Heyrnarlausir flosna úr starfi því ríkið greiðir ekki atvinnutúlkun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. febrúar 2019 20:30 Formaður félags heyrnarlausra segir óskiljanlegt að hið opinbera skuli ekki bjóða upp á atvinnutúlkun fyrir heyrnarlausa hér á landi sem hafi verið gert annars staðar á Norðurlöndum áratugum saman. Stór hópur heyrnarlausra sem hefur menntað sig, og vill og getur unnið, flosni úr starfi vegna þessa og fari á örorkubætur. Þá sé erfitt fyrir heyrnarlausa að fá vinnu þar sem vinnuveitandinn þurfi að greiða fyrir túlkaþjónustuna. Atvinnutúlkun gerir heyrnarlausum kleift að fá túlk til dæmis á starfsmannafundi og viðburði tengda vinnu eða á endurmenntunarnámskeið en ríkið greiðir ekki fyrir slíka þjónustu til handa heyrnarlausum hér á landi. Aftur á móti er táknmálstúlkaþjónusta í framhaldsskólum og í Háskóla Íslands kostuð af ríkinu. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður félags heyrnarlausra, segir þetta hafa leitt til þess að heyrnalausir hafi dregist aftur úr eða jafnvel staðnað í starfi. Þá fækki þetta tækifærum fólksins á að fá vinnu þar sem vinnuveitandinn þarf sjálfur að greiða fyrir túlkaþjónustu. Félagið hafi lengi reynt að vekja athygli stjórnavalda á þessu en í dag er stór hluti félagsmanna á örorkubótum, hópur sem vill og getur verið á vinnumarkaði. „Þetta er stór mannauður af fólki sem að upplifir kulnun eða of mikla streytu í starfi til að takast á við þessar áskoranir í vinnunni,“ segir Heiðdís Dögg. Atvinnutúlkun hafi staðið heyrnarlausum til boð á öllum Norðurlöndunum í áratugi. Sjálf er Heiðdís menntaður hjúkrunarfræðingur og þekkir vandamálið að eigin raun. „Svo eru fleiri heyrnarlausir sem eru víða sem vilja fá endurmenntun eða taka þátt í fundum sem lenda í vandræðum útaf þessu. Þau staðna í raun á meðan annað starfsfólk fær miklu fleiri tækifæri,“ segir Heiðdís.Ríkið spari á því að greiða atvinnutúlkÁætlaður kostnaður til að uppfylla túlkaþörf fyrir heyrnarlausa á vinnumarkaði er um þrjátíu milljónir á ári samkvæmt útreikningum félagsins. Félagið hefur nú reiknað út hve mikið ríkið sparar ef fimmtíu heyrnarlausir fara af fullum bótum og að vinna fyrir 320.000 krónur á mánuði en það væru um 112 milljónir á ári, auk þess sem ríkið fengi 39 milljónir í skatttekjur af laununum. Samtals væri ávinningurinn því 122 milljónir. „Og þetta hefur áhrif á almennt geðheilbrigði hvort fólk eru virkir þjóðfélagsþegnar eða ekki. Ekki gott að vera loka sig af og vera á bótum,“ segir Heiðdís. Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Formaður félags heyrnarlausra segir óskiljanlegt að hið opinbera skuli ekki bjóða upp á atvinnutúlkun fyrir heyrnarlausa hér á landi sem hafi verið gert annars staðar á Norðurlöndum áratugum saman. Stór hópur heyrnarlausra sem hefur menntað sig, og vill og getur unnið, flosni úr starfi vegna þessa og fari á örorkubætur. Þá sé erfitt fyrir heyrnarlausa að fá vinnu þar sem vinnuveitandinn þurfi að greiða fyrir túlkaþjónustuna. Atvinnutúlkun gerir heyrnarlausum kleift að fá túlk til dæmis á starfsmannafundi og viðburði tengda vinnu eða á endurmenntunarnámskeið en ríkið greiðir ekki fyrir slíka þjónustu til handa heyrnarlausum hér á landi. Aftur á móti er táknmálstúlkaþjónusta í framhaldsskólum og í Háskóla Íslands kostuð af ríkinu. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður félags heyrnarlausra, segir þetta hafa leitt til þess að heyrnalausir hafi dregist aftur úr eða jafnvel staðnað í starfi. Þá fækki þetta tækifærum fólksins á að fá vinnu þar sem vinnuveitandinn þarf sjálfur að greiða fyrir túlkaþjónustu. Félagið hafi lengi reynt að vekja athygli stjórnavalda á þessu en í dag er stór hluti félagsmanna á örorkubótum, hópur sem vill og getur verið á vinnumarkaði. „Þetta er stór mannauður af fólki sem að upplifir kulnun eða of mikla streytu í starfi til að takast á við þessar áskoranir í vinnunni,“ segir Heiðdís Dögg. Atvinnutúlkun hafi staðið heyrnarlausum til boð á öllum Norðurlöndunum í áratugi. Sjálf er Heiðdís menntaður hjúkrunarfræðingur og þekkir vandamálið að eigin raun. „Svo eru fleiri heyrnarlausir sem eru víða sem vilja fá endurmenntun eða taka þátt í fundum sem lenda í vandræðum útaf þessu. Þau staðna í raun á meðan annað starfsfólk fær miklu fleiri tækifæri,“ segir Heiðdís.Ríkið spari á því að greiða atvinnutúlkÁætlaður kostnaður til að uppfylla túlkaþörf fyrir heyrnarlausa á vinnumarkaði er um þrjátíu milljónir á ári samkvæmt útreikningum félagsins. Félagið hefur nú reiknað út hve mikið ríkið sparar ef fimmtíu heyrnarlausir fara af fullum bótum og að vinna fyrir 320.000 krónur á mánuði en það væru um 112 milljónir á ári, auk þess sem ríkið fengi 39 milljónir í skatttekjur af laununum. Samtals væri ávinningurinn því 122 milljónir. „Og þetta hefur áhrif á almennt geðheilbrigði hvort fólk eru virkir þjóðfélagsþegnar eða ekki. Ekki gott að vera loka sig af og vera á bótum,“ segir Heiðdís.
Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira