Arnar: Drógum lengra stráið í dag Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. febrúar 2019 20:25 Arnar Guðjónsson þjálfar Stjörnuna vísir/bára „Tilfinningin er mjög góð. Ég er stoltur af strákunum og við unnum virkilega sterkt Njarðvíkur lið og ég er bara mjög ánægður,” sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir bikarmeistaratitilinn. „Þetta Njarðvíkur lið er frábært, vel þjálfað og þeir eiga skilið stórt hrós. Við bara drógum lengra stráið í dag,” sagði bikarmeistarinn Arnar um lið Njarðvíkur eftir leikinn. Stjarnan hélt Njarðvík undir 20 stigum í öllum leikhlutum leiksins nema þriðja. Það var stór hluti af ástæðunni fyrir að þeir eru bikarmeistarar. „Við vörðumst vel í þrjá leikhluta. Við áttum í tómu basli með þá í þriðja leikhluta. Varnarleikurinn hina þrjá leikhlutana var góður og það kannski skilaði þessu.” Brandon Rozzell var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins, en hann var frábær í dag. „Mjög leiðinlegt sko. Alltaf vesen á honum,” sagði Arnar á léttu nótunum. „Nei hann er bara æðislegur gaur, sterkur í klefanum. Góður í körfubolta og góður náungi. Ég vissi hvað hann getur þar sem ég þjálfaði hann úti og þess vegna náðum við í hann. Við náðum í hann af því að við ætlum að vinna tvo titla í ár. Við erum komnir með einn og við ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn líka. Hann er bara eitt púsl í þessu sterka liði sem ég er með,” sagði Arnar síðan um Brandon Rozzell. Þér er semsagt alveg sama um deildarmeistaratitillinn? „Já það er svona Cocoa Puffs bikar. Ef hann kemur á leiðinni þá kemur hann en við stefnum á það að verða íslandsmeistarar.” Þetta er fyrsta tímabil Arnars sem aðalþjálfari á Íslandi en hann þjálfaði lengi í Danmörku ásamt því að vera í þjálfarateyminu hjá íslenska landsliðinu. Arnar vann því bikarmeistaratitillinn í fyrstu tilraun sem verður að segjast að er tilefni til að fagna. „Já það verður eitthvað aðeins fagnað. Svo tökum við frí og huggulegheit næstu daga en það er búið að vera mikil keyrsla.” Íslenski körfuboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
„Tilfinningin er mjög góð. Ég er stoltur af strákunum og við unnum virkilega sterkt Njarðvíkur lið og ég er bara mjög ánægður,” sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir bikarmeistaratitilinn. „Þetta Njarðvíkur lið er frábært, vel þjálfað og þeir eiga skilið stórt hrós. Við bara drógum lengra stráið í dag,” sagði bikarmeistarinn Arnar um lið Njarðvíkur eftir leikinn. Stjarnan hélt Njarðvík undir 20 stigum í öllum leikhlutum leiksins nema þriðja. Það var stór hluti af ástæðunni fyrir að þeir eru bikarmeistarar. „Við vörðumst vel í þrjá leikhluta. Við áttum í tómu basli með þá í þriðja leikhluta. Varnarleikurinn hina þrjá leikhlutana var góður og það kannski skilaði þessu.” Brandon Rozzell var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins, en hann var frábær í dag. „Mjög leiðinlegt sko. Alltaf vesen á honum,” sagði Arnar á léttu nótunum. „Nei hann er bara æðislegur gaur, sterkur í klefanum. Góður í körfubolta og góður náungi. Ég vissi hvað hann getur þar sem ég þjálfaði hann úti og þess vegna náðum við í hann. Við náðum í hann af því að við ætlum að vinna tvo titla í ár. Við erum komnir með einn og við ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn líka. Hann er bara eitt púsl í þessu sterka liði sem ég er með,” sagði Arnar síðan um Brandon Rozzell. Þér er semsagt alveg sama um deildarmeistaratitillinn? „Já það er svona Cocoa Puffs bikar. Ef hann kemur á leiðinni þá kemur hann en við stefnum á það að verða íslandsmeistarar.” Þetta er fyrsta tímabil Arnars sem aðalþjálfari á Íslandi en hann þjálfaði lengi í Danmörku ásamt því að vera í þjálfarateyminu hjá íslenska landsliðinu. Arnar vann því bikarmeistaratitillinn í fyrstu tilraun sem verður að segjast að er tilefni til að fagna. „Já það verður eitthvað aðeins fagnað. Svo tökum við frí og huggulegheit næstu daga en það er búið að vera mikil keyrsla.”
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum