Bjartsýn á að Víkurgarður verði friðaður að fullu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. febrúar 2019 18:44 Fjölmenni mætti á baráttufund um friðun Víkurgarðs sem var haldinn í Iðnó í dag. Talsmaður baráttuhóps um friðun kirkjugarðsins segir að baráttan hafi staðið í sex ár og er vongóður um að hún skili árangri. Fjórir heiðursborgarar Reykjavíkur fóru á fund borgarstjóra í haust í þeim tilgangi að skora á borgina og fyrirtækið Lindarvatn að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði einum elsta kirkjugarði landsins og helgistað í borginni. Skipulagið og bygging hótelsins eigi sér rætur í mistökum í skipulagi. Það var svo í janúar á þessu ári sem mennta-og menningarmálaráðherra féllst á tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Vígurgarðs sem nú er fógetatorg og féllst á skyndifriðlýsingu á þeim stað þar sem hótelbyggingin á að hluta að rísa. Skyndifriðlýsingin gildir í sex vikur en Minjastofnun gerir tillögu til menntamálaráðherra um friðlýsinguna. Friðrik Ólafsson er talsmaður hópsins.Vísir/SigurjónBaráttuhópur um friðun garðsins hittist í Iðnó í dag þar sem farið var yfir málið. Friðrik Ólafsson heiðursborgari Reykjavíkur og stórmeistari í skák, er talsmaður hópsins. „Það er ennþá tími til stefnu til að friða garðinn að fullu því að bygging hótelsins er ekki hafin. Ég ætla enn fremur að nota orð frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta þegar ekki er búið að ljúka verki er enn hægt að stöðva það,“ segir Friðrik. Vísir/SigurjónFriðrik er vongóður um að barátta sem hófst árið 2013 skili áframhaldandi árangri. „Ég lít svo á að það verði erfiðara að rökstyðja að friðlýsa hann ekki en að friðlýsa,“ segir Friðrik. Hann segir um helgan stað að ræða sem eigi ekki að hreyfa nema brýn nauðsyn reki til. „Það er engin þörf fyrir hótel á þessum merkilega sögufræga stað og síst að öllu að vera að fórna þessu svæði í þágu einkahagsmuna,“ segir Friðrik. Fornminjar Kirkjugarðar Reykjavík Víkurgarður Tengdar fréttir Ákvörðun Lilju um Víkurgarð á mánudag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast á mánudag þegar mennta- og menningarmálaráðherra þarf að taka ákvörðun um framhald skyndifriðunar. Fornminjanefnd tekur ekki undir með Minjastofnun. 16. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Fjölmenni mætti á baráttufund um friðun Víkurgarðs sem var haldinn í Iðnó í dag. Talsmaður baráttuhóps um friðun kirkjugarðsins segir að baráttan hafi staðið í sex ár og er vongóður um að hún skili árangri. Fjórir heiðursborgarar Reykjavíkur fóru á fund borgarstjóra í haust í þeim tilgangi að skora á borgina og fyrirtækið Lindarvatn að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði einum elsta kirkjugarði landsins og helgistað í borginni. Skipulagið og bygging hótelsins eigi sér rætur í mistökum í skipulagi. Það var svo í janúar á þessu ári sem mennta-og menningarmálaráðherra féllst á tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Vígurgarðs sem nú er fógetatorg og féllst á skyndifriðlýsingu á þeim stað þar sem hótelbyggingin á að hluta að rísa. Skyndifriðlýsingin gildir í sex vikur en Minjastofnun gerir tillögu til menntamálaráðherra um friðlýsinguna. Friðrik Ólafsson er talsmaður hópsins.Vísir/SigurjónBaráttuhópur um friðun garðsins hittist í Iðnó í dag þar sem farið var yfir málið. Friðrik Ólafsson heiðursborgari Reykjavíkur og stórmeistari í skák, er talsmaður hópsins. „Það er ennþá tími til stefnu til að friða garðinn að fullu því að bygging hótelsins er ekki hafin. Ég ætla enn fremur að nota orð frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta þegar ekki er búið að ljúka verki er enn hægt að stöðva það,“ segir Friðrik. Vísir/SigurjónFriðrik er vongóður um að barátta sem hófst árið 2013 skili áframhaldandi árangri. „Ég lít svo á að það verði erfiðara að rökstyðja að friðlýsa hann ekki en að friðlýsa,“ segir Friðrik. Hann segir um helgan stað að ræða sem eigi ekki að hreyfa nema brýn nauðsyn reki til. „Það er engin þörf fyrir hótel á þessum merkilega sögufræga stað og síst að öllu að vera að fórna þessu svæði í þágu einkahagsmuna,“ segir Friðrik.
Fornminjar Kirkjugarðar Reykjavík Víkurgarður Tengdar fréttir Ákvörðun Lilju um Víkurgarð á mánudag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast á mánudag þegar mennta- og menningarmálaráðherra þarf að taka ákvörðun um framhald skyndifriðunar. Fornminjanefnd tekur ekki undir með Minjastofnun. 16. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Ákvörðun Lilju um Víkurgarð á mánudag Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast á mánudag þegar mennta- og menningarmálaráðherra þarf að taka ákvörðun um framhald skyndifriðunar. Fornminjanefnd tekur ekki undir með Minjastofnun. 16. febrúar 2019 08:00