Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Andri Eysteinsson skrifar 16. febrúar 2019 23:30 Blaðamannafundur var haldinn stuttu eftir komuna til Kólumbíu EPA/Schneyder Mendoza Bandarískar herflugvélar lentu í dag í bænum Cucuta á landamærum Venesúela og Kólumbíu. Flugvélarnar eru svar bandarískra yfirvald við ákalli þingforsetans Juan Guaidó, sem lýsti nýverið sjálfan sig forseta til bráðabirgða, um að ríki aðstoði Venesúela og færi þeim hjálpargögn og vistir. Reuters greinir frá. Tvær af þremur áætluðum vélum hafa lent í Cucuta. Ástandið í Venesúela hefur verið eldfimt undanfarið. Miklir efnahagslegir örðugleikar hafa hrjáð ríkið og rekja flestir ástandið til stjórnar sósíalistans Nicolas Maduro sem gegnt hefur embætti forseta landsins frá andláti læriföður síns Hugo Chavez árið 2013. Mikil verðbólga hefur verið í landinu og matar- og lyfjaskortur hefur leikið íbúa grátt.Sjá einnig: Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til Maduro sór í janúar embættiseið að nýju eftir kosningar sem stjórnarandstaðan hefur kallað ólöglegar. Í kjölfar þess lýsti þingið því yfir að Juan Guaidó væri réttur forseti landsins. Fjöldi vestrænna ríkja, þar með talin Ísland og Bandaríkin hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó. Forsetinn Nicolás Maduro gefur lítið fyrir aðstoð Bandaríkjamanna og sakar þá um að leynimakk. Maduro hefur skipað venesúelska hernum að vera á verði fyrir þessu hernaðarbrölti Bandaríkjanna, eins og hann kýs að kalla það. Herinn hefur til að mynda lokað fyrir ýmsar leiðir inn í landið, til dæmis hafa gámar verið settir þvert yfir vegi nærri landamærunum. Maduro hefur ekki leyft flugvélum sem bera með sér hjálpargögn og vistir að lenda í ríkinu. Því hefur verið leitað til nærliggjandi svæða og hafa stöðvar til að safna saman hjálpargögnum verið opnaðar í Kólumbíu, Brasilíu og víðar.Í bænum Cucuta, þar sem flugvélarnar lentu í dag, talaði Mark Green, stjórnandi hjá Þróunarstofnun Bandaríkjanna (USAID) við fjölmiðla. Green sagði Guaidó hafa óskað eftir aðstoð vegna ástandsins í landinu sem versnaði með hverjum deginum. „Börn svelta og nær öll sjúkrahús landsins glíma við alvarlegan lyfjaskort“ sagði Green. Ástandið hefur nú, samkvæmt Green, áhrif á álfuna í heild sinni en ekki bara Venesúela. Vegna ástandsins hafa um þrjár milljónir flúið Venesúela í leit að betra lífi. Starfsmenn úr röðum Guaidó sögðu að unnið væri að því að semja við brasilísk stjórnvöld, með það að markmiði að herflugvélar fengu þar lendingarleyfi. Einnig verður flogið með vistar frá Miami til hollensku eyjarinnar Curacao í Karíbahafi. Enn er þó óvíst hvort vistirnar komist inn í landið. Eins og áður sagði hefur Maduro látið loka fyrir leiðir inn í landið og mun ekki hleypa sendingunum inn fyrir landamærin. Guaidó hefur þó biðlað til hermanna um að sýna umburðarlyndi og stöðva ekki sendingarnar. Guaidó áætlar að aðgerðir til að flytja vistirnar inn í Venesúela hefjist 23. febrúar næstkomandi, til aðstoðar hefur Guaidó hundruð þúsunda sjálfboðaliða. Bandaríkin Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Maduro segir ríkisstjórn Trumps vera öfgasamtök hvítra þjóðernissinna Nicolás Maduro forseti Venesúela vill að alþjóðasamfélagið opni augun og sjái að Bandaríkjaforseti sé að leiða það í ógöngur með framferði sínu gagnvart Venesúela. 12. febrúar 2019 19:18 Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30 Bandaríkjastjórn í viðræðum við venesúelska herinn Bandaríkjastjórn á í viðræðum við nokkra einstaklinga innan venesúelska hersins en markmiðið er að fá herinn til að snúa baki við Nicolas Maduro sem hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013. 9. febrúar 2019 18:58 Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10 Loka landamærunum með gámum og olíubílum Nicolás Maduro hefur neitað stjórnarandstöðunni í Venesúela um að flytja hjálpargögn inn í landið. 6. febrúar 2019 22:52 Allt útlit fyrir að Evrópuríki viðurkenni Guaidó sem forseta Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir morgundaginn. 3. febrúar 2019 22:30 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Bandarískar herflugvélar lentu í dag í bænum Cucuta á landamærum Venesúela og Kólumbíu. Flugvélarnar eru svar bandarískra yfirvald við ákalli þingforsetans Juan Guaidó, sem lýsti nýverið sjálfan sig forseta til bráðabirgða, um að ríki aðstoði Venesúela og færi þeim hjálpargögn og vistir. Reuters greinir frá. Tvær af þremur áætluðum vélum hafa lent í Cucuta. Ástandið í Venesúela hefur verið eldfimt undanfarið. Miklir efnahagslegir örðugleikar hafa hrjáð ríkið og rekja flestir ástandið til stjórnar sósíalistans Nicolas Maduro sem gegnt hefur embætti forseta landsins frá andláti læriföður síns Hugo Chavez árið 2013. Mikil verðbólga hefur verið í landinu og matar- og lyfjaskortur hefur leikið íbúa grátt.Sjá einnig: Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til Maduro sór í janúar embættiseið að nýju eftir kosningar sem stjórnarandstaðan hefur kallað ólöglegar. Í kjölfar þess lýsti þingið því yfir að Juan Guaidó væri réttur forseti landsins. Fjöldi vestrænna ríkja, þar með talin Ísland og Bandaríkin hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó. Forsetinn Nicolás Maduro gefur lítið fyrir aðstoð Bandaríkjamanna og sakar þá um að leynimakk. Maduro hefur skipað venesúelska hernum að vera á verði fyrir þessu hernaðarbrölti Bandaríkjanna, eins og hann kýs að kalla það. Herinn hefur til að mynda lokað fyrir ýmsar leiðir inn í landið, til dæmis hafa gámar verið settir þvert yfir vegi nærri landamærunum. Maduro hefur ekki leyft flugvélum sem bera með sér hjálpargögn og vistir að lenda í ríkinu. Því hefur verið leitað til nærliggjandi svæða og hafa stöðvar til að safna saman hjálpargögnum verið opnaðar í Kólumbíu, Brasilíu og víðar.Í bænum Cucuta, þar sem flugvélarnar lentu í dag, talaði Mark Green, stjórnandi hjá Þróunarstofnun Bandaríkjanna (USAID) við fjölmiðla. Green sagði Guaidó hafa óskað eftir aðstoð vegna ástandsins í landinu sem versnaði með hverjum deginum. „Börn svelta og nær öll sjúkrahús landsins glíma við alvarlegan lyfjaskort“ sagði Green. Ástandið hefur nú, samkvæmt Green, áhrif á álfuna í heild sinni en ekki bara Venesúela. Vegna ástandsins hafa um þrjár milljónir flúið Venesúela í leit að betra lífi. Starfsmenn úr röðum Guaidó sögðu að unnið væri að því að semja við brasilísk stjórnvöld, með það að markmiði að herflugvélar fengu þar lendingarleyfi. Einnig verður flogið með vistar frá Miami til hollensku eyjarinnar Curacao í Karíbahafi. Enn er þó óvíst hvort vistirnar komist inn í landið. Eins og áður sagði hefur Maduro látið loka fyrir leiðir inn í landið og mun ekki hleypa sendingunum inn fyrir landamærin. Guaidó hefur þó biðlað til hermanna um að sýna umburðarlyndi og stöðva ekki sendingarnar. Guaidó áætlar að aðgerðir til að flytja vistirnar inn í Venesúela hefjist 23. febrúar næstkomandi, til aðstoðar hefur Guaidó hundruð þúsunda sjálfboðaliða.
Bandaríkin Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Maduro segir ríkisstjórn Trumps vera öfgasamtök hvítra þjóðernissinna Nicolás Maduro forseti Venesúela vill að alþjóðasamfélagið opni augun og sjái að Bandaríkjaforseti sé að leiða það í ógöngur með framferði sínu gagnvart Venesúela. 12. febrúar 2019 19:18 Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30 Bandaríkjastjórn í viðræðum við venesúelska herinn Bandaríkjastjórn á í viðræðum við nokkra einstaklinga innan venesúelska hersins en markmiðið er að fá herinn til að snúa baki við Nicolas Maduro sem hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013. 9. febrúar 2019 18:58 Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10 Loka landamærunum með gámum og olíubílum Nicolás Maduro hefur neitað stjórnarandstöðunni í Venesúela um að flytja hjálpargögn inn í landið. 6. febrúar 2019 22:52 Allt útlit fyrir að Evrópuríki viðurkenni Guaidó sem forseta Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir morgundaginn. 3. febrúar 2019 22:30 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Maduro segir ríkisstjórn Trumps vera öfgasamtök hvítra þjóðernissinna Nicolás Maduro forseti Venesúela vill að alþjóðasamfélagið opni augun og sjái að Bandaríkjaforseti sé að leiða það í ógöngur með framferði sínu gagnvart Venesúela. 12. febrúar 2019 19:18
Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30
Bandaríkjastjórn í viðræðum við venesúelska herinn Bandaríkjastjórn á í viðræðum við nokkra einstaklinga innan venesúelska hersins en markmiðið er að fá herinn til að snúa baki við Nicolas Maduro sem hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013. 9. febrúar 2019 18:58
Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10
Loka landamærunum með gámum og olíubílum Nicolás Maduro hefur neitað stjórnarandstöðunni í Venesúela um að flytja hjálpargögn inn í landið. 6. febrúar 2019 22:52
Allt útlit fyrir að Evrópuríki viðurkenni Guaidó sem forseta Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir morgundaginn. 3. febrúar 2019 22:30