Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 22:42 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. Stéttarfélagið VR hefur gefið stjórnendum Kviku banka, sem bíða niðurstöðu samkeppniseftirlitsins um hvort kaup þeirra á Almenna leigufélaginu gangi í gegn, fjögurra daga frest til þess að draga til baka hækkun á leigu á húsnæði félagsins. Verði Kviku banki ekki við þeim kröfum hyggst VR taka allt sitt fé, sem nemur 4,2 milljörðum króna, út úr eignastýringu bankans. Þetta kom fram í opnu bréfi sem VR sendi til stjórnenda í dag. Í stöðuuppfærslu sem Ragnar skrifaði á Facebook síðu sína í dag segir hann að VR sé frjálst að færa sína sjóði, það kosti félagið ekki neitt. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, sagði í samtali við fréttastofu í dag að krafa Ragnars Þórs sé byggð á misskilningi því bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Samkeppniseftirlitið sé ekki búið að heimila kaup þeirra á Gamma. Ragnar Þór skrifaði í færslu sinni: „Ef rétt reynist að Kvika banki hefur ekkert með ákvarðanir Gamma/Almenna að gera, sem ég reyndar efast stórlega um, hefur bankinn samt frest til að rifta fyrirhuguðum kaupum á fyrirtæki sem svífst einskis þegar kemur að siðlausum gróðasjónarmiðum gagnvart almenningi.“ Hann segir að stjórn VR muni standa fast á sínu. Húsnæðismál Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33 Forsvarsmenn Almenna leigufélagsins segja málflutning Ragnars Þórs ómaklega árás Forsvarsmenn Almenna leigufélagsins eru ósáttir við málflutning Ragnars Þórs, formanns VR, sem hefur sett Kviku banka afarkosti. 18. febrúar 2019 20:12 Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07 Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. Stéttarfélagið VR hefur gefið stjórnendum Kviku banka, sem bíða niðurstöðu samkeppniseftirlitsins um hvort kaup þeirra á Almenna leigufélaginu gangi í gegn, fjögurra daga frest til þess að draga til baka hækkun á leigu á húsnæði félagsins. Verði Kviku banki ekki við þeim kröfum hyggst VR taka allt sitt fé, sem nemur 4,2 milljörðum króna, út úr eignastýringu bankans. Þetta kom fram í opnu bréfi sem VR sendi til stjórnenda í dag. Í stöðuuppfærslu sem Ragnar skrifaði á Facebook síðu sína í dag segir hann að VR sé frjálst að færa sína sjóði, það kosti félagið ekki neitt. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, sagði í samtali við fréttastofu í dag að krafa Ragnars Þórs sé byggð á misskilningi því bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Samkeppniseftirlitið sé ekki búið að heimila kaup þeirra á Gamma. Ragnar Þór skrifaði í færslu sinni: „Ef rétt reynist að Kvika banki hefur ekkert með ákvarðanir Gamma/Almenna að gera, sem ég reyndar efast stórlega um, hefur bankinn samt frest til að rifta fyrirhuguðum kaupum á fyrirtæki sem svífst einskis þegar kemur að siðlausum gróðasjónarmiðum gagnvart almenningi.“ Hann segir að stjórn VR muni standa fast á sínu.
Húsnæðismál Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33 Forsvarsmenn Almenna leigufélagsins segja málflutning Ragnars Þórs ómaklega árás Forsvarsmenn Almenna leigufélagsins eru ósáttir við málflutning Ragnars Þórs, formanns VR, sem hefur sett Kviku banka afarkosti. 18. febrúar 2019 20:12 Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07 Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33
Forsvarsmenn Almenna leigufélagsins segja málflutning Ragnars Þórs ómaklega árás Forsvarsmenn Almenna leigufélagsins eru ósáttir við málflutning Ragnars Þórs, formanns VR, sem hefur sett Kviku banka afarkosti. 18. febrúar 2019 20:12
Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07