Rósa Björk segir að fangelsun stjórnmálamanna sé ólíðandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. febrúar 2019 08:45 Rósa Björk ásamt Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóna. Mynd/Rósa Björk Réttarhöldin yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar í spænsku höfuðborginni Madríd og fangelsun níu þeirra er ólíðandi. Þetta segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, en hún var stödd í Madríd fyrir helgi meðal annars til að fylgjast með réttarhöldunum og eiga fundi með katalónskum stjórnmálamönnum. Réttarhöldin hófust í síðustu viku en málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustsins 2017. Sakborningar mæta aftur fyrir hæstarétt í dag. Fyrir áhugasama þá var aðdragandi réttarhaldanna rakinn í Fréttablaðinu á laugardag. „Fyrir mér blasir þetta þannig við að sama hvaða skoðun maður hefur á sjálfstæði Katalóníu eru þessi réttarhöld pólitísk og fangelsun stjórnmálafólks sem hefur barist með friðsamlegum hætti fyrir sinni sannfæringu og skoðunum einfaldlega ólíðandi,“ segir Rósa Björk. „Meðal þeirra sem eru nú fyrir rétti er forseti þingsins fyrir það eitt að hafa efnt til umræðu um málið á þingi og félagar frjálsra félagasamtaka sem hafa skoðun á sjálfstæðisbaráttunni.“ Rósa Björk átti fund með Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníu, er hún var í Madríd og hitti annað áhrifafólk í katalónskum stjórnmálum, sat með þeim og horfði á beina útsendingu af réttarhöldunum. „Við Bosch ræddum stjórnmálaástandið í Katalóníu og á Spáni, flókna stöðu í spænskum stjórnmálum, aukið fylgi við öfga-hægriöfl í landinu og svo auðvitað réttarhöldin.“ „Fyrir mig sem kjörinn fulltrúa virkar þetta sem pólitísk réttarhöld. Deilan snýst um hvort þau hafi brotið gegn stjórnarskránni, um það snýst málið, en mér finnst því miður ansi margt benda til þess að það sé nú þegar búið að ákveða að refsa þeim. Það er bara spurning hvaða refsing verður fyrir valinu,“ segir Rósa Björk en þeir þrír aðilar sem sækja málið krefjast misjafnrar refsingar. Það er, að sögn Rósu Bjarkar, dapurlegt að horfa upp á fólk fangelsað fyrir pólitískar skoðanir sínar árið 2019. „En við stöndum líka frammi fyrir því að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar var ekki afgerandi heldur. Það er náttúrulega um helmingur Katalóna sem er ekki á því að Katalónía eigi að vera sjálfstæð. Þannig að þetta er flókið.“ Og staðan á Spáni almennt er bæði viðkvæm og flókin, segir Rósa Björk. Pedro Sanchez forsætisráðherra boðaði í síðustu viku til kosninga eftir að þingið hafnaði fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins. „Það var á reiki hvort boðað yrði til þeirra og ef svo er, hvort þær yrðu í apríl eða október. Hann virðist hafa metið stöðuna þannig að það væri betra að hafa þær 28. apríl. Sem verður mikið álag á spænsk stjórnmál, því þá verða réttarhöldin væntanlega enn í gangi og að auki kosningar til Evrópuþingsins og til sveitarstjórna í nokkrum héruðum. Það verður mikið í gangi á sama tíma.“ Þingmaðurinn segist að lokum hafa fundið fyrir því að yfirlýsing forseta Alþingis, um að hann hefði áhyggjur af stöðu hinnar ákærðu Carme Forcadell, fyrrverandi þingforseta, vakti mikla athygli Katalóna. En evrópskir þingmenn og ríkisstjórnir hafi alla jafna verið varkárar í málinu. „Ég hef líka sem þingmaður á Evrópuráðsþinginu rætt málefni Katalóníu við aðra. Þar eru þingmenn varfærnir, sérstaklega þingmenn Evrópusambandslanda, skiljanlega kannski. En að mínu mati, þá snúast þessi réttarhöld ekki bara um stjórnarskrá Spánar eða lagaflækjur varðandi sjálfstæðisbaráttu Katalóníu, heldur um mannréttindi og tjáningarfrelsið.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Réttarhöldin yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar í spænsku höfuðborginni Madríd og fangelsun níu þeirra er ólíðandi. Þetta segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, en hún var stödd í Madríd fyrir helgi meðal annars til að fylgjast með réttarhöldunum og eiga fundi með katalónskum stjórnmálamönnum. Réttarhöldin hófust í síðustu viku en málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustsins 2017. Sakborningar mæta aftur fyrir hæstarétt í dag. Fyrir áhugasama þá var aðdragandi réttarhaldanna rakinn í Fréttablaðinu á laugardag. „Fyrir mér blasir þetta þannig við að sama hvaða skoðun maður hefur á sjálfstæði Katalóníu eru þessi réttarhöld pólitísk og fangelsun stjórnmálafólks sem hefur barist með friðsamlegum hætti fyrir sinni sannfæringu og skoðunum einfaldlega ólíðandi,“ segir Rósa Björk. „Meðal þeirra sem eru nú fyrir rétti er forseti þingsins fyrir það eitt að hafa efnt til umræðu um málið á þingi og félagar frjálsra félagasamtaka sem hafa skoðun á sjálfstæðisbaráttunni.“ Rósa Björk átti fund með Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníu, er hún var í Madríd og hitti annað áhrifafólk í katalónskum stjórnmálum, sat með þeim og horfði á beina útsendingu af réttarhöldunum. „Við Bosch ræddum stjórnmálaástandið í Katalóníu og á Spáni, flókna stöðu í spænskum stjórnmálum, aukið fylgi við öfga-hægriöfl í landinu og svo auðvitað réttarhöldin.“ „Fyrir mig sem kjörinn fulltrúa virkar þetta sem pólitísk réttarhöld. Deilan snýst um hvort þau hafi brotið gegn stjórnarskránni, um það snýst málið, en mér finnst því miður ansi margt benda til þess að það sé nú þegar búið að ákveða að refsa þeim. Það er bara spurning hvaða refsing verður fyrir valinu,“ segir Rósa Björk en þeir þrír aðilar sem sækja málið krefjast misjafnrar refsingar. Það er, að sögn Rósu Bjarkar, dapurlegt að horfa upp á fólk fangelsað fyrir pólitískar skoðanir sínar árið 2019. „En við stöndum líka frammi fyrir því að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar var ekki afgerandi heldur. Það er náttúrulega um helmingur Katalóna sem er ekki á því að Katalónía eigi að vera sjálfstæð. Þannig að þetta er flókið.“ Og staðan á Spáni almennt er bæði viðkvæm og flókin, segir Rósa Björk. Pedro Sanchez forsætisráðherra boðaði í síðustu viku til kosninga eftir að þingið hafnaði fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Sósíalistaflokksins. „Það var á reiki hvort boðað yrði til þeirra og ef svo er, hvort þær yrðu í apríl eða október. Hann virðist hafa metið stöðuna þannig að það væri betra að hafa þær 28. apríl. Sem verður mikið álag á spænsk stjórnmál, því þá verða réttarhöldin væntanlega enn í gangi og að auki kosningar til Evrópuþingsins og til sveitarstjórna í nokkrum héruðum. Það verður mikið í gangi á sama tíma.“ Þingmaðurinn segist að lokum hafa fundið fyrir því að yfirlýsing forseta Alþingis, um að hann hefði áhyggjur af stöðu hinnar ákærðu Carme Forcadell, fyrrverandi þingforseta, vakti mikla athygli Katalóna. En evrópskir þingmenn og ríkisstjórnir hafi alla jafna verið varkárar í málinu. „Ég hef líka sem þingmaður á Evrópuráðsþinginu rætt málefni Katalóníu við aðra. Þar eru þingmenn varfærnir, sérstaklega þingmenn Evrópusambandslanda, skiljanlega kannski. En að mínu mati, þá snúast þessi réttarhöld ekki bara um stjórnarskrá Spánar eða lagaflækjur varðandi sjálfstæðisbaráttu Katalóníu, heldur um mannréttindi og tjáningarfrelsið.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira