurinn Freyja Jónsdóttir missti Salvador, sem hún saknar vitanlega sárt, en á læðuna Tinnu og vel fer á með þeim. Fréttablaðið/Anton Brink Kötturinn Salvador fannst drepinn fyrir utan heimili Freyju Jónsdóttur í Þingholtunum í Reykjavík snemma dags fimmtudaginn 24. janúar síðastliðinn. „Átta um morguninn bönkuðu skólakrakkar upp á hjá mér, ungur nágranni minn, sem er mikill vinur Salvadors, kallaði á mig. Stúlka sem átti leið hjá rétti mér Salvador og sagði að hann væri dauður,“ segir Freyja. Hún sá Salvador síðast á lífi kvöldið áður. „Hann var svo sofandi í körfunni sinni klukkan eitt, en hann fer iðulega út snemma morguns til að fylgjast með krökkunum á leiðinni í menntaskólann.“ Freyja segir Salvador meinlausan og vinalegan. Salvador var krufinn og í niðurstöðu dýralæknis kemur fram að líkur séu á að kötturinn hafi verið bitinn af hundi. Lítið gat hafi verið á vinstri hlið inn í nýrað, honum hafi síðan blætt út. Sjálf vill Freyja ekki útiloka að áhald hafi verið notað. „Annaðhvort var hann bitinn af hundi, þá vísvitandi, eða hann var rekinn í gegn af einhverjum sem vissi hvað hann var að gera.“ Árni Stefán Árnason, lögfræðingur sem sérhæfir sig í dýravernd, segir að það varði allt að tveggja ára fangelsi að drepa kött, eigi það bæði við ef hundi sé sigað á kött eða ef dýr sé rekið í gegn. Matvælastofnun tekur við öllum tilkynningum um mál af þessu tagi og kærir þau til lögreglu ef stofnunin metur tilefni til. Árni Stefán segir að staðan sé einfaldlega sú að dýrum sé mismunað eftir tegundum. „Ef einhver myndi drepa hest þá væri MAST og lögreglan komin í málið, en af því að þetta er gæludýr þá virðast önnur lögmál gilda.“ Freyja segir erfitt að tilkynna mál af þessu tagi og auðvelt sé að rekast á veggi. Hún segir gott fólk starfa hjá Matvælastofnun en það sé ráðalaust. „Sá sem ég talaði við sagði ekkert hægt að gera nema fleiri dæmi komi fram. Ég hef heyrt um sams konar hluti hér í hverfinu en það eru ekki allir sem treysta sér til þess að fara alla leið til að tilkynna.“ Freyja segir sárt að missa Salvador, sérstaklega á þennan hátt þar sem um var að ræða meinlausan og vinalegan heimiliskött. „Hann var fjögurra ára gamall þegar hann kom til mín, hann hafði áður verið í dýraathvarfinu. Hann var ekki í góðu ásigkomulagi, en frá því hann kom til mín fyrir sex árum hefur hann verið hvers manns hugljúfi.“ Freyja ætlar ekki að gefast upp. „Ég vil bara fá að vita hver myrti köttinn minn.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Reykjavík Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Kötturinn Salvador fannst drepinn fyrir utan heimili Freyju Jónsdóttur í Þingholtunum í Reykjavík snemma dags fimmtudaginn 24. janúar síðastliðinn. „Átta um morguninn bönkuðu skólakrakkar upp á hjá mér, ungur nágranni minn, sem er mikill vinur Salvadors, kallaði á mig. Stúlka sem átti leið hjá rétti mér Salvador og sagði að hann væri dauður,“ segir Freyja. Hún sá Salvador síðast á lífi kvöldið áður. „Hann var svo sofandi í körfunni sinni klukkan eitt, en hann fer iðulega út snemma morguns til að fylgjast með krökkunum á leiðinni í menntaskólann.“ Freyja segir Salvador meinlausan og vinalegan. Salvador var krufinn og í niðurstöðu dýralæknis kemur fram að líkur séu á að kötturinn hafi verið bitinn af hundi. Lítið gat hafi verið á vinstri hlið inn í nýrað, honum hafi síðan blætt út. Sjálf vill Freyja ekki útiloka að áhald hafi verið notað. „Annaðhvort var hann bitinn af hundi, þá vísvitandi, eða hann var rekinn í gegn af einhverjum sem vissi hvað hann var að gera.“ Árni Stefán Árnason, lögfræðingur sem sérhæfir sig í dýravernd, segir að það varði allt að tveggja ára fangelsi að drepa kött, eigi það bæði við ef hundi sé sigað á kött eða ef dýr sé rekið í gegn. Matvælastofnun tekur við öllum tilkynningum um mál af þessu tagi og kærir þau til lögreglu ef stofnunin metur tilefni til. Árni Stefán segir að staðan sé einfaldlega sú að dýrum sé mismunað eftir tegundum. „Ef einhver myndi drepa hest þá væri MAST og lögreglan komin í málið, en af því að þetta er gæludýr þá virðast önnur lögmál gilda.“ Freyja segir erfitt að tilkynna mál af þessu tagi og auðvelt sé að rekast á veggi. Hún segir gott fólk starfa hjá Matvælastofnun en það sé ráðalaust. „Sá sem ég talaði við sagði ekkert hægt að gera nema fleiri dæmi komi fram. Ég hef heyrt um sams konar hluti hér í hverfinu en það eru ekki allir sem treysta sér til þess að fara alla leið til að tilkynna.“ Freyja segir sárt að missa Salvador, sérstaklega á þennan hátt þar sem um var að ræða meinlausan og vinalegan heimiliskött. „Hann var fjögurra ára gamall þegar hann kom til mín, hann hafði áður verið í dýraathvarfinu. Hann var ekki í góðu ásigkomulagi, en frá því hann kom til mín fyrir sex árum hefur hann verið hvers manns hugljúfi.“ Freyja ætlar ekki að gefast upp. „Ég vil bara fá að vita hver myrti köttinn minn.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Reykjavík Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira