Segir að stokka þurfi upp menntakerfið Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 20:00 Nichole Leigh Mosty, innflytjandi og móðir tveggja barna í grunnskóla, segir að breyta þurfi skólakerfinu og halda betur utan um tungumálakennslu barna sem tala fleiri en eitt tungumál. Leggja þurfi áherslu á íslenskukennslu í öllum greinum.Í fréttum okkar fyrr í mánuðinum sögðum við frá því að brottfall barna innflytjenda úr námi er töluvert eftir fyrsta árið í framhaldsskóla. Lektor við Háskóla Íslands segir íslenskukennslu ófullnægjandi á grunnskólastigi og kannanir sýna að lesskilningur barna með annað tungumál en íslensku sem móðurmál fari hríðversnandi þegar líður á skólagönguna. Nichole segist upplifa að börnin lendi á milli tungumála, hafi eingöngu yfirborðsþekkingu en þegar námið svo þyngist þá þarf að auka stuðninginn við málskilning og dýpka orðaforða. „Við þurfum bara stokka upp menntakerfið með tilliti til þessa nemendahóps,“ segir Nichole. Hún segir þetta stórt vandamál sem þarf að skoða heildrænt. „Til dæmis menntun, innan menntakerfisins, erum við að efla orðaforða og málskilning nægilega mikill? Er þetta nógu djúpt fyrir nemendur til að tolla áfram þegar námið þyngist,“ spyr hún. Hún bendir líka á að mikilvægt sé að meta stuðninginn heima við. Sum börn eigi ekki íslenskt foreldri eða ættingja og stuðningurinn við heimanámið því lítill sem enginn. Þau börn eigi það til að dragast aftur úr náminu. „Mér finnst menntakerfið gera það sem það getur. En það er engin spurning að kennarar þurfa meiri aðstoða, betri þekkingu og svigrúm til að vinna öðruvísi með þennan nemendahóp. Ekki spurning,“ segir hún. Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Nichole Leigh Mosty, innflytjandi og móðir tveggja barna í grunnskóla, segir að breyta þurfi skólakerfinu og halda betur utan um tungumálakennslu barna sem tala fleiri en eitt tungumál. Leggja þurfi áherslu á íslenskukennslu í öllum greinum.Í fréttum okkar fyrr í mánuðinum sögðum við frá því að brottfall barna innflytjenda úr námi er töluvert eftir fyrsta árið í framhaldsskóla. Lektor við Háskóla Íslands segir íslenskukennslu ófullnægjandi á grunnskólastigi og kannanir sýna að lesskilningur barna með annað tungumál en íslensku sem móðurmál fari hríðversnandi þegar líður á skólagönguna. Nichole segist upplifa að börnin lendi á milli tungumála, hafi eingöngu yfirborðsþekkingu en þegar námið svo þyngist þá þarf að auka stuðninginn við málskilning og dýpka orðaforða. „Við þurfum bara stokka upp menntakerfið með tilliti til þessa nemendahóps,“ segir Nichole. Hún segir þetta stórt vandamál sem þarf að skoða heildrænt. „Til dæmis menntun, innan menntakerfisins, erum við að efla orðaforða og málskilning nægilega mikill? Er þetta nógu djúpt fyrir nemendur til að tolla áfram þegar námið þyngist,“ spyr hún. Hún bendir líka á að mikilvægt sé að meta stuðninginn heima við. Sum börn eigi ekki íslenskt foreldri eða ættingja og stuðningurinn við heimanámið því lítill sem enginn. Þau börn eigi það til að dragast aftur úr náminu. „Mér finnst menntakerfið gera það sem það getur. En það er engin spurning að kennarar þurfa meiri aðstoða, betri þekkingu og svigrúm til að vinna öðruvísi með þennan nemendahóp. Ekki spurning,“ segir hún.
Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira