Arnar: Drógum lengra stráið í dag Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. febrúar 2019 20:25 Arnar Guðjónsson þjálfar Stjörnuna vísir/bára „Tilfinningin er mjög góð. Ég er stoltur af strákunum og við unnum virkilega sterkt Njarðvíkur lið og ég er bara mjög ánægður,” sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir bikarmeistaratitilinn. „Þetta Njarðvíkur lið er frábært, vel þjálfað og þeir eiga skilið stórt hrós. Við bara drógum lengra stráið í dag,” sagði bikarmeistarinn Arnar um lið Njarðvíkur eftir leikinn. Stjarnan hélt Njarðvík undir 20 stigum í öllum leikhlutum leiksins nema þriðja. Það var stór hluti af ástæðunni fyrir að þeir eru bikarmeistarar. „Við vörðumst vel í þrjá leikhluta. Við áttum í tómu basli með þá í þriðja leikhluta. Varnarleikurinn hina þrjá leikhlutana var góður og það kannski skilaði þessu.” Brandon Rozzell var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins, en hann var frábær í dag. „Mjög leiðinlegt sko. Alltaf vesen á honum,” sagði Arnar á léttu nótunum. „Nei hann er bara æðislegur gaur, sterkur í klefanum. Góður í körfubolta og góður náungi. Ég vissi hvað hann getur þar sem ég þjálfaði hann úti og þess vegna náðum við í hann. Við náðum í hann af því að við ætlum að vinna tvo titla í ár. Við erum komnir með einn og við ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn líka. Hann er bara eitt púsl í þessu sterka liði sem ég er með,” sagði Arnar síðan um Brandon Rozzell. Þér er semsagt alveg sama um deildarmeistaratitillinn? „Já það er svona Cocoa Puffs bikar. Ef hann kemur á leiðinni þá kemur hann en við stefnum á það að verða íslandsmeistarar.” Þetta er fyrsta tímabil Arnars sem aðalþjálfari á Íslandi en hann þjálfaði lengi í Danmörku ásamt því að vera í þjálfarateyminu hjá íslenska landsliðinu. Arnar vann því bikarmeistaratitillinn í fyrstu tilraun sem verður að segjast að er tilefni til að fagna. „Já það verður eitthvað aðeins fagnað. Svo tökum við frí og huggulegheit næstu daga en það er búið að vera mikil keyrsla.” Íslenski körfuboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
„Tilfinningin er mjög góð. Ég er stoltur af strákunum og við unnum virkilega sterkt Njarðvíkur lið og ég er bara mjög ánægður,” sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir bikarmeistaratitilinn. „Þetta Njarðvíkur lið er frábært, vel þjálfað og þeir eiga skilið stórt hrós. Við bara drógum lengra stráið í dag,” sagði bikarmeistarinn Arnar um lið Njarðvíkur eftir leikinn. Stjarnan hélt Njarðvík undir 20 stigum í öllum leikhlutum leiksins nema þriðja. Það var stór hluti af ástæðunni fyrir að þeir eru bikarmeistarar. „Við vörðumst vel í þrjá leikhluta. Við áttum í tómu basli með þá í þriðja leikhluta. Varnarleikurinn hina þrjá leikhlutana var góður og það kannski skilaði þessu.” Brandon Rozzell var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins, en hann var frábær í dag. „Mjög leiðinlegt sko. Alltaf vesen á honum,” sagði Arnar á léttu nótunum. „Nei hann er bara æðislegur gaur, sterkur í klefanum. Góður í körfubolta og góður náungi. Ég vissi hvað hann getur þar sem ég þjálfaði hann úti og þess vegna náðum við í hann. Við náðum í hann af því að við ætlum að vinna tvo titla í ár. Við erum komnir með einn og við ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn líka. Hann er bara eitt púsl í þessu sterka liði sem ég er með,” sagði Arnar síðan um Brandon Rozzell. Þér er semsagt alveg sama um deildarmeistaratitillinn? „Já það er svona Cocoa Puffs bikar. Ef hann kemur á leiðinni þá kemur hann en við stefnum á það að verða íslandsmeistarar.” Þetta er fyrsta tímabil Arnars sem aðalþjálfari á Íslandi en hann þjálfaði lengi í Danmörku ásamt því að vera í þjálfarateyminu hjá íslenska landsliðinu. Arnar vann því bikarmeistaratitillinn í fyrstu tilraun sem verður að segjast að er tilefni til að fagna. „Já það verður eitthvað aðeins fagnað. Svo tökum við frí og huggulegheit næstu daga en það er búið að vera mikil keyrsla.”
Íslenski körfuboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti