Veltir fyrir sér hvort hann þurfi að óttast um eigið öryggi eftir að hafa leikið Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2019 13:27 Alec Baldwin leikur Donald Trump í SNL Getty/Rosalind O'Connor Leikarinn Alec Baldwin, sem leikið hefur Donald Trump Bandaríkjaforseta, í grínþættinum Saturday Night Live, veltir því fyrir sér hvort að hlutverkið og gagnrýni Trump geri það að verkum að hann þurfi að óttast um eigið öryggi. Baldwin er reglulegur gestur í þáttunum enda líður varla vika án þess að Trump sé eitt helsta skotmark grínistanna sem standa að baki grínþáttana vinsælu, sem sýndir eru í Bandaríkjunum á laugardagskvöldum. Síðast um helgina sneri Baldwin aftur sem Trump og gerði grín að ræðu forsetans þar sem tilkynnt var að lýst yrði yfir neyðarástandi svo fjármagna mætti hinn umdeilda landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.Sjá einnig:Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Trump virðist vera sérstaklega viðkvæmur þegar kemur að gríni SNL í sinn garð og eftir þátt síðastliðnar helgi tísi hann um að þátturinn væri ekkert fyndinn. Ótrúlegt væri að sjónvarpsstöðvar kæmust upp með að gera stanslaust grín að Repúblikönum án afleiðinga. Bætti hann síðar við að „hinir hlutdrægu og spilltu fjölmiðlar“ væru óvinir fólksins. Var þetta ekki í fyrsta sinn sem Trump er ósáttur við SNL. Eitthvað virðist Alec Baldwin hafa tekið þetta tíst til sín og í nótt velti hann því fyrir sér, á Twitter, hvort hann þyrfti að óttast um öryggi sitt, eftir að hafa leikið Trump í þáttunum. „Ég velti því fyrir mér hvort að hvatning sitjandi forseta til fylgjenda sinna um að hlutverk mitt í sjónvarpsþætti verði til þess að ég flokkist sem óvinur fólksins geti talist sem ógnun við öryggi mínu og fjölskyldu minnar?“ skrifaði Baldwin.I wonder if a sitting President exhorting his followers that my role in a TV comedy qualifies me as an enemy of the people constitutes a threat to my safety and that of my family? — HABFoundation (@ABFalecbaldwin) February 18, 2019 Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00 Trump ekki skemmt eftir nýjasta atriði SNL Svo virðist sem að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi ekki skemmt sér yfir nýjasta opnunaratriði bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live sem sýndur var á laugardaginn. 18. febrúar 2019 10:33 Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Svo virðist sem að síðasti þáttur bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live hafi farið í taugarnar á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 17. desember 2018 10:45 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Leikarinn Alec Baldwin, sem leikið hefur Donald Trump Bandaríkjaforseta, í grínþættinum Saturday Night Live, veltir því fyrir sér hvort að hlutverkið og gagnrýni Trump geri það að verkum að hann þurfi að óttast um eigið öryggi. Baldwin er reglulegur gestur í þáttunum enda líður varla vika án þess að Trump sé eitt helsta skotmark grínistanna sem standa að baki grínþáttana vinsælu, sem sýndir eru í Bandaríkjunum á laugardagskvöldum. Síðast um helgina sneri Baldwin aftur sem Trump og gerði grín að ræðu forsetans þar sem tilkynnt var að lýst yrði yfir neyðarástandi svo fjármagna mætti hinn umdeilda landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.Sjá einnig:Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Trump virðist vera sérstaklega viðkvæmur þegar kemur að gríni SNL í sinn garð og eftir þátt síðastliðnar helgi tísi hann um að þátturinn væri ekkert fyndinn. Ótrúlegt væri að sjónvarpsstöðvar kæmust upp með að gera stanslaust grín að Repúblikönum án afleiðinga. Bætti hann síðar við að „hinir hlutdrægu og spilltu fjölmiðlar“ væru óvinir fólksins. Var þetta ekki í fyrsta sinn sem Trump er ósáttur við SNL. Eitthvað virðist Alec Baldwin hafa tekið þetta tíst til sín og í nótt velti hann því fyrir sér, á Twitter, hvort hann þyrfti að óttast um öryggi sitt, eftir að hafa leikið Trump í þáttunum. „Ég velti því fyrir mér hvort að hvatning sitjandi forseta til fylgjenda sinna um að hlutverk mitt í sjónvarpsþætti verði til þess að ég flokkist sem óvinur fólksins geti talist sem ógnun við öryggi mínu og fjölskyldu minnar?“ skrifaði Baldwin.I wonder if a sitting President exhorting his followers that my role in a TV comedy qualifies me as an enemy of the people constitutes a threat to my safety and that of my family? — HABFoundation (@ABFalecbaldwin) February 18, 2019
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00 Trump ekki skemmt eftir nýjasta atriði SNL Svo virðist sem að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi ekki skemmt sér yfir nýjasta opnunaratriði bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live sem sýndur var á laugardaginn. 18. febrúar 2019 10:33 Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Svo virðist sem að síðasti þáttur bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live hafi farið í taugarnar á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 17. desember 2018 10:45 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00
Trump ekki skemmt eftir nýjasta atriði SNL Svo virðist sem að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi ekki skemmt sér yfir nýjasta opnunaratriði bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live sem sýndur var á laugardaginn. 18. febrúar 2019 10:33
Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Svo virðist sem að síðasti þáttur bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live hafi farið í taugarnar á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 17. desember 2018 10:45