Stemmning fyrir verkföllum í mars Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. febrúar 2019 22:15 Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum. Stjórnarþingmaður dregur hins vegar í efa lýðræðislegt umboð verkalýðshreyfingarinnar til að þvinga fram aðgerðir af hálfu ríkisins. Samtök launafólks og atvinnurekenda bíða nú eftir útspili stjórnvalda um hvernig þau hyggjast höggva á hnútinn í yfirstandandi kjaraviðræðum. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og forsetateymis Alþýðusambandsins munu funda á þriðjudag þar sem ætla má kynntar verði tillögur að skattkerfisbreytingum til handa þeim tekjulægstu, áður en samninganefndir funda síðan hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nú sé því komið að enn einni ögurstundinni í kjaraviðræðunum. Falli tillögur stjórnvalda ekki í kramið geti hún ekki útilokað að einhver undirfélög ASÍ boði til verkfalla innan nokkurra vikna. „Við finnum fyrir þreytu hjá fólki á lægstu kjörum, sem vill fá að rétta sinn hlut. Eðlilega er það fólk til í að skoða hvað það getur mögulega gert til að bæta sína stöðu. Við hlustum að sjálfsögðu á það sem okkar félagsmenn eru að segja,“ segir Drífa. „Ef að einhver félög ætla að sækja umboð til vinnustöðvunar þá er það alveg sjálfsagt mál fyrir þau að gera það.“ Það sé því ekki svo ólíklegt að mati Drífu að boðað verði til verkfalla strax í byrjun mars. „Ég hugsa að það sé stemning fyrir því í ákveðnum hópum, já.“Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Veikt umboð til breytinga Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dregur umboð verkalýðshreyfingarinnar til að knýja á um aðkomu ríkisins að kjaramálunum hins vegar í efa. „Umboð hennar er fyrst og fremst að semja um kaup og kjör á markaði fyrir sitt fólk. Viðsemjendur þeirra eru forsvarsmenn atvinnulífsins – ekki ríkisins,“ segir Bryndís.„Þannig að þeirra umboð nær ekki til skattkerfisbreytinga eða einhverra annarra kerfisbreytinga, það umboð hlýtur að liggja hjá okkur, kjörnum fulltrúum.“ Þar að auki sé lagaleg óvissa uppi um hvort löglegt sé að boða til vinnustöðvunar ef tilgangur hennar er að þvinga stjórnarvöld til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ber ekki að framkvæma. Bryndís segist engu að síður hafa fullan skilning á að verkalýðsfélög vilji blanda sér í umræðuna og leggja fram tillögur. „En hótanir og skattkerfisbreytingar, það hlýtur að vera á borðum stjórnvalda en ekki forystumanna verkalýðshreyfingarinnar.“ Drífa Snædal segir að umboð verkalýðshreyfingarinnar felist í því að hún og aðrir í forystusveitinni séu kjörin til að gæta að lífskjörum fólks. „Við værum því ekki að sinna vinnunni okkar ef við myndum ekki krefjast þess að skattkerfinu yrði beitt til að bæta lífskjör vinnandi fólks á Íslandi.“ Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15 Slitnað gæti upp úr kjaraviðræðum á úrslitafundi í næstu viku Formaður VR segir boltann hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði fjögurra verkalýðsfélaga um hækkun launa í nýjum kjarasamningum á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 15. febrúar 2019 19:56 Beðið eftir útspili stjórnvalda Boltinn í kjaraviðræðum er kominn til stjórnvalda eftir að SA höfnuðu í gær gagntilboði VR, Eflingar, VLFA og VLFG. Fáist ekki niðurstaða í næstu viku stefnir í viðræðuslit að sögn formanns VLFA. 16. febrúar 2019 08:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Sjá meira
Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum. Stjórnarþingmaður dregur hins vegar í efa lýðræðislegt umboð verkalýðshreyfingarinnar til að þvinga fram aðgerðir af hálfu ríkisins. Samtök launafólks og atvinnurekenda bíða nú eftir útspili stjórnvalda um hvernig þau hyggjast höggva á hnútinn í yfirstandandi kjaraviðræðum. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og forsetateymis Alþýðusambandsins munu funda á þriðjudag þar sem ætla má kynntar verði tillögur að skattkerfisbreytingum til handa þeim tekjulægstu, áður en samninganefndir funda síðan hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nú sé því komið að enn einni ögurstundinni í kjaraviðræðunum. Falli tillögur stjórnvalda ekki í kramið geti hún ekki útilokað að einhver undirfélög ASÍ boði til verkfalla innan nokkurra vikna. „Við finnum fyrir þreytu hjá fólki á lægstu kjörum, sem vill fá að rétta sinn hlut. Eðlilega er það fólk til í að skoða hvað það getur mögulega gert til að bæta sína stöðu. Við hlustum að sjálfsögðu á það sem okkar félagsmenn eru að segja,“ segir Drífa. „Ef að einhver félög ætla að sækja umboð til vinnustöðvunar þá er það alveg sjálfsagt mál fyrir þau að gera það.“ Það sé því ekki svo ólíklegt að mati Drífu að boðað verði til verkfalla strax í byrjun mars. „Ég hugsa að það sé stemning fyrir því í ákveðnum hópum, já.“Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Veikt umboð til breytinga Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dregur umboð verkalýðshreyfingarinnar til að knýja á um aðkomu ríkisins að kjaramálunum hins vegar í efa. „Umboð hennar er fyrst og fremst að semja um kaup og kjör á markaði fyrir sitt fólk. Viðsemjendur þeirra eru forsvarsmenn atvinnulífsins – ekki ríkisins,“ segir Bryndís.„Þannig að þeirra umboð nær ekki til skattkerfisbreytinga eða einhverra annarra kerfisbreytinga, það umboð hlýtur að liggja hjá okkur, kjörnum fulltrúum.“ Þar að auki sé lagaleg óvissa uppi um hvort löglegt sé að boða til vinnustöðvunar ef tilgangur hennar er að þvinga stjórnarvöld til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ber ekki að framkvæma. Bryndís segist engu að síður hafa fullan skilning á að verkalýðsfélög vilji blanda sér í umræðuna og leggja fram tillögur. „En hótanir og skattkerfisbreytingar, það hlýtur að vera á borðum stjórnvalda en ekki forystumanna verkalýðshreyfingarinnar.“ Drífa Snædal segir að umboð verkalýðshreyfingarinnar felist í því að hún og aðrir í forystusveitinni séu kjörin til að gæta að lífskjörum fólks. „Við værum því ekki að sinna vinnunni okkar ef við myndum ekki krefjast þess að skattkerfinu yrði beitt til að bæta lífskjör vinnandi fólks á Íslandi.“
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15 Slitnað gæti upp úr kjaraviðræðum á úrslitafundi í næstu viku Formaður VR segir boltann hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði fjögurra verkalýðsfélaga um hækkun launa í nýjum kjarasamningum á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 15. febrúar 2019 19:56 Beðið eftir útspili stjórnvalda Boltinn í kjaraviðræðum er kominn til stjórnvalda eftir að SA höfnuðu í gær gagntilboði VR, Eflingar, VLFA og VLFG. Fáist ekki niðurstaða í næstu viku stefnir í viðræðuslit að sögn formanns VLFA. 16. febrúar 2019 08:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Sjá meira
Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15
Slitnað gæti upp úr kjaraviðræðum á úrslitafundi í næstu viku Formaður VR segir boltann hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði fjögurra verkalýðsfélaga um hækkun launa í nýjum kjarasamningum á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 15. febrúar 2019 19:56
Beðið eftir útspili stjórnvalda Boltinn í kjaraviðræðum er kominn til stjórnvalda eftir að SA höfnuðu í gær gagntilboði VR, Eflingar, VLFA og VLFG. Fáist ekki niðurstaða í næstu viku stefnir í viðræðuslit að sögn formanns VLFA. 16. febrúar 2019 08:15